„Slökkvum bara á okkur“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 25. maí 2024 18:45 Það gengur illa hjá lærisveinum Greggs Ryder að tengja saman tvo sigra. Vísir/Anton Brink KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tilfinningin er eins og eftir tap. Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik. Við sýndum ákveðin gæði í okkar leik sóknarlega. Mér fannst við ekki frábærir. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að vera betri í seinni hálfleik. Síðan missum við einbeitingu í seinni hálfleik og gefum þeim léleg mörk.“ sagði Gregg Oliver Ryder þjálfari KR eftir tapið. Eins og áður segir voru KR komnir í kjörstöðu í hálfleik en fá á sig ódýr tvö mörk. Hvað gerist hjá KR? „Við slökkvum bara á okkur, það er ein leið til að útskýra þetta. Við fáum auðvitað seinna markið úr föstu leikatriði og við bara missum einbeitinguna. Það er eitthvað sem við megum ekki gera og verðum að halda einbeitingunni í 90 mínútur. Við gerðum það gegn FH í síðustu viku en ekki í dag og það er líka skortur á stöðugleika.“ sagði Gregg ósáttur. Á 70 mínútu tók Gregg þá Theodór Elmar og Aron Sigurðarson út af sem höfðu borið sóknarleik KR uppi. Hvað olli þessari skiptingu? „Þeir eru búnir að vera frá lengi og eru að komast í form. Gátu ekki spilað meira í dag og voru búnir að gefa allt sem þeir áttu. Þeir áttu frábæran leik í dag en gátu ekki spilað meira. Vonandi erum við að nálgast það með hverjum leiknum að þeir geti spilað 90 mínútur.“ KR hefur einungis náð í eitt stig á sínum heimavelli á þessu tímabili þetta hlýtur að vera óásættanleg niðurstaða. „Já það eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er ekki eins og menn séu hræddir að spila hérna eða eitthvað. Það er eins og það sé einhver andleg stífla sem kemur í veg fyrir að við klárum leiki eins og hér í dag.“ Fyrra mark Vestra var úr víti eftir að Guy Smit braut á Silas leikmanni Vestra. Smit hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og gert ófá mistök. Er staða hans í hættu? „Ég verð að segja að áður en að hann brýtur á honum eru 2-3 mistök sem vörnin gerir sem kemur Vestra í þessa stöðu. Þarf að sjá þetta aftur til að meta.“ sagði Ryder að lokum Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
KR gerði 2-2 jafntefli við Vestra í 8. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Heimamenn í KR voru komnir í 2-0 stöðu í fyrri hálfleik en gestirnir skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í seinni hálfleik og niðurstaðan 2-2 jafntefli. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði og tilfinningin er eins og eftir tap. Mér fannst við fínir í fyrri hálfleik. Við sýndum ákveðin gæði í okkar leik sóknarlega. Mér fannst við ekki frábærir. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að vera betri í seinni hálfleik. Síðan missum við einbeitingu í seinni hálfleik og gefum þeim léleg mörk.“ sagði Gregg Oliver Ryder þjálfari KR eftir tapið. Eins og áður segir voru KR komnir í kjörstöðu í hálfleik en fá á sig ódýr tvö mörk. Hvað gerist hjá KR? „Við slökkvum bara á okkur, það er ein leið til að útskýra þetta. Við fáum auðvitað seinna markið úr föstu leikatriði og við bara missum einbeitinguna. Það er eitthvað sem við megum ekki gera og verðum að halda einbeitingunni í 90 mínútur. Við gerðum það gegn FH í síðustu viku en ekki í dag og það er líka skortur á stöðugleika.“ sagði Gregg ósáttur. Á 70 mínútu tók Gregg þá Theodór Elmar og Aron Sigurðarson út af sem höfðu borið sóknarleik KR uppi. Hvað olli þessari skiptingu? „Þeir eru búnir að vera frá lengi og eru að komast í form. Gátu ekki spilað meira í dag og voru búnir að gefa allt sem þeir áttu. Þeir áttu frábæran leik í dag en gátu ekki spilað meira. Vonandi erum við að nálgast það með hverjum leiknum að þeir geti spilað 90 mínútur.“ KR hefur einungis náð í eitt stig á sínum heimavelli á þessu tímabili þetta hlýtur að vera óásættanleg niðurstaða. „Já það eru gríðarleg vonbrigði. Þetta er ekki eins og menn séu hræddir að spila hérna eða eitthvað. Það er eins og það sé einhver andleg stífla sem kemur í veg fyrir að við klárum leiki eins og hér í dag.“ Fyrra mark Vestra var úr víti eftir að Guy Smit braut á Silas leikmanni Vestra. Smit hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og gert ófá mistök. Er staða hans í hættu? „Ég verð að segja að áður en að hann brýtur á honum eru 2-3 mistök sem vörnin gerir sem kemur Vestra í þessa stöðu. Þarf að sjá þetta aftur til að meta.“ sagði Ryder að lokum
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira