Mótor bátsins var of stór og mennirnir ekki í björgunarvestum Árni Sæberg skrifar 28. maí 2024 14:13 Mikill viðbúnaður var við Njarðvíkurhöfn. Aðsend Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur aðalorsök sjóslyss utan við Njarðvík síðasta sumar hafa verið of stór og öflugur utanborðsmótor á bátnum. Karlmaður á sjötugsaldri lést í slysinu en félagi hans komst lífs af. Alvarlegt sjóslys varð þann 22. júlí í fyrra þegar tveir menn enduðu í sjónum út undan Njarðvíkurhöfn. Annar þeirra var úrskurðaður látinn við komu á Landspítalann í Fossvogi. Báturinn sökk og fannst daginn eftir Í atvikalýsingu í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að klukkan 19:41 hafi Vaktstöð siglinga borist tilkynning um tvo menn í sjónum um það bil 400 metra utan við Njarðvík. Þeir hafi verið á sundi. Hæsta viðbragð hafi þegar verið virkjað og björgunarbáturinn Njörður lagt af stað úr Grófinni í Keflavík klukkan 20:03. Klukkan 20:09 hafi áhöfn Njarðar komið að mönnunum, náð um borð og hafið þegar endurlífgun en þeir hafi þá báðir verið meðvitundarlausir. Annar hafi komist til meðvitundar en endurlífgun á hinum hafi verið haldið áfram meðan siglt var til Njarðvíkurhafnar þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ beið. Hinum meðvitundarlausa hafi verið flogið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á meðan endurlífgun var haldið áfram. Hann hafi verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu. Báturinn hafi sokkið til botns og hans leitað af björgunarbátnum Stefni 7747 frá Björgunarsveitinni í Kópavogi, sérsveit Ríkislögreglustjóra og rannsakendum RNSA. Vonin KE 10 frá köfunarþjónustu Sigurðar hafi verið notuð en um borð í henni sé neðansjávardróni af gerðinni Chasing M2 pro. Báturinn hafi fundist undir morgun þann 23. júlí og fluttur til rannsóknar hjá RNSA. Óskoðunarskyldur bátur en mikilvægt að fylgja leiðbeiningum Í skýrslunni segir að við skoðun á bátnum, sem hafi verið af gerðinni Flipper 515 HT, hafi komið í ljós að á honum væri 90 hestafla utanborðsmótor af gerðinni Mercury. Bátar af gerðinni Flipper 515 HT, sem ekki séu skoðunarskyldir, séu að hámarki gerðir fyrir 70 hestafla utanborðsmótora en 90 hestafla Mercury mótor sé um 60 kílóum þyngri en 70 hestafla. Þegar báturinn var hífður af hafsbotni hafi mótorinn verið í uppréttri stöðu, sem hafi líklegast orsakast af rafmagnssamslætti í handfangi bátsins. Báturinn hafi verið búinn að missa allt rafmagn en þegar hann var tengdur við rafmagn af rannsakendum hafi komið í ljós samsláttur sem lyfti mótornum. Stjórntæki bátsins hafi verið stjórnborðsmegin. Sætunum í bátnum hafi verið hægt að snúa aftur og sætið bakborðsmegin hafi snúið aftur en hitt snúið um það bil 90 gráður þegar báturinn var hífður af hafsbotni. Það sé í samræmi við frásögn þess sem komst lífs af. Eldsneytisgjöfin hafi verið í botni. Örin bendir á eldsneytisgjöf bátsins.RNSA Nokkur björgunarvesti um borð Í skýrslunni segir að um borð í bátnum hafi verið nokkur björgunarvesti og einn björgunarbúningur. Sá sem komst lífs af hafi verið klæddur gallabuxum, í stuttermabol og vinnuskyrtu þar utanyfir. Hann hafi einni verið í flíspeysu og úlpu. Hann hafi verið í Dunlop gúmmístígvélum. Hinn látni, sem var stjórnandi bátsins, hafi verið klæddur Jobman-buxum og bol innundir neoprene vöðlum. Hann hafi að auki verið klæddur Kinetic-vöðlujakka. Samkvæmt frásögn eftirlifandi bátsverja hafi stjórnandi bátsins ætlað að færa hann til þegar báturinn fór á botnkeyrslu, stefnið lyftist upp og afturendinn tók inn á sig sjó. Við það hafi stjórnandi bátsins henst fyrir borð en hinn fallið frá borði stuttu síðar. Báturinn hafi sokkið með skutinn á undan. Mennirnir hafi á þeim tíma báðir verið með meðvitund og geta kallast á en ekki greint orðaskil. Fólk í landi hafi orðið vart við mennina í sjónum og gert neyðarlínu viðvart. Út frá sjónarhorni sjónarvotta hafi verið hægt að áætla líklegasta staðinn þar sem báturinn sökk. Áfengi hafi mælst í blóði þess sem komst lífs af en í hinum látna hafi óverulegt magn áfengis greinst. Í niðurstöðukafla RNSA segir að nefndin telji að meginorsök þess að báturinn sökk hafi verið að utanborðsmótor bátsins var aflmeiri og þyngri en ráðleggingar framleiðanda bátsins mæltu fyrir um. Nefndin vekji athygli á mikilvægi þess að ávallt séu notuð björgunarvesti þegar siglt er á opnum bátum. Samgönguslys Landhelgisgæslan Reykjanesbær Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Alvarlegt sjóslys varð þann 22. júlí í fyrra þegar tveir menn enduðu í sjónum út undan Njarðvíkurhöfn. Annar þeirra var úrskurðaður látinn við komu á Landspítalann í Fossvogi. Báturinn sökk og fannst daginn eftir Í atvikalýsingu í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að klukkan 19:41 hafi Vaktstöð siglinga borist tilkynning um tvo menn í sjónum um það bil 400 metra utan við Njarðvík. Þeir hafi verið á sundi. Hæsta viðbragð hafi þegar verið virkjað og björgunarbáturinn Njörður lagt af stað úr Grófinni í Keflavík klukkan 20:03. Klukkan 20:09 hafi áhöfn Njarðar komið að mönnunum, náð um borð og hafið þegar endurlífgun en þeir hafi þá báðir verið meðvitundarlausir. Annar hafi komist til meðvitundar en endurlífgun á hinum hafi verið haldið áfram meðan siglt var til Njarðvíkurhafnar þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ beið. Hinum meðvitundarlausa hafi verið flogið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á meðan endurlífgun var haldið áfram. Hann hafi verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsinu. Báturinn hafi sokkið til botns og hans leitað af björgunarbátnum Stefni 7747 frá Björgunarsveitinni í Kópavogi, sérsveit Ríkislögreglustjóra og rannsakendum RNSA. Vonin KE 10 frá köfunarþjónustu Sigurðar hafi verið notuð en um borð í henni sé neðansjávardróni af gerðinni Chasing M2 pro. Báturinn hafi fundist undir morgun þann 23. júlí og fluttur til rannsóknar hjá RNSA. Óskoðunarskyldur bátur en mikilvægt að fylgja leiðbeiningum Í skýrslunni segir að við skoðun á bátnum, sem hafi verið af gerðinni Flipper 515 HT, hafi komið í ljós að á honum væri 90 hestafla utanborðsmótor af gerðinni Mercury. Bátar af gerðinni Flipper 515 HT, sem ekki séu skoðunarskyldir, séu að hámarki gerðir fyrir 70 hestafla utanborðsmótora en 90 hestafla Mercury mótor sé um 60 kílóum þyngri en 70 hestafla. Þegar báturinn var hífður af hafsbotni hafi mótorinn verið í uppréttri stöðu, sem hafi líklegast orsakast af rafmagnssamslætti í handfangi bátsins. Báturinn hafi verið búinn að missa allt rafmagn en þegar hann var tengdur við rafmagn af rannsakendum hafi komið í ljós samsláttur sem lyfti mótornum. Stjórntæki bátsins hafi verið stjórnborðsmegin. Sætunum í bátnum hafi verið hægt að snúa aftur og sætið bakborðsmegin hafi snúið aftur en hitt snúið um það bil 90 gráður þegar báturinn var hífður af hafsbotni. Það sé í samræmi við frásögn þess sem komst lífs af. Eldsneytisgjöfin hafi verið í botni. Örin bendir á eldsneytisgjöf bátsins.RNSA Nokkur björgunarvesti um borð Í skýrslunni segir að um borð í bátnum hafi verið nokkur björgunarvesti og einn björgunarbúningur. Sá sem komst lífs af hafi verið klæddur gallabuxum, í stuttermabol og vinnuskyrtu þar utanyfir. Hann hafi einni verið í flíspeysu og úlpu. Hann hafi verið í Dunlop gúmmístígvélum. Hinn látni, sem var stjórnandi bátsins, hafi verið klæddur Jobman-buxum og bol innundir neoprene vöðlum. Hann hafi að auki verið klæddur Kinetic-vöðlujakka. Samkvæmt frásögn eftirlifandi bátsverja hafi stjórnandi bátsins ætlað að færa hann til þegar báturinn fór á botnkeyrslu, stefnið lyftist upp og afturendinn tók inn á sig sjó. Við það hafi stjórnandi bátsins henst fyrir borð en hinn fallið frá borði stuttu síðar. Báturinn hafi sokkið með skutinn á undan. Mennirnir hafi á þeim tíma báðir verið með meðvitund og geta kallast á en ekki greint orðaskil. Fólk í landi hafi orðið vart við mennina í sjónum og gert neyðarlínu viðvart. Út frá sjónarhorni sjónarvotta hafi verið hægt að áætla líklegasta staðinn þar sem báturinn sökk. Áfengi hafi mælst í blóði þess sem komst lífs af en í hinum látna hafi óverulegt magn áfengis greinst. Í niðurstöðukafla RNSA segir að nefndin telji að meginorsök þess að báturinn sökk hafi verið að utanborðsmótor bátsins var aflmeiri og þyngri en ráðleggingar framleiðanda bátsins mæltu fyrir um. Nefndin vekji athygli á mikilvægi þess að ávallt séu notuð björgunarvesti þegar siglt er á opnum bátum.
Samgönguslys Landhelgisgæslan Reykjanesbær Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira