Breiðar axlir og stór hjörtu Ingunn Rós Kristjánsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifa 29. maí 2024 09:30 „Við Strandakonur erum með breiðar axlir og stór hjörtu“. Þetta sagði Halla Tómasdóttir við okkur vinkonurnar þegar við tókum hana tali eftir pallborðsumræður Ungra athafnakvenna, þar sem Halla, ásamt öðrum kvenframbjóðendum svaraði spurningum áhorfenda. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum, mætti Halla Tómasdóttir á viðburðinn með skýr svör og hleypti okkur í salnum nær sér. Hún leyfði okkur að kynnast sér á dýpri hátt og bar fram skýra sýn fyrir embætti forseta Íslands og framtíð landsins, án þess að vera bara með endurtekna frasa eða gagnrýna aðra frambjóðendur. Þegar við ræddum við hana eftir viðburðinn komumst við að því að við eigum allar ættir að rekja vestur á Strandir. Einnig deildum við því með Höllu að þegar við vorum 17 og 18 ára menntaskólastelpur höfðum við haft samband við kosningarteymið hennar og spurt hvort við gætum ekki orðið að liði og uppúr því gengið með bæklinga í hús fyrir hennar hönd fyrir vestan. Þá var önnur okkar ekki einu sinni með kosningarétt og við höfðum hvorug hitt hana. En hrifist af framboði hennar. Þegar þessi kosningabarátta hófst vissi hvorug okkar hvert okkar atkvæði færu í þetta skiptið, þótt við hefðum verið hrifnar af Höllu fyrir átta árum síðan. Þessi viðburður endurvakti áhuga okkar á að kynnast Höllu betur. Við fórum að kynna okkur það sem hún hafði gert frá síðustu kosningum og hennar stefnumál. Við ákváðum síðan að við vildum hitta hana aftur og mættum á kosningateiti unga fólksins sem hún stóð fyrir. Þar hittum við hana aftur og hún mundi eftir okkur “Strandakonunum” eins og hún orðaði það og mundi einnig eftir öllu okkar samtali. Það sýndi okkur báðum að þarna er manneskja sem gefur sig virkilega að fólki og er einlæg í sinni viðleitni að kynnast fólkinu sem hún talar við. Hún er sem sagt ekki ótrúlega góð í að þykjast vera áhugasöm, hún er það í raun og veru. Samtöl okkar við Höllu og sýn hennar á embættið staðfestu endanlega fyrir okkur báðum hvert atkvæðin okkar færu. Þarna er kona sem kemur reynslunni ríkari inn í þessa kosningabaráttu, hafandi ítrekað leitt saman andstæð sjónarmið bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi, umkringd sterkum egóum og stríðandi hagsmunum, en alltaf staðið keik og ákveðin frammi fyrir þeim verkefnum. Halla Tómasdóttir er með breiðar axlir og stórt hjarta. Hún lætur sig varða velfarnað samfélagsins og einstaklinganna innan þess og tekur málin óhrædd í eigin hendur. Við teljum að Halla Tómasdóttir sé langbesti kosturinn til að gegna embætti forseta Íslands og munum greiða henni okkar atkvæði þann 1. júní og við hvetjum þig til að gera það líka! Höfundar eru ungar konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
„Við Strandakonur erum með breiðar axlir og stór hjörtu“. Þetta sagði Halla Tómasdóttir við okkur vinkonurnar þegar við tókum hana tali eftir pallborðsumræður Ungra athafnakvenna, þar sem Halla, ásamt öðrum kvenframbjóðendum svaraði spurningum áhorfenda. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum, mætti Halla Tómasdóttir á viðburðinn með skýr svör og hleypti okkur í salnum nær sér. Hún leyfði okkur að kynnast sér á dýpri hátt og bar fram skýra sýn fyrir embætti forseta Íslands og framtíð landsins, án þess að vera bara með endurtekna frasa eða gagnrýna aðra frambjóðendur. Þegar við ræddum við hana eftir viðburðinn komumst við að því að við eigum allar ættir að rekja vestur á Strandir. Einnig deildum við því með Höllu að þegar við vorum 17 og 18 ára menntaskólastelpur höfðum við haft samband við kosningarteymið hennar og spurt hvort við gætum ekki orðið að liði og uppúr því gengið með bæklinga í hús fyrir hennar hönd fyrir vestan. Þá var önnur okkar ekki einu sinni með kosningarétt og við höfðum hvorug hitt hana. En hrifist af framboði hennar. Þegar þessi kosningabarátta hófst vissi hvorug okkar hvert okkar atkvæði færu í þetta skiptið, þótt við hefðum verið hrifnar af Höllu fyrir átta árum síðan. Þessi viðburður endurvakti áhuga okkar á að kynnast Höllu betur. Við fórum að kynna okkur það sem hún hafði gert frá síðustu kosningum og hennar stefnumál. Við ákváðum síðan að við vildum hitta hana aftur og mættum á kosningateiti unga fólksins sem hún stóð fyrir. Þar hittum við hana aftur og hún mundi eftir okkur “Strandakonunum” eins og hún orðaði það og mundi einnig eftir öllu okkar samtali. Það sýndi okkur báðum að þarna er manneskja sem gefur sig virkilega að fólki og er einlæg í sinni viðleitni að kynnast fólkinu sem hún talar við. Hún er sem sagt ekki ótrúlega góð í að þykjast vera áhugasöm, hún er það í raun og veru. Samtöl okkar við Höllu og sýn hennar á embættið staðfestu endanlega fyrir okkur báðum hvert atkvæðin okkar færu. Þarna er kona sem kemur reynslunni ríkari inn í þessa kosningabaráttu, hafandi ítrekað leitt saman andstæð sjónarmið bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi, umkringd sterkum egóum og stríðandi hagsmunum, en alltaf staðið keik og ákveðin frammi fyrir þeim verkefnum. Halla Tómasdóttir er með breiðar axlir og stórt hjarta. Hún lætur sig varða velfarnað samfélagsins og einstaklinganna innan þess og tekur málin óhrædd í eigin hendur. Við teljum að Halla Tómasdóttir sé langbesti kosturinn til að gegna embætti forseta Íslands og munum greiða henni okkar atkvæði þann 1. júní og við hvetjum þig til að gera það líka! Höfundar eru ungar konur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun