Markvarðamartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2024 21:00 Guy Smit hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk til liðs við KR. vísir/anton brink Lið KR í Bestu deild karla í fótbolta hefur til þessa notað þrjá markverði í deild og bikar. Allir hafa gerst sekir um mistök á einhverjum tímapunkti þó spjótin beinist helst að Guy Smit, aðalmarkverði liðsins. Markmannsvandræði KR voru meðal þess sem var rætt í Stúkunni þegar 8. umferð var gerð upp. „Það hefur verið þema á þessu tímabili og á rætur sínar að rekja lengra til baka. Þetta er ein mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Stefán Árni Pálsson - þáttastjórnandi Stúkunnar að þessu sinni - og spurði svo: „Hvað er eiginlega í gangi þarna?“ „Það er tvennt í þessu. KR er alltaf að reyna koma sér aftur í þá stöðu að berjast um titla. Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk og varnarleikurinn litast af því. Þú ert stressaður þegar þú veist ekkert hvar þú hefur markmennina,“ sagði Albert Brynjar Ingason meðan myndskeið af mistökum Simen Lillevik Kjellevold frá því á síðustu leiktíð voru spiluð. Klippa: Stúkan um markvarðarmartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ „Ég veit ekki um neitt annað lið sem hefur upplifað jafn mörg vond augnablik í kringum markmennina sína. Við sáum Kjellevold, sjáum nú Aron Snæ (Friðriksson) sem kom inn fyrir hann [á síðustu leiktíð]. Við erum búin að sjá Guy Smit á þessu tímabili, hann er búinn að gefa nokkur mörk,“ bætti Albert Brynjar við og hélt áfram einræðu sinni. „Hér sjáum við svo þegar Smit er ekki með og það eru aftur skelfileg mistök. Það skiptir í rauninni engu máli hver er í markinu hjá KR, það er alltaf eitthvað stress á þeim. Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta skiptir máli fyrir KR, hvort sem þeir eru að fara berjast um titil eða reyna komast í Evrópu. Það eru þessi litlu atriði og þetta er alltof dýrt.“ „Það er ekki aðeins þetta tímabil, það er síðasta ár,“ sagði Albert Brynjar að endingu. Umræðu Stúkunnar má sjá í spilaranum hér að ofan ásamt ótrúlegri samantekt af mistökum markvarða KR undanfarið ár. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
„Það hefur verið þema á þessu tímabili og á rætur sínar að rekja lengra til baka. Þetta er ein mikilvægasta staðan á vellinum,“ sagði Stefán Árni Pálsson - þáttastjórnandi Stúkunnar að þessu sinni - og spurði svo: „Hvað er eiginlega í gangi þarna?“ „Það er tvennt í þessu. KR er alltaf að reyna koma sér aftur í þá stöðu að berjast um titla. Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk og varnarleikurinn litast af því. Þú ert stressaður þegar þú veist ekkert hvar þú hefur markmennina,“ sagði Albert Brynjar Ingason meðan myndskeið af mistökum Simen Lillevik Kjellevold frá því á síðustu leiktíð voru spiluð. Klippa: Stúkan um markvarðarmartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ „Ég veit ekki um neitt annað lið sem hefur upplifað jafn mörg vond augnablik í kringum markmennina sína. Við sáum Kjellevold, sjáum nú Aron Snæ (Friðriksson) sem kom inn fyrir hann [á síðustu leiktíð]. Við erum búin að sjá Guy Smit á þessu tímabili, hann er búinn að gefa nokkur mörk,“ bætti Albert Brynjar við og hélt áfram einræðu sinni. „Hér sjáum við svo þegar Smit er ekki með og það eru aftur skelfileg mistök. Það skiptir í rauninni engu máli hver er í markinu hjá KR, það er alltaf eitthvað stress á þeim. Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta skiptir máli fyrir KR, hvort sem þeir eru að fara berjast um titil eða reyna komast í Evrópu. Það eru þessi litlu atriði og þetta er alltof dýrt.“ „Það er ekki aðeins þetta tímabil, það er síðasta ár,“ sagði Albert Brynjar að endingu. Umræðu Stúkunnar má sjá í spilaranum hér að ofan ásamt ótrúlegri samantekt af mistökum markvarða KR undanfarið ár.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn