Halla Hrund fyrir framtíðina Þóra Árnadóttir skrifar 28. maí 2024 13:30 Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis. Í upphafi kosningabarátturnnar var ég eins og margir „á girðingunni“, og ætlaði að bíða eftir nýjustu skoðanakönnunum til að nýta atkvæði mitt sem best. Hins vegar varð mér fljótlega ljóst að það er hjarðhegðun sem mér hugnaðist ekki. Mér finnst mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa þann frambjóðanda sem mér þykir bestur. Þar sem ég vil vanda mig, þá fór ég að kynna mér frambjóðendur til að vega og meta hvernig þeirra gildi komu saman við mín – heilindi og hugrekki. Í kappræðum í sjónvarpi með tólf frambjóðendum er erfitt að fá raunsanna mynd. Spurningar til frambjóðenda hafa auk þess verið miskrefjandi eftir því hver á í hlut og sumir frambjóðendur fimari við að víkja sér undan því að svara, en aðrir. Þó má meta hversu trúverðugir þeir eru og hvort það sem þeir segja sé í takt við þeirra störf, gjörðir og yfirlýsta stefnu fram til þessa. Fer saman hljóð og mynd? Það sem opinber umfjöllun og kappræður hafa hins vegar kristallað í mínum huga er að það sem þjóðin kallar eftir eru þingkosningar, frekar en forsetakosning, en það er önnur saga. Valið reyndist í raun auðvelt, því ég fann fljótlega samhljóm með þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlinda- og orkumál til framtíðar, því framtíðin er ekki svo langt undan ef vel er að gáð. Hún bendir á að við þurfum að vanda okkur og móta skýra stefnu í þessum efnum, því það er ekkert plan(et) B. Halla Hrund hefur afdráttalaust lýst því yfir að hún muni standa vörð um almannahagsmuni, sér í lagi þegar kemur að náttúru og nýtingu á hinum fjölmörgu auðlindum Íslands. Hún hefur m.a. vakið máls á því að mögulega standi til að selja Landsvirkjun og aðra mikilvæga innviði sem byggðir hafa verið upp með almannafé og hvatt þjóðina að vera vakandi fyrir vaxandi ásælni erlendra aðila í náttúru og auðlindir hérlendis. Til þess þarf kjark og dug. Halla Hrund er því sá frambjóðandi sem ég treysti best í embætti forseta Íslands. Hún er vel menntuð og talar af þekkingu, heilindum og einlægni um náttúru og auðlindir Íslands. Hún er jafnframt grandvör í orðum og hefur forðast hástemmdar yfirlýsingar. Hennar framboð einkennist einnig af jákvæðni og gleði, samvinnu og samhug. Hennar bakland í kosningabaráttunni eru fyrst og fremst sjálfboðaliðar, sem hópast nú til liðs við hana á lokametrunum í kosningabaráttunni. Hver sem niðurstaða kosninganna verður á laugardaginn, þá er ég fyrst og fremst þakklát fyrir að Halla Hrund hefur vakið máls á mörgu er varða hagsmuni almennings og þjóðarbúsins, m.a. auðlinda- og orkumálum – og hvatt okkur til að fljóta ekki lengur sofandi að feigðarósi. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund til embættis forseta Íslands. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis. Í upphafi kosningabarátturnnar var ég eins og margir „á girðingunni“, og ætlaði að bíða eftir nýjustu skoðanakönnunum til að nýta atkvæði mitt sem best. Hins vegar varð mér fljótlega ljóst að það er hjarðhegðun sem mér hugnaðist ekki. Mér finnst mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa þann frambjóðanda sem mér þykir bestur. Þar sem ég vil vanda mig, þá fór ég að kynna mér frambjóðendur til að vega og meta hvernig þeirra gildi komu saman við mín – heilindi og hugrekki. Í kappræðum í sjónvarpi með tólf frambjóðendum er erfitt að fá raunsanna mynd. Spurningar til frambjóðenda hafa auk þess verið miskrefjandi eftir því hver á í hlut og sumir frambjóðendur fimari við að víkja sér undan því að svara, en aðrir. Þó má meta hversu trúverðugir þeir eru og hvort það sem þeir segja sé í takt við þeirra störf, gjörðir og yfirlýsta stefnu fram til þessa. Fer saman hljóð og mynd? Það sem opinber umfjöllun og kappræður hafa hins vegar kristallað í mínum huga er að það sem þjóðin kallar eftir eru þingkosningar, frekar en forsetakosning, en það er önnur saga. Valið reyndist í raun auðvelt, því ég fann fljótlega samhljóm með þeirri áherslu sem Halla Hrund leggur á auðlinda- og orkumál til framtíðar, því framtíðin er ekki svo langt undan ef vel er að gáð. Hún bendir á að við þurfum að vanda okkur og móta skýra stefnu í þessum efnum, því það er ekkert plan(et) B. Halla Hrund hefur afdráttalaust lýst því yfir að hún muni standa vörð um almannahagsmuni, sér í lagi þegar kemur að náttúru og nýtingu á hinum fjölmörgu auðlindum Íslands. Hún hefur m.a. vakið máls á því að mögulega standi til að selja Landsvirkjun og aðra mikilvæga innviði sem byggðir hafa verið upp með almannafé og hvatt þjóðina að vera vakandi fyrir vaxandi ásælni erlendra aðila í náttúru og auðlindir hérlendis. Til þess þarf kjark og dug. Halla Hrund er því sá frambjóðandi sem ég treysti best í embætti forseta Íslands. Hún er vel menntuð og talar af þekkingu, heilindum og einlægni um náttúru og auðlindir Íslands. Hún er jafnframt grandvör í orðum og hefur forðast hástemmdar yfirlýsingar. Hennar framboð einkennist einnig af jákvæðni og gleði, samvinnu og samhug. Hennar bakland í kosningabaráttunni eru fyrst og fremst sjálfboðaliðar, sem hópast nú til liðs við hana á lokametrunum í kosningabaráttunni. Hver sem niðurstaða kosninganna verður á laugardaginn, þá er ég fyrst og fremst þakklát fyrir að Halla Hrund hefur vakið máls á mörgu er varða hagsmuni almennings og þjóðarbúsins, m.a. auðlinda- og orkumálum – og hvatt okkur til að fljóta ekki lengur sofandi að feigðarósi. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund til embættis forseta Íslands. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og jógakennari.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun