Breiðar axlir og stór hjörtu Ingunn Rós Kristjánsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifa 29. maí 2024 09:30 „Við Strandakonur erum með breiðar axlir og stór hjörtu“. Þetta sagði Halla Tómasdóttir við okkur vinkonurnar þegar við tókum hana tali eftir pallborðsumræður Ungra athafnakvenna, þar sem Halla, ásamt öðrum kvenframbjóðendum svaraði spurningum áhorfenda. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum, mætti Halla Tómasdóttir á viðburðinn með skýr svör og hleypti okkur í salnum nær sér. Hún leyfði okkur að kynnast sér á dýpri hátt og bar fram skýra sýn fyrir embætti forseta Íslands og framtíð landsins, án þess að vera bara með endurtekna frasa eða gagnrýna aðra frambjóðendur. Þegar við ræddum við hana eftir viðburðinn komumst við að því að við eigum allar ættir að rekja vestur á Strandir. Einnig deildum við því með Höllu að þegar við vorum 17 og 18 ára menntaskólastelpur höfðum við haft samband við kosningarteymið hennar og spurt hvort við gætum ekki orðið að liði og uppúr því gengið með bæklinga í hús fyrir hennar hönd fyrir vestan. Þá var önnur okkar ekki einu sinni með kosningarétt og við höfðum hvorug hitt hana. En hrifist af framboði hennar. Þegar þessi kosningabarátta hófst vissi hvorug okkar hvert okkar atkvæði færu í þetta skiptið, þótt við hefðum verið hrifnar af Höllu fyrir átta árum síðan. Þessi viðburður endurvakti áhuga okkar á að kynnast Höllu betur. Við fórum að kynna okkur það sem hún hafði gert frá síðustu kosningum og hennar stefnumál. Við ákváðum síðan að við vildum hitta hana aftur og mættum á kosningateiti unga fólksins sem hún stóð fyrir. Þar hittum við hana aftur og hún mundi eftir okkur “Strandakonunum” eins og hún orðaði það og mundi einnig eftir öllu okkar samtali. Það sýndi okkur báðum að þarna er manneskja sem gefur sig virkilega að fólki og er einlæg í sinni viðleitni að kynnast fólkinu sem hún talar við. Hún er sem sagt ekki ótrúlega góð í að þykjast vera áhugasöm, hún er það í raun og veru. Samtöl okkar við Höllu og sýn hennar á embættið staðfestu endanlega fyrir okkur báðum hvert atkvæðin okkar færu. Þarna er kona sem kemur reynslunni ríkari inn í þessa kosningabaráttu, hafandi ítrekað leitt saman andstæð sjónarmið bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi, umkringd sterkum egóum og stríðandi hagsmunum, en alltaf staðið keik og ákveðin frammi fyrir þeim verkefnum. Halla Tómasdóttir er með breiðar axlir og stórt hjarta. Hún lætur sig varða velfarnað samfélagsins og einstaklinganna innan þess og tekur málin óhrædd í eigin hendur. Við teljum að Halla Tómasdóttir sé langbesti kosturinn til að gegna embætti forseta Íslands og munum greiða henni okkar atkvæði þann 1. júní og við hvetjum þig til að gera það líka! Höfundar eru ungar konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
„Við Strandakonur erum með breiðar axlir og stór hjörtu“. Þetta sagði Halla Tómasdóttir við okkur vinkonurnar þegar við tókum hana tali eftir pallborðsumræður Ungra athafnakvenna, þar sem Halla, ásamt öðrum kvenframbjóðendum svaraði spurningum áhorfenda. Að öðrum frambjóðendum ólöstuðum, mætti Halla Tómasdóttir á viðburðinn með skýr svör og hleypti okkur í salnum nær sér. Hún leyfði okkur að kynnast sér á dýpri hátt og bar fram skýra sýn fyrir embætti forseta Íslands og framtíð landsins, án þess að vera bara með endurtekna frasa eða gagnrýna aðra frambjóðendur. Þegar við ræddum við hana eftir viðburðinn komumst við að því að við eigum allar ættir að rekja vestur á Strandir. Einnig deildum við því með Höllu að þegar við vorum 17 og 18 ára menntaskólastelpur höfðum við haft samband við kosningarteymið hennar og spurt hvort við gætum ekki orðið að liði og uppúr því gengið með bæklinga í hús fyrir hennar hönd fyrir vestan. Þá var önnur okkar ekki einu sinni með kosningarétt og við höfðum hvorug hitt hana. En hrifist af framboði hennar. Þegar þessi kosningabarátta hófst vissi hvorug okkar hvert okkar atkvæði færu í þetta skiptið, þótt við hefðum verið hrifnar af Höllu fyrir átta árum síðan. Þessi viðburður endurvakti áhuga okkar á að kynnast Höllu betur. Við fórum að kynna okkur það sem hún hafði gert frá síðustu kosningum og hennar stefnumál. Við ákváðum síðan að við vildum hitta hana aftur og mættum á kosningateiti unga fólksins sem hún stóð fyrir. Þar hittum við hana aftur og hún mundi eftir okkur “Strandakonunum” eins og hún orðaði það og mundi einnig eftir öllu okkar samtali. Það sýndi okkur báðum að þarna er manneskja sem gefur sig virkilega að fólki og er einlæg í sinni viðleitni að kynnast fólkinu sem hún talar við. Hún er sem sagt ekki ótrúlega góð í að þykjast vera áhugasöm, hún er það í raun og veru. Samtöl okkar við Höllu og sýn hennar á embættið staðfestu endanlega fyrir okkur báðum hvert atkvæðin okkar færu. Þarna er kona sem kemur reynslunni ríkari inn í þessa kosningabaráttu, hafandi ítrekað leitt saman andstæð sjónarmið bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi, umkringd sterkum egóum og stríðandi hagsmunum, en alltaf staðið keik og ákveðin frammi fyrir þeim verkefnum. Halla Tómasdóttir er með breiðar axlir og stórt hjarta. Hún lætur sig varða velfarnað samfélagsins og einstaklinganna innan þess og tekur málin óhrædd í eigin hendur. Við teljum að Halla Tómasdóttir sé langbesti kosturinn til að gegna embætti forseta Íslands og munum greiða henni okkar atkvæði þann 1. júní og við hvetjum þig til að gera það líka! Höfundar eru ungar konur.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun