Ómetanleg leiðsögn Magnús Ingi Óskarsson skrifar 25. maí 2024 07:30 Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Hún byrjaði á að vinna með einstaklingana og hjálpa þeim að þekkja persónuleika sinn og hvernig þeir vildu vinna. Síðan vann hún að því að byggja teymi og að lokum að móta gildi fyrirtækisins sjálfs. Þessi gildi, “Gagnkvæmur ávinningur” (e: Mutual Success) og “Gleði” (e: Enjoyment) urðu hornsteinar starfseminnar og við notuðum þau alls staðar í starfinu og sérstaklega þegar við töluðum við viðskiptavini um það að þeirra árangur væri okkar ávinningur. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni. Eftir að við seldum fyrirtækið til Sabre, stórs amerísks fyrirtækis, árið 2010 varð þessi sterka menning til þess að stjórnendur þar sáu virðið í að reka litla skrifstofu uppi á Íslandi þegar einfaldast hefði verið að loka og færa starfsemina annað innan Sabre. En þessi vinnustaður sem fæstir vita af hefur haldið uppi 30-50 störfum og skapað milljarð á ári í gjaldeyristekjur í 14 ár eftir söluna. Eftir að Halla sleppti af okkur hendinni hef ég fylgst með henni takast á við sífellt stærri verkefni. Alls staðar af sömu ljúfmennsku og gleði, áhuga og krafti. Hún lætur hlutina gerast hvar sem hún kemur. Hún byggði upp eigið fyrirtæki og var í stjórnum annarra, örlát á tíma sinn og hugmyndir, og var til dæmis ein af þeim sem efndi til Þjóðfundarins 2009 þar sem slembiúrtak þjóðarinnar kom saman í Laugardalshöll til að tala saman og greina á hvaða gildum þjóðin vildi byggja og hver framtíðarsýn hennar væri. Hún segir sjálf að enginn geri neitt einn. Ég hef dáðst að því hversu auðvelt hún á með að fá fólk með sér og að leiða saman fólk með mismunandi skoðanir og hagsmuni og fá það til að tala saman og móta sameiginlega sýn. Ekki veitir okkur af í þessum heimi þar sem gjáin milli mismunandi skoðana dýpkar sífellt og enginn talar við önnur en þau sem eru saman sinnis. Síðustu 6 ár hefur Halla sem forstjóri B-Team fengist við mörg stærstu viðfangsefni samtímans eins og jafnrétti á breiðum grunni, heiðarleika í viðskiptum, og ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum. Nú í mars 2024 valdi Reuters, ein virtasta fréttastofa heims, Höllu sem eina af 20 áhrifamestu konum heims í loftslags- og umhverfismálum. Það er ekki annað hægt en hrífast af Höllu og einlægum áhuga hennar á að vinna þjóð sinni gagn og gera heiminn betri. Og ekki síður af orkunni sem hún hefur og því sem hún kemur í verk. Halla er heillandi leiðtogi sem við Íslendingar getum verið stolt af. Ég get sjálfur ekki hugsað mér betri forseta fyrir Ísland. Við Íslendingar kjósum hvorki flokk né stefnu þegar við kjósum forseta, við kjósum einstakling sem við treystum og getum verið stolt af. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Höllu og helst að mæta á fund hjá henni og mynda ykkur sjálf skoðun á hæfni hennar sem forseta. Og fyrir alla muni mætið á kjörstað og nýtið kosningaréttinn. Höfundur er frumkvöðull og vinnur hjá KLAK við að hjálpa sprotafyrirtækjum að skjóta rótum, vaxa og verða stór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi. Halla vann kraftaverk við að hjálpa okkur að byggja upp öfluga fyrirtækjamenningu og liðsheild, byggða á góðum gildum. Hún byrjaði á að vinna með einstaklingana og hjálpa þeim að þekkja persónuleika sinn og hvernig þeir vildu vinna. Síðan vann hún að því að byggja teymi og að lokum að móta gildi fyrirtækisins sjálfs. Þessi gildi, “Gagnkvæmur ávinningur” (e: Mutual Success) og “Gleði” (e: Enjoyment) urðu hornsteinar starfseminnar og við notuðum þau alls staðar í starfinu og sérstaklega þegar við töluðum við viðskiptavini um það að þeirra árangur væri okkar ávinningur. Án þessarar sterku menningar hefðum við aldrei náð þeim árangri sem við náðum og líklega farið á hausinn þegar kreppti að í starfseminni. Eftir að við seldum fyrirtækið til Sabre, stórs amerísks fyrirtækis, árið 2010 varð þessi sterka menning til þess að stjórnendur þar sáu virðið í að reka litla skrifstofu uppi á Íslandi þegar einfaldast hefði verið að loka og færa starfsemina annað innan Sabre. En þessi vinnustaður sem fæstir vita af hefur haldið uppi 30-50 störfum og skapað milljarð á ári í gjaldeyristekjur í 14 ár eftir söluna. Eftir að Halla sleppti af okkur hendinni hef ég fylgst með henni takast á við sífellt stærri verkefni. Alls staðar af sömu ljúfmennsku og gleði, áhuga og krafti. Hún lætur hlutina gerast hvar sem hún kemur. Hún byggði upp eigið fyrirtæki og var í stjórnum annarra, örlát á tíma sinn og hugmyndir, og var til dæmis ein af þeim sem efndi til Þjóðfundarins 2009 þar sem slembiúrtak þjóðarinnar kom saman í Laugardalshöll til að tala saman og greina á hvaða gildum þjóðin vildi byggja og hver framtíðarsýn hennar væri. Hún segir sjálf að enginn geri neitt einn. Ég hef dáðst að því hversu auðvelt hún á með að fá fólk með sér og að leiða saman fólk með mismunandi skoðanir og hagsmuni og fá það til að tala saman og móta sameiginlega sýn. Ekki veitir okkur af í þessum heimi þar sem gjáin milli mismunandi skoðana dýpkar sífellt og enginn talar við önnur en þau sem eru saman sinnis. Síðustu 6 ár hefur Halla sem forstjóri B-Team fengist við mörg stærstu viðfangsefni samtímans eins og jafnrétti á breiðum grunni, heiðarleika í viðskiptum, og ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum. Nú í mars 2024 valdi Reuters, ein virtasta fréttastofa heims, Höllu sem eina af 20 áhrifamestu konum heims í loftslags- og umhverfismálum. Það er ekki annað hægt en hrífast af Höllu og einlægum áhuga hennar á að vinna þjóð sinni gagn og gera heiminn betri. Og ekki síður af orkunni sem hún hefur og því sem hún kemur í verk. Halla er heillandi leiðtogi sem við Íslendingar getum verið stolt af. Ég get sjálfur ekki hugsað mér betri forseta fyrir Ísland. Við Íslendingar kjósum hvorki flokk né stefnu þegar við kjósum forseta, við kjósum einstakling sem við treystum og getum verið stolt af. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur Höllu og helst að mæta á fund hjá henni og mynda ykkur sjálf skoðun á hæfni hennar sem forseta. Og fyrir alla muni mætið á kjörstað og nýtið kosningaréttinn. Höfundur er frumkvöðull og vinnur hjá KLAK við að hjálpa sprotafyrirtækjum að skjóta rótum, vaxa og verða stór.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun