„Slökkvum bara á okkur“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. maí 2024 18:45 Það gengur illa hjá lærisveinum Greggs Ryder að tengja saman tvo sigra. Vísir/Anton Brink KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tilfinningin er eins og eftir tap. Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik. Við sýndum ákveðin gæði í okkar leik sóknarlega. Mér fannst við ekki frábærir. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að vera betri í seinni hálfleik. Síðan missum við einbeitingu í seinni hálfleik og gefum þeim léleg mörk.“ sagði Gregg Oliver Ryder þjálfari KR eftir tapið. Eins og áður segir voru KR komnir í kjörstöðu í hálfleik en fá á sig ódýr tvö mörk. Hvað gerist hjá KR? „Við slökkvum bara á okkur, það er ein leið til að útskýra þetta. Við fáum auðvitað seinna markið úr föstu leikatriði og við bara missum einbeitinguna. Það er eitthvað sem við megum ekki gera og verðum að halda einbeitingunni í 90 mínútur. Við gerðum það gegn FH í síðustu viku en ekki í dag og það er líka skortur á stöðugleika.“ sagði Gregg ósáttur. Á 70 mínútu tók Gregg þá Theodór Elmar og Aron Sigurðarson út af sem höfðu borið sóknarleik KR uppi. Hvað olli þessari skiptingu? „Þeir eru búnir að vera frá lengi og eru að komast í form. Gátu ekki spilað meira í dag og voru búnir að gefa allt sem þeir áttu. Þeir áttu frábæran leik í dag en gátu ekki spilað meira. Vonandi erum við að nálgast það með hverjum leiknum að þeir geti spilað 90 mínútur.“ KR hefur einungis náð í eitt stig á sínum heimavelli á þessu tímabili þetta hlýtur að vera óásættanleg niðurstaða. „Já það eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er ekki eins og menn séu hræddir að spila hérna eða eitthvað. Það er eins og það sé einhver andleg stífla sem kemur í veg fyrir að við klárum leiki eins og hér í dag.“ Fyrra mark Vestra var úr víti eftir að Guy Smit braut á Silas leikmanni Vestra. Smit hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og gert ófá mistök. Er staða hans í hættu? „Ég verð að segja að áður en að hann brýtur á honum eru 2-3 mistök sem vörnin gerir sem kemur Vestra í þessa stöðu. Þarf að sjá þetta aftur til að meta.“ sagði Ryder að lokum Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tilfinningin er eins og eftir tap. Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik. Við sýndum ákveðin gæði í okkar leik sóknarlega. Mér fannst við ekki frábærir. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að vera betri í seinni hálfleik. Síðan missum við einbeitingu í seinni hálfleik og gefum þeim léleg mörk.“ sagði Gregg Oliver Ryder þjálfari KR eftir tapið. Eins og áður segir voru KR komnir í kjörstöðu í hálfleik en fá á sig ódýr tvö mörk. Hvað gerist hjá KR? „Við slökkvum bara á okkur, það er ein leið til að útskýra þetta. Við fáum auðvitað seinna markið úr föstu leikatriði og við bara missum einbeitinguna. Það er eitthvað sem við megum ekki gera og verðum að halda einbeitingunni í 90 mínútur. Við gerðum það gegn FH í síðustu viku en ekki í dag og það er líka skortur á stöðugleika.“ sagði Gregg ósáttur. Á 70 mínútu tók Gregg þá Theodór Elmar og Aron Sigurðarson út af sem höfðu borið sóknarleik KR uppi. Hvað olli þessari skiptingu? „Þeir eru búnir að vera frá lengi og eru að komast í form. Gátu ekki spilað meira í dag og voru búnir að gefa allt sem þeir áttu. Þeir áttu frábæran leik í dag en gátu ekki spilað meira. Vonandi erum við að nálgast það með hverjum leiknum að þeir geti spilað 90 mínútur.“ KR hefur einungis náð í eitt stig á sínum heimavelli á þessu tímabili þetta hlýtur að vera óásættanleg niðurstaða. „Já það eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er ekki eins og menn séu hræddir að spila hérna eða eitthvað. Það er eins og það sé einhver andleg stífla sem kemur í veg fyrir að við klárum leiki eins og hér í dag.“ Fyrra mark Vestra var úr víti eftir að Guy Smit braut á Silas leikmanni Vestra. Smit hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og gert ófá mistök. Er staða hans í hættu? „Ég verð að segja að áður en að hann brýtur á honum eru 2-3 mistök sem vörnin gerir sem kemur Vestra í þessa stöðu. Þarf að sjá þetta aftur til að meta.“ sagði Ryder að lokum
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki