Í dag var samantektarskýrsla KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskrar knattspyrnu gefin út og kynnt. Í skýrslunni voru ársreikningar félaganna sem léku í efstu deild karla og kvenna 2019-23 greindir.
Ýmissa grasa kennir í skýrslunni sem má nálgast hér með því að smella hér. Þar kemur meðal annars fram hversu mikið félögin greiddu í sektir vegna agamála. Alls voru það 1,762 milljónir króna.
Víkingur greiddi langmest í sektir vegna agamála 2023, eða 448 þúsund krónur. Næst kom KA með 240 þúsund og þar á eftir ÍBV með 216 þúsund. Stjarnan greiddi tvö hundruð þúsund og FH 158 þúsund.
Víkingur greiddi 48 þúsund í leiksektir, fimmtíu þúsund í kærumál og 350 þúsund í önnur agamál.
Tindastóll greiddi minnst, eða tólf þúsund krónur. HK, Leiknir R. og Valur greiddu tuttugu þúsund hvert félag.
Keflavík fékk flest refsistig (24) árið 2023 og ÍBV næstflest (22).