Lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar Guðmundur Björnsson skrifar 26. maí 2024 11:00 Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum. Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir: 1. Tímasparnaður og þægindi Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina. 2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa. 3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða. 4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar. 5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa. Kostnaður við verkefnið Heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra). Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi. Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu? Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat. En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk? Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar? Höfundur er ferðmálafræðingur og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Reykjavík Guðmundur Björnsson Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðna um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar er rétt að rifja upp frábæra hugmynd um lestarsamgöngur, Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016. Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum. Helstu kostir verkefnisins, byggt á gögnum sem liggja fyrir, eru sagðir þessir: 1. Tímasparnaður og þægindi Með hraðlest, sem getur náð allt að 250 km/klst hraða, tekur ferðin frá Keflavíkurflugvelli til miðborgar Reykjavíkur einungis 15-18 mínútur. Þetta er gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla, sem taka oft yfir klukkustund í ferðina. 2. Aukin afkastageta og áreiðanleiki Lestin á að geta flutt 2400 farþega á klukkustund og ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum. Þetta mun tryggja stöðugleika og áreiðanleika í samgöngum, sem er mikilvægt fyrir bæði ferðamenn og íbúa. 3. Umhverfisáhrif Ein af helstu rökum fyrir því að byggja upp lestarsamgöngur væri að draga úr útblæstri og mengun. Rafmagnslestir eru mun umhverfisvænni en bílar og rútur, sem nota jarðefnaeldsneyti. Með því að minnka umferð á Reykjanesbrautinni, sem er ein helsta leiðin milli Reykjavíkur og Keflavíkur, er einnig hægt að bæta loftgæði og draga úr hávaða. 4. Efnahagslegur ávinningur Samkvæmt skýrslum var gert ráð fyrir að hraðlestin muni skila allt að 13,5 milljörðum króna á fyrsta ári. Þetta væru ekki aðeins tekjur frá farþegum, heldur einnig frá aukinni ferðamennsku og tengdri þjónustu sem myndi blómstra í kringum lestarstöðvarnar. Einnig var áætlað að verkefnið muni skapa fjölda starfa, bæði á byggingartíma og við rekstur lestarinnar. 5. Bætt aðgengi fyrir íbúa Lestin á að tengja saman byggðir Reykjanesskagans og höfuðborgarsvæðisins, sem gerð það auðveldara fyrir fólk að ferðast til vinnu, skóla og annarra daglegra verkefna. Þetta myndi þannig stuðla að betra jafnvægi á milli atvinnu- og búsetusvæða og auka lífsgæði íbúa. Kostnaður við verkefnið Heildarkostnaðurinn við að byggja hraðlestina var áætlaður um 105 milljarðar króna (758 milljónir evra). Þessi kostnaður næði yfir alla undirbúningsvinnu, skipulag, umhverfismat, hönnun, landakaup og framkvæmdir. Saga hugmyndarinnar Hugmyndir um lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar hafa verið til umræðu í nokkra áratugi. Árið 2001 lét Orkuveita Reykjavíkur gera skýrslu um möguleika á lagningu hraðlestar. Í kjölfarið hafa fleiri skýrslur og rannsóknir verið gerðar, þar á meðal skýrsla frá Reykjavíkurborg og Samgönguráðuneytinu árið 2008. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) var verið virkur þátttakandi í þessari vinnu og skoðaði ýmsa möguleika, þar á meðal að samþætta lestarsamgöngur frá Keflavíkurflugvelli við leiðarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2016 kom hugmyndin um Lava Express fram, þegar áætlanir um hraðlest milli Keflavíkur og Reykjavíkur voru kynntar. Þetta markaði upphaf nýrrar bylgju áhuga á verkefninu um tíma, en síðan þá hefur lítið spurst til verkefnisins. Niðurstaða og spurningin: Af hverju er ekki byrjað á þessu? Þrátt fyrir alla þessa kosti sem nefndir hafa verið hefur framkvæmdin ekki hafist. Etv. er ein helsta ástæðan fyrir því umfang og flókin undirbúningsvinna sem fylgir slíku risaverkefni. Þar að auki þarf að tryggja fjármögnun, samþykki sveitarfélaga og fara í gegnum ítarlegt umhverfismat. En arðsemin og hagræðið af slíku verkefni er augljóst. Því væri forvitnilegt að vita hvað tefur þetta framfaraverk? Hvers vegna hefur þetta verkefni ekki hafist? Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu? Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina. Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar? Höfundur er ferðmálafræðingur og leiðsögumaður.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun