Vinalegi risinn í CrossFit heiminum er frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 08:40 Snorri Barón Jónsson sést hér með Emmu Lawson sem er ekki lengur efnilegasta CrossFit kona heims heldur orðin ein sú allra besta. @snorribaron Íslendingar munu aðeins eiga einn keppanda í meistaraflokki á heimsleikunum í CrossFit í ár sem er Björgvin Karl Guðmundsson en það verður samt annar Íslendingur með mikið undir á leikunum. Við erum hér að tala um umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson. Hér þekkjum við hann sem umboðsmann Björgvins Karls og Söru Sigmundsdóttur en hann er með meira af heimsklassa fólki á sínum snærum. Snorri Barón hefur vakið athygli í CrossFit heiminum og Morning Chalk Up vefurinn fjallar ítarlega um okkar mann. Þar kemur fram að Snorri eigi sína fortíð í auglýsingum og kraftlyftingum en hann sé nú orðinn frægur sem umboðsmaður CrossFit stjarna. Snorri rekur umboðsskrifstofuna Bakland sem hann stofnaði á sínum tíma en samstarfsaðili hans er Lucile Phelouzat. Hún ber honum góða söguna í athugasemdum við fréttina. Það er undir honum komið að hjálpa CrossFit fólkinu að fóta sig í heimi auglýsinga, styrkja og fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Það er gott að eiga mann eins og Snorra að þegar þú þarft að einbeita þér við erfiðar æfingar. Phelouzat er umboðsmaður helmings þess íþróttafólks sem eru hjá Bakland. Þegar hafa sjö skjólstæðingar tryggt sér sæti á heimsleikunum og Snorri segir í samtali við Morning Chalk Up að hann búist við því að sjö í viðbót bætist í hópinn. Snorri Barón hefur meðal annars hjálpað einni mest spennandi CrossFit konu heims að feta sín fyrstu spor undanfarin ár. Þar erum við að tala um hina kanadísku Emmu Lawson sem náði bestum árangri í heimi í fjórðungsúrslitunum og endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Hún er enn aðeins nítján ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Í grein Morning Chalk Up er Snorri Barón kallaður vinalegi risinn og hann ræðir við vefinn um aðkomu sína að CrossFit heiminum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg en fyrir þá sem hafa áskrift geta nálgast viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Við erum hér að tala um umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson. Hér þekkjum við hann sem umboðsmann Björgvins Karls og Söru Sigmundsdóttur en hann er með meira af heimsklassa fólki á sínum snærum. Snorri Barón hefur vakið athygli í CrossFit heiminum og Morning Chalk Up vefurinn fjallar ítarlega um okkar mann. Þar kemur fram að Snorri eigi sína fortíð í auglýsingum og kraftlyftingum en hann sé nú orðinn frægur sem umboðsmaður CrossFit stjarna. Snorri rekur umboðsskrifstofuna Bakland sem hann stofnaði á sínum tíma en samstarfsaðili hans er Lucile Phelouzat. Hún ber honum góða söguna í athugasemdum við fréttina. Það er undir honum komið að hjálpa CrossFit fólkinu að fóta sig í heimi auglýsinga, styrkja og fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Það er gott að eiga mann eins og Snorra að þegar þú þarft að einbeita þér við erfiðar æfingar. Phelouzat er umboðsmaður helmings þess íþróttafólks sem eru hjá Bakland. Þegar hafa sjö skjólstæðingar tryggt sér sæti á heimsleikunum og Snorri segir í samtali við Morning Chalk Up að hann búist við því að sjö í viðbót bætist í hópinn. Snorri Barón hefur meðal annars hjálpað einni mest spennandi CrossFit konu heims að feta sín fyrstu spor undanfarin ár. Þar erum við að tala um hina kanadísku Emmu Lawson sem náði bestum árangri í heimi í fjórðungsúrslitunum og endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Hún er enn aðeins nítján ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Í grein Morning Chalk Up er Snorri Barón kallaður vinalegi risinn og hann ræðir við vefinn um aðkomu sína að CrossFit heiminum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg en fyrir þá sem hafa áskrift geta nálgast viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira