ALDIN kallar eftir loftslagsaðgerðum Árni Bragason, Halldór Reynisson, Heiðrun Guðmundsdóttir, Dagný Halldórsdóttir og Tryggvi Felixson skrifa 27. maí 2024 18:30 Nær daglega fáum við upplýsingar um válegar breytingar á loftslagi af mannavöldum. Ástandið er grafalvarlegt og ógnvekjandi. En viðbrögðin í engu samræmi við vandann sem blasir við okkur og ekki síst afkomendum okkar. „Aldin“ er heitið á ört stækkandi hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið. Mörg erum við afar og ömmur. Við höfum notið betri efnislegra lífsgæða en nokkur fyrri kynslóð Íslendinga. Við erum líka nógu gömul til að muna eftir býsna sjálfbærum lífstíl foreldra okkar. Við höfum upplifað breytingar sem við lengi vel héldum að væru eingöngu framfarir. Annað hefur komið á daginn. Þessar svokölluðu framfarir í lífskjörum gætu orðið dýru verði keyptar: reikningurinn lendir á komandi kynslóðum, barnabörnunum okkar. Við viljum leggja okkar lóð á vogaskálarnar til að þær breytingar sem þarf að innleiða komist sem fyrst til framkvæmda. Aldin er þekkingarsamfélag sem sprettur úr hópi náttúruunnenda og sérfræðinga sem hafa lifað langa starfsævi og búa að fjölbreyttri reynslu. Skipulag starfsins er frjálslegt og lagar sig að verkefnum á hverjum tíma en hefur að markmiði að miðla þekkingu og knýja á um raunhæfar lausnir í loftslagsmálum. Við erum viðbótarliðsveit við mikilvæg umhverfisverndarsamtök eins og Landvernd, Unga umhverfisverndarsinna og Náttúruverndarsamtök Íslands. Við höfum átt reglulega fundi undanfarin misseri, fræðst og rætt um hinar ýmsu hliðar hamfarahlýnunar og nauðsynlegar aðgerðir til að sporna við henni. En við gerum meira en að ræða vandann. Við ætlum okkur að vekja athygli á því hvernig stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi gengur að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig hvernig Íslandi gengur að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og að ná markmiðum sínum. Og við munum líka vekja athygli á því sem vel er gert og er til eftirbreytni. Aldin tekur þátt í Loftslagsdeginum í Hörpu 28. maí og veitir þar upplýsingar um hreyfinguna . Höfundar sitja í stýrihópi Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Nær daglega fáum við upplýsingar um válegar breytingar á loftslagi af mannavöldum. Ástandið er grafalvarlegt og ógnvekjandi. En viðbrögðin í engu samræmi við vandann sem blasir við okkur og ekki síst afkomendum okkar. „Aldin“ er heitið á ört stækkandi hreyfingu fólks sem komið er á þriðja aldursskeiðið. Mörg erum við afar og ömmur. Við höfum notið betri efnislegra lífsgæða en nokkur fyrri kynslóð Íslendinga. Við erum líka nógu gömul til að muna eftir býsna sjálfbærum lífstíl foreldra okkar. Við höfum upplifað breytingar sem við lengi vel héldum að væru eingöngu framfarir. Annað hefur komið á daginn. Þessar svokölluðu framfarir í lífskjörum gætu orðið dýru verði keyptar: reikningurinn lendir á komandi kynslóðum, barnabörnunum okkar. Við viljum leggja okkar lóð á vogaskálarnar til að þær breytingar sem þarf að innleiða komist sem fyrst til framkvæmda. Aldin er þekkingarsamfélag sem sprettur úr hópi náttúruunnenda og sérfræðinga sem hafa lifað langa starfsævi og búa að fjölbreyttri reynslu. Skipulag starfsins er frjálslegt og lagar sig að verkefnum á hverjum tíma en hefur að markmiði að miðla þekkingu og knýja á um raunhæfar lausnir í loftslagsmálum. Við erum viðbótarliðsveit við mikilvæg umhverfisverndarsamtök eins og Landvernd, Unga umhverfisverndarsinna og Náttúruverndarsamtök Íslands. Við höfum átt reglulega fundi undanfarin misseri, fræðst og rætt um hinar ýmsu hliðar hamfarahlýnunar og nauðsynlegar aðgerðir til að sporna við henni. En við gerum meira en að ræða vandann. Við ætlum okkur að vekja athygli á því hvernig stjórnvöldum, atvinnulífinu og almenningi gengur að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig hvernig Íslandi gengur að standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og að ná markmiðum sínum. Og við munum líka vekja athygli á því sem vel er gert og er til eftirbreytni. Aldin tekur þátt í Loftslagsdeginum í Hörpu 28. maí og veitir þar upplýsingar um hreyfinguna . Höfundar sitja í stýrihópi Aldins, eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar