Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 19:16 Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Vísir/Rúnar Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Fyrir helgi var greint frá því að lögregla hefði hert leit að manni sem veist hefur að börnum í Hafnarfirði, alls fjórum sinnum. Fyrsta atvikið átti sér stað við Víðistaðatún í upphafi mánaðar. Viku síðar kom upp mál við Engidalsskóla, fyrir rúmri viku var karlmaður sagður hafa elt barn og boðið því nammi. Síðastliðinn miðvikudag veittist maður að stúlku á göngustíg skammt frá Víðistaðaskóla. Skipta sér niður á skólalóðina Foreldrafélag Víðistaðaskóla hefur stóreflt foreldrarölt sitt vegna málsins, á meðan lögregla leitar mannsins. „Við ákváðum að gera það á fimmtudaginn í síðustu viku og skipulögðum foreldrarölt. Við erum að hittast hér við inngang Víðistaðaskóla hálf átta á morgnana, kannski sex til átta foreldrar, og skiptum okkur niður á skólalóðina og erum til staðar börnin okkar,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Fleiri foreldrafélög hafi gert sams konar ráðstafanir. „Ég veit að foreldrafélag Engidalsskóla gerði þetta líka, ákvað að hafa foreldravakt að morgni og líka seinni partinn. Það er eitthvað sem við munum skoða líka, hvort það sé þörf á því.“ Börnin mætist á miðri leið Björn á sjálfur þrjú börn í Víðistaðaskóla, og segir málið hafa mjög slæm áhrif á foreldra. „Þeir foreldrar sem eiga þessi börn sem hafa lent í þessu, ég hef rætt aðeins við þau. Þau eru mjög slegin, þetta er mjög erfitt fyrir þau.“ Börnin í skólanum séu afar meðvituð um málið, og finnist það óþægilegt. „Skólastjórinn sagði fyrir helgi að sum börn hafi bara brostið í grát og meira að segja ekki viljað fara út í frímínútur, sem er mjög leiðinlegt. Ég veit að skólinn hefur aukið eftirlit í frímínútum, það fara fleiri kennarar út, og við þökkum kærlega fyrir það. Ég veit að mörg börnin eiga erfitt með að labba til vina sinna, bara núna um helgina. Þau hafa þá gert það að labba á móti hvort öðru eða fengið eldra systkini með. Þannig að þetta er allt mjög skrýtið,“ segir Björn. Foreldrar voni að maðurinn náist, og komist undir læknis hendur. „Við vitum að lögreglan hefur stóraukið eftirlit hérna, við höfum séð þá, bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir hér í kringum skólann, og tekið röltið með okkur á foreldravaktinni. Við þökkum fyrir það.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Fyrir helgi var greint frá því að lögregla hefði hert leit að manni sem veist hefur að börnum í Hafnarfirði, alls fjórum sinnum. Fyrsta atvikið átti sér stað við Víðistaðatún í upphafi mánaðar. Viku síðar kom upp mál við Engidalsskóla, fyrir rúmri viku var karlmaður sagður hafa elt barn og boðið því nammi. Síðastliðinn miðvikudag veittist maður að stúlku á göngustíg skammt frá Víðistaðaskóla. Skipta sér niður á skólalóðina Foreldrafélag Víðistaðaskóla hefur stóreflt foreldrarölt sitt vegna málsins, á meðan lögregla leitar mannsins. „Við ákváðum að gera það á fimmtudaginn í síðustu viku og skipulögðum foreldrarölt. Við erum að hittast hér við inngang Víðistaðaskóla hálf átta á morgnana, kannski sex til átta foreldrar, og skiptum okkur niður á skólalóðina og erum til staðar börnin okkar,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Fleiri foreldrafélög hafi gert sams konar ráðstafanir. „Ég veit að foreldrafélag Engidalsskóla gerði þetta líka, ákvað að hafa foreldravakt að morgni og líka seinni partinn. Það er eitthvað sem við munum skoða líka, hvort það sé þörf á því.“ Börnin mætist á miðri leið Björn á sjálfur þrjú börn í Víðistaðaskóla, og segir málið hafa mjög slæm áhrif á foreldra. „Þeir foreldrar sem eiga þessi börn sem hafa lent í þessu, ég hef rætt aðeins við þau. Þau eru mjög slegin, þetta er mjög erfitt fyrir þau.“ Börnin í skólanum séu afar meðvituð um málið, og finnist það óþægilegt. „Skólastjórinn sagði fyrir helgi að sum börn hafi bara brostið í grát og meira að segja ekki viljað fara út í frímínútur, sem er mjög leiðinlegt. Ég veit að skólinn hefur aukið eftirlit í frímínútum, það fara fleiri kennarar út, og við þökkum kærlega fyrir það. Ég veit að mörg börnin eiga erfitt með að labba til vina sinna, bara núna um helgina. Þau hafa þá gert það að labba á móti hvort öðru eða fengið eldra systkini með. Þannig að þetta er allt mjög skrýtið,“ segir Björn. Foreldrar voni að maðurinn náist, og komist undir læknis hendur. „Við vitum að lögreglan hefur stóraukið eftirlit hérna, við höfum séð þá, bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir hér í kringum skólann, og tekið röltið með okkur á foreldravaktinni. Við þökkum fyrir það.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent