Gjöf sem gefur Halla Tómasdóttir skrifar 24. maí 2024 14:00 Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. Haustið 2008 ætlaði hann að hætta störfum, fara á eftirlaun og njóta rólegri daga eftir annasama ævi. Því miður fór það ekki svo, því hann greindist með krabbamein og kvaddi okkur rúmlega viku síðar. Í okkar síðasta samtali minnti pabbi mig á mikilvægi þess að sýna eldra fólki virðingu og meta að verðleikum reynslu þess og visku. Hann bað mig að gleyma því ekki að íslenskt samfélag er byggt á árangri þeirra sem á undan okkur fóru. Ég hef undanfarnar vikur lagt mig fram um að efna heit mitt og hef heimsótt fjölda eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í þjónustuíbúðum. Ég hef átt mörg skemmtileg samtöl við fólk sem fylgist vel með og hefur einlægan áhuga á samfélagsmiðlum. Dökka hliðin er hins vegar sú að margir eru einmana og hafa fjárhagsáhyggjur. Forseti hefur ekki völd til að leysa fjárhagsvanda eldri borgara, en getur sannarlega hlustað, vakið máls á þessum vanda og hvatt til úrbóta. Við sem byggjum á því sem eldri kynslóðir lögðu af mörkum, eigum að forða þeim frá fjárhagsáhyggjum á efri árum. Einmanaleiki er böl sem ég tel að við öll þurfum að hjálpast að við að eyða. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vorið 2023 telja um 85% þeirra sem eru 65 ára eða eldri sig vera við góða líkamlega heilsu. Engu að síður er um þriðjungur þessa aldurshóps mjög eða gífurlega einmana. Mest ber á því meðal kvenna sem búa einar. Margir tala um að heimsóknum fari fækkandi og ekki hafa allir þrek til að taka þátt í því fjölbreytta félagslífi sem þessum aldurshópi býðst. Sem forseti mun ég reyna að breyta þessu. Mér finnst okkur bera skylda til að byggja brýr á milli kynslóða. Við eigum að leita leiða til að nýta reynslu og visku þeirra sem eldri eru og tryggja að yngri kynslóðir læri um liðna tíma. Gleymum ekki mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda eða gömlu konunni í næsta húsi, sem við vitum að er mikið ein. Heimsækjum þau. Hringjum í þau. Bjóðum þeim í bíltúr og spjöllum. Spyrjum þau um þeirra líf, um það sem þau muna og við vitum ekki um. Er það ekki dýrmætara en kvöld yfir Netflix? Ég er ekki ein um að naga mig í handarbakið fyrir að hafa ekki notað tækifærið til að læra um það sem gerðist fyrir minn dag. Það sem amma vissi, það sem pabbi mundi, það sem bræður hans upplifuð. Eigum stund með þeim eldri. Það er gjöf sem gefur. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Eldri borgarar Halla Tómasdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. Haustið 2008 ætlaði hann að hætta störfum, fara á eftirlaun og njóta rólegri daga eftir annasama ævi. Því miður fór það ekki svo, því hann greindist með krabbamein og kvaddi okkur rúmlega viku síðar. Í okkar síðasta samtali minnti pabbi mig á mikilvægi þess að sýna eldra fólki virðingu og meta að verðleikum reynslu þess og visku. Hann bað mig að gleyma því ekki að íslenskt samfélag er byggt á árangri þeirra sem á undan okkur fóru. Ég hef undanfarnar vikur lagt mig fram um að efna heit mitt og hef heimsótt fjölda eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í þjónustuíbúðum. Ég hef átt mörg skemmtileg samtöl við fólk sem fylgist vel með og hefur einlægan áhuga á samfélagsmiðlum. Dökka hliðin er hins vegar sú að margir eru einmana og hafa fjárhagsáhyggjur. Forseti hefur ekki völd til að leysa fjárhagsvanda eldri borgara, en getur sannarlega hlustað, vakið máls á þessum vanda og hvatt til úrbóta. Við sem byggjum á því sem eldri kynslóðir lögðu af mörkum, eigum að forða þeim frá fjárhagsáhyggjum á efri árum. Einmanaleiki er böl sem ég tel að við öll þurfum að hjálpast að við að eyða. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vorið 2023 telja um 85% þeirra sem eru 65 ára eða eldri sig vera við góða líkamlega heilsu. Engu að síður er um þriðjungur þessa aldurshóps mjög eða gífurlega einmana. Mest ber á því meðal kvenna sem búa einar. Margir tala um að heimsóknum fari fækkandi og ekki hafa allir þrek til að taka þátt í því fjölbreytta félagslífi sem þessum aldurshópi býðst. Sem forseti mun ég reyna að breyta þessu. Mér finnst okkur bera skylda til að byggja brýr á milli kynslóða. Við eigum að leita leiða til að nýta reynslu og visku þeirra sem eldri eru og tryggja að yngri kynslóðir læri um liðna tíma. Gleymum ekki mömmu og pabba, afa og ömmu, frænku og frænda eða gömlu konunni í næsta húsi, sem við vitum að er mikið ein. Heimsækjum þau. Hringjum í þau. Bjóðum þeim í bíltúr og spjöllum. Spyrjum þau um þeirra líf, um það sem þau muna og við vitum ekki um. Er það ekki dýrmætara en kvöld yfir Netflix? Ég er ekki ein um að naga mig í handarbakið fyrir að hafa ekki notað tækifærið til að læra um það sem gerðist fyrir minn dag. Það sem amma vissi, það sem pabbi mundi, það sem bræður hans upplifuð. Eigum stund með þeim eldri. Það er gjöf sem gefur. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun