Vinalegi risinn í CrossFit heiminum er frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 08:40 Snorri Barón Jónsson sést hér með Emmu Lawson sem er ekki lengur efnilegasta CrossFit kona heims heldur orðin ein sú allra besta. @snorribaron Íslendingar munu aðeins eiga einn keppanda í meistaraflokki á heimsleikunum í CrossFit í ár sem er Björgvin Karl Guðmundsson en það verður samt annar Íslendingur með mikið undir á leikunum. Við erum hér að tala um umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson. Hér þekkjum við hann sem umboðsmann Björgvins Karls og Söru Sigmundsdóttur en hann er með meira af heimsklassa fólki á sínum snærum. Snorri Barón hefur vakið athygli í CrossFit heiminum og Morning Chalk Up vefurinn fjallar ítarlega um okkar mann. Þar kemur fram að Snorri eigi sína fortíð í auglýsingum og kraftlyftingum en hann sé nú orðinn frægur sem umboðsmaður CrossFit stjarna. Snorri rekur umboðsskrifstofuna Bakland sem hann stofnaði á sínum tíma en samstarfsaðili hans er Lucile Phelouzat. Hún ber honum góða söguna í athugasemdum við fréttina. Það er undir honum komið að hjálpa CrossFit fólkinu að fóta sig í heimi auglýsinga, styrkja og fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Það er gott að eiga mann eins og Snorra að þegar þú þarft að einbeita þér við erfiðar æfingar. Phelouzat er umboðsmaður helmings þess íþróttafólks sem eru hjá Bakland. Þegar hafa sjö skjólstæðingar tryggt sér sæti á heimsleikunum og Snorri segir í samtali við Morning Chalk Up að hann búist við því að sjö í viðbót bætist í hópinn. Snorri Barón hefur meðal annars hjálpað einni mest spennandi CrossFit konu heims að feta sín fyrstu spor undanfarin ár. Þar erum við að tala um hina kanadísku Emmu Lawson sem náði bestum árangri í heimi í fjórðungsúrslitunum og endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Hún er enn aðeins nítján ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Í grein Morning Chalk Up er Snorri Barón kallaður vinalegi risinn og hann ræðir við vefinn um aðkomu sína að CrossFit heiminum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg en fyrir þá sem hafa áskrift geta nálgast viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Við erum hér að tala um umboðsmanninn Snorra Barón Jónsson. Hér þekkjum við hann sem umboðsmann Björgvins Karls og Söru Sigmundsdóttur en hann er með meira af heimsklassa fólki á sínum snærum. Snorri Barón hefur vakið athygli í CrossFit heiminum og Morning Chalk Up vefurinn fjallar ítarlega um okkar mann. Þar kemur fram að Snorri eigi sína fortíð í auglýsingum og kraftlyftingum en hann sé nú orðinn frægur sem umboðsmaður CrossFit stjarna. Snorri rekur umboðsskrifstofuna Bakland sem hann stofnaði á sínum tíma en samstarfsaðili hans er Lucile Phelouzat. Hún ber honum góða söguna í athugasemdum við fréttina. Það er undir honum komið að hjálpa CrossFit fólkinu að fóta sig í heimi auglýsinga, styrkja og fjölmiðla svo eitthvað sé nefnt. Það er gott að eiga mann eins og Snorra að þegar þú þarft að einbeita þér við erfiðar æfingar. Phelouzat er umboðsmaður helmings þess íþróttafólks sem eru hjá Bakland. Þegar hafa sjö skjólstæðingar tryggt sér sæti á heimsleikunum og Snorri segir í samtali við Morning Chalk Up að hann búist við því að sjö í viðbót bætist í hópinn. Snorri Barón hefur meðal annars hjálpað einni mest spennandi CrossFit konu heims að feta sín fyrstu spor undanfarin ár. Þar erum við að tala um hina kanadísku Emmu Lawson sem náði bestum árangri í heimi í fjórðungsúrslitunum og endaði í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra. Hún er enn aðeins nítján ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Í grein Morning Chalk Up er Snorri Barón kallaður vinalegi risinn og hann ræðir við vefinn um aðkomu sína að CrossFit heiminum. Viðtalið er á bak við áskrifarvegg en fyrir þá sem hafa áskrift geta nálgast viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira