„Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 11:01 Ólafur Ólafsson með Dedrick Basile en þeir eru báðir í stórum hlutverkum hjá Grindavík. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík geta í kvöld unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en áratug. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliði Grindvíkinga um leikinn við Val sem fer fram fyrir fram troðfullan Hlíðarenda. „Mér líður ósköp vel og er bara spenntur. Það er ekki að hverjum degi sem þú færð að spila oddaleik fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 2013 en liðið tapaði oddaleik um titilinn vorið 2017. Það eru allir að tala um leikinn og fólk hlýtur að vera ræða mikið um hann við Ólaf. Fluttur inn í innri Njarðvík „Ég er fluttur inn í innri Njarðvík þannig að það er erfiðara að hitta mig. Ég held að mitt hús sé eina húsið í hverfinu sem er tilbúið,“ sagði Ólafur sposkur en hélt svo áfram: „Þegar ég hitti fólk þá er mikið verið að ræða þetta. Ég kannski forðast ekki fólk en ég læt minna fara fyrir mér. Ég er bara að einbeita mér að því verkefni sem er framundan. Það er alltaf gaman að hitta fólk og ræða þetta því það eru allir mjög spenntir og þá sérstaklega Grindvíkingarnir,“ sagði Ólafur. En hvað með ásókn í miða á leikinn. Hversu mörg skilaboð er Ólafur búinn að fá um miða á leikinn? Reddaði öllum í fjölskyldunni „Ég er búinn að fá nokkur en ég hef heyrt að fleiri séu búnir að fá einhverja tugi skilaboða. Ég sem betur fer náði að redda öllum mínum fjölskyldumeðlimum miðum. Það er bara meira konfekt að það sé verið að sækjast eftir því að koma að horfa á þennan leik. Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra,“ sagði Ólafur. Hvernig er skrokkurinn eftir alla þessa leiki? „Hann er fínn. Eymsli hér og þar. Laga það fyrir leikinn og ég verð allan daginn klár á miðvikudaginn (í kvöld). Það er alveg saman hvort ég hefði slitið eitthvað ég hefði bara sprautað mig niður. Ég hefði allan daginn spilað þennan leik,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að það sé örugglega verra fyrir stuðningsfólkið að bíða eftir leikinn en fyrir hann. „Fyrir mér þá er þetta eins og hver annar leikur þótt að þetta sé stærsti leikurinn sem við erum að fara að spila á okkar ferli. Það eru bara þrír dagar á milli leikja og þetta er bara sama prógrammið. Maður tæklar það þannig. Ég er ekki að fara of hátt eða of lágt. Ég er bara í endurhæfingu og er að hugsa um líkamann hjá mér,“ sagði Ólafur. Bara alvöru frammistaða í einum útileik Allir leikir í úrslitaeinvíginu hafa unnist á heimavelli og Grindvíkingar hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Er það ekkert stressandi staðreynd fyrir Ólaf? „Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli. Við erum búnir að sýna alvöru frammistöðu í einum útileik og það var á móti Tindastól. Við náum ekki upp tempó á útivelli á móti Keflavík og Val. Ef þú mætir ekki klár í oddaleik um titilinn þá átti að gera eitthvað annað,“ sagði Ólafur. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Ólafur: Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
„Mér líður ósköp vel og er bara spenntur. Það er ekki að hverjum degi sem þú færð að spila oddaleik fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 2013 en liðið tapaði oddaleik um titilinn vorið 2017. Það eru allir að tala um leikinn og fólk hlýtur að vera ræða mikið um hann við Ólaf. Fluttur inn í innri Njarðvík „Ég er fluttur inn í innri Njarðvík þannig að það er erfiðara að hitta mig. Ég held að mitt hús sé eina húsið í hverfinu sem er tilbúið,“ sagði Ólafur sposkur en hélt svo áfram: „Þegar ég hitti fólk þá er mikið verið að ræða þetta. Ég kannski forðast ekki fólk en ég læt minna fara fyrir mér. Ég er bara að einbeita mér að því verkefni sem er framundan. Það er alltaf gaman að hitta fólk og ræða þetta því það eru allir mjög spenntir og þá sérstaklega Grindvíkingarnir,“ sagði Ólafur. En hvað með ásókn í miða á leikinn. Hversu mörg skilaboð er Ólafur búinn að fá um miða á leikinn? Reddaði öllum í fjölskyldunni „Ég er búinn að fá nokkur en ég hef heyrt að fleiri séu búnir að fá einhverja tugi skilaboða. Ég sem betur fer náði að redda öllum mínum fjölskyldumeðlimum miðum. Það er bara meira konfekt að það sé verið að sækjast eftir því að koma að horfa á þennan leik. Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra,“ sagði Ólafur. Hvernig er skrokkurinn eftir alla þessa leiki? „Hann er fínn. Eymsli hér og þar. Laga það fyrir leikinn og ég verð allan daginn klár á miðvikudaginn (í kvöld). Það er alveg saman hvort ég hefði slitið eitthvað ég hefði bara sprautað mig niður. Ég hefði allan daginn spilað þennan leik,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að það sé örugglega verra fyrir stuðningsfólkið að bíða eftir leikinn en fyrir hann. „Fyrir mér þá er þetta eins og hver annar leikur þótt að þetta sé stærsti leikurinn sem við erum að fara að spila á okkar ferli. Það eru bara þrír dagar á milli leikja og þetta er bara sama prógrammið. Maður tæklar það þannig. Ég er ekki að fara of hátt eða of lágt. Ég er bara í endurhæfingu og er að hugsa um líkamann hjá mér,“ sagði Ólafur. Bara alvöru frammistaða í einum útileik Allir leikir í úrslitaeinvíginu hafa unnist á heimavelli og Grindvíkingar hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Er það ekkert stressandi staðreynd fyrir Ólaf? „Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli. Við erum búnir að sýna alvöru frammistöðu í einum útileik og það var á móti Tindastól. Við náum ekki upp tempó á útivelli á móti Keflavík og Val. Ef þú mætir ekki klár í oddaleik um titilinn þá átti að gera eitthvað annað,“ sagði Ólafur. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Ólafur: Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra
Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum