Vegna hvers kýs ég Katrínu Jón Kristjánsson skrifar 24. maí 2024 13:45 Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var. Í öðru lagi finnst mér málflutningur hennar vera öfgalaus og um grundvallaratriði eins og lýðræði, jafnrétti og friðsamlega sambúð, menningarmál og svo mætti lengi telja. Í þriðja lagi hefur hún sýnt það sem forsætisráðherra í sjö ár að hún hefur einstaka hæfileika til þess að halda ólíkum öflum saman. Í fjórða lagi tekur hún samstarf okkar við aðrar þjóðir alvarlega og hafði forystu um að við Íslendingar ræktum skyldur okkar í því efni. Katrín kemur beint úr stjórnmálum í forsetaframboðið. Það gerir það að verkum að hún dregst inn í umræður um stjórnmál, en það er ekki alltaf tekið með í reikninginn að ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald og enginn ráðherra hefur einræðisvald um einstök mál. Það verður að taka tilltit til þess að ríkisstjórnin hefur orðið að glíma við afar erfið mál síðustu árin, eins og heimsfaraldur, náttúruhamfarir og afleiðingar af þessum hörmungum. Því hefur verið haldið fram að það sé jafnvel stjórnarskrárbrot að fara beint úr forsætisráðuneytinu í framboð til forseta Íslands. Það er auðvitað víðsfjarri. Þvert á móti hefur einstaklingur sem hefur í sjö ár gengt embætti forsætisráðherrra yfirburða reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu sem kæmi honum til góða í embætti forseta Íslands. Því hefur einnig verið haldið fram að óeðlilega mikið af stjórnmálamönnum styðji Katrínu og framboð hennar sé litað af þeim og elítu af hægri væng stjórnmálanna. Sjálfur vann ég í stjórnmálum í um það bil þrjátíu ár sem varaþingmaður, þingmaður og ráðherra, en mér er eiður sær að aldrei missti ég tilfinninguna fyrir því að vera sveitamaður að norðan og austan, hluti af alþýðufólki sem ég átti allt undir. Skipting þjóðarinnar í umræðu fólks í alþýðu manna og elítu er stórvarasöm og ýtir undir fyrirbrigði sem nú er kallað skautun. Katrín mundi vinna á móti slíkri þróun. Það er ég fullviss um. Það er ekkert auðvelt að vera í framboði þar sem allt beinist að viðkomandi persónu en ekki framboðslistum eins og í Alþingiskosningum. Katrín hefur verið einstaklega dugleg að ferðast um alllt land til að hitta fólk og það hafa aðrir frambjóðendur verið líka. Hins vegar hef ég tekið vel eftir því hvað hún er greinileg í svörum, svarar ítarlega og hreint út af yfirgripsmikilli þekkingu. Ekki spillir fyrir í þessu efni að hún er glaðleg og þægileg í viðmóti. Þetta eru nokkur atriði sem eru þess valdandi að ég styð Katrínu til embættis forseta Ísland. Ég vona að umræðan á lokasprettinum einkennist af þeirri virðingu sem embættið á skilið. Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var. Í öðru lagi finnst mér málflutningur hennar vera öfgalaus og um grundvallaratriði eins og lýðræði, jafnrétti og friðsamlega sambúð, menningarmál og svo mætti lengi telja. Í þriðja lagi hefur hún sýnt það sem forsætisráðherra í sjö ár að hún hefur einstaka hæfileika til þess að halda ólíkum öflum saman. Í fjórða lagi tekur hún samstarf okkar við aðrar þjóðir alvarlega og hafði forystu um að við Íslendingar ræktum skyldur okkar í því efni. Katrín kemur beint úr stjórnmálum í forsetaframboðið. Það gerir það að verkum að hún dregst inn í umræður um stjórnmál, en það er ekki alltaf tekið með í reikninginn að ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald og enginn ráðherra hefur einræðisvald um einstök mál. Það verður að taka tilltit til þess að ríkisstjórnin hefur orðið að glíma við afar erfið mál síðustu árin, eins og heimsfaraldur, náttúruhamfarir og afleiðingar af þessum hörmungum. Því hefur verið haldið fram að það sé jafnvel stjórnarskrárbrot að fara beint úr forsætisráðuneytinu í framboð til forseta Íslands. Það er auðvitað víðsfjarri. Þvert á móti hefur einstaklingur sem hefur í sjö ár gengt embætti forsætisráðherrra yfirburða reynslu og þekkingu á stjórnkerfinu sem kæmi honum til góða í embætti forseta Íslands. Því hefur einnig verið haldið fram að óeðlilega mikið af stjórnmálamönnum styðji Katrínu og framboð hennar sé litað af þeim og elítu af hægri væng stjórnmálanna. Sjálfur vann ég í stjórnmálum í um það bil þrjátíu ár sem varaþingmaður, þingmaður og ráðherra, en mér er eiður sær að aldrei missti ég tilfinninguna fyrir því að vera sveitamaður að norðan og austan, hluti af alþýðufólki sem ég átti allt undir. Skipting þjóðarinnar í umræðu fólks í alþýðu manna og elítu er stórvarasöm og ýtir undir fyrirbrigði sem nú er kallað skautun. Katrín mundi vinna á móti slíkri þróun. Það er ég fullviss um. Það er ekkert auðvelt að vera í framboði þar sem allt beinist að viðkomandi persónu en ekki framboðslistum eins og í Alþingiskosningum. Katrín hefur verið einstaklega dugleg að ferðast um alllt land til að hitta fólk og það hafa aðrir frambjóðendur verið líka. Hins vegar hef ég tekið vel eftir því hvað hún er greinileg í svörum, svarar ítarlega og hreint út af yfirgripsmikilli þekkingu. Ekki spillir fyrir í þessu efni að hún er glaðleg og þægileg í viðmóti. Þetta eru nokkur atriði sem eru þess valdandi að ég styð Katrínu til embættis forseta Ísland. Ég vona að umræðan á lokasprettinum einkennist af þeirri virðingu sem embættið á skilið. Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar