Halla Tómasdóttir lætur verkin tala Sigurborg Arnarsdóttir skrifar 28. maí 2024 11:30 Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera. Halla hefur unnið fyrir því sem hún á og komist áfram á eigin verðleikum. Að sama skapi hefur árangur hennar í kosningabaráttunni ekki komið fyrirhafnarlaust. Með elju og endalausri jákvæðni hefur hún náð að sýna þjóðinni hvaða mann hún hefur að geyma og hversu öflugur leiðtogi hún er. Halla hefur skýra sýn á það hvernig hún vill nýta embætti forseta Íslands til þess að vekja athygli á mikilvægum málum. Henni hefur nú þegar tekist það í þessari kosningabaráttu, og hafa málefni sem hún brennur fyrir eins og kynslóðajafnrétti og andleg heilsa ungmenna fengið aukna athygli umræðunni. Það forstjórastarf sem hún tók að sér hjá B-team snýst m.a. um að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, og jafnréttis, með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið og ganga ekki á auðlindir á kostnað næstu kynslóða. Halla talar ekki bara um hlutina, heldur lætur verkin tala og í vinnu sinni í tengslum við umhverfismál hefur hún vakið heimsathygli og m.a. verið útnefnd af Reuters sem ein af þeim 20 konum sem skara framúr í loftslags- og umhverfismálum á heimsvísu. Halla situr einnig í ráðgjafaráði TIME varðandi loftslagsmál, sem staðfestir þá virðingu sem hún nýtur á alþjóðvettvangi í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Við verðum alltaf stolt af henni þegar hún kemur fram á alþjóða vettvangi og þá ekki síður hér innalands. Eins og frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið Höllu fyrirmynd frá því hún var kjörin 1980, mun Halla vísa nýjum kynslóðum veginn sem forseti Íslands. Í kosningabaráttunni hefur Halla Tómasdóttir notið stuðnings síns frábæra maka, Björns Skúlasonar. Þau eru einstaklega samhent og kraftmikil hjón sem hafa notið þess í hvívetna að ferðast um landið og hitta þjóðina. Halla Tómasdóttir er hlý kona, réttsýn og lausnamiðuð. Hún er frumkvöðull og framkvæmdamanneskja í senn, hefur nýtt sín tækifæri vel og jafnframt verið einstaklega hvetjandi fyrir alla í kringum sig, unga jafnt sem aldna. Betri forseta get ég ekki ímyndað mér. Kjósum Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera. Halla hefur unnið fyrir því sem hún á og komist áfram á eigin verðleikum. Að sama skapi hefur árangur hennar í kosningabaráttunni ekki komið fyrirhafnarlaust. Með elju og endalausri jákvæðni hefur hún náð að sýna þjóðinni hvaða mann hún hefur að geyma og hversu öflugur leiðtogi hún er. Halla hefur skýra sýn á það hvernig hún vill nýta embætti forseta Íslands til þess að vekja athygli á mikilvægum málum. Henni hefur nú þegar tekist það í þessari kosningabaráttu, og hafa málefni sem hún brennur fyrir eins og kynslóðajafnrétti og andleg heilsa ungmenna fengið aukna athygli umræðunni. Það forstjórastarf sem hún tók að sér hjá B-team snýst m.a. um að breyta hugarfari og starfsháttum í viðskiptaheiminum í átt til ábyrgðar, sjálfbærni, og jafnréttis, með því að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið og ganga ekki á auðlindir á kostnað næstu kynslóða. Halla talar ekki bara um hlutina, heldur lætur verkin tala og í vinnu sinni í tengslum við umhverfismál hefur hún vakið heimsathygli og m.a. verið útnefnd af Reuters sem ein af þeim 20 konum sem skara framúr í loftslags- og umhverfismálum á heimsvísu. Halla situr einnig í ráðgjafaráði TIME varðandi loftslagsmál, sem staðfestir þá virðingu sem hún nýtur á alþjóðvettvangi í tengslum við umhverfis- og loftslagsmál. Við verðum alltaf stolt af henni þegar hún kemur fram á alþjóða vettvangi og þá ekki síður hér innalands. Eins og frú Vigdís Finnbogadóttir hefur verið Höllu fyrirmynd frá því hún var kjörin 1980, mun Halla vísa nýjum kynslóðum veginn sem forseti Íslands. Í kosningabaráttunni hefur Halla Tómasdóttir notið stuðnings síns frábæra maka, Björns Skúlasonar. Þau eru einstaklega samhent og kraftmikil hjón sem hafa notið þess í hvívetna að ferðast um landið og hitta þjóðina. Halla Tómasdóttir er hlý kona, réttsýn og lausnamiðuð. Hún er frumkvöðull og framkvæmdamanneskja í senn, hefur nýtt sín tækifæri vel og jafnframt verið einstaklega hvetjandi fyrir alla í kringum sig, unga jafnt sem aldna. Betri forseta get ég ekki ímyndað mér. Kjósum Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands laugardaginn 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar