Lögregla herðir leitina að karlmanni sem veitist að börnum Kolbeinn Tumi Daðason og Jakob Bjarnar skrifa 23. maí 2024 14:02 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir málið í forgangi hjá lögreglunni enda ómögulegt að hafa annað eins og þetta yfir höfði sér. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjögur tilvik þar sem karlmaður veittist að börnum í Hafnarfirði. Þetta segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Við erum á fullu að rannsaka þessi mál. Með auknu eftirliti, merktum og ómerktum bílum,“ segir Skúli. Hann segir að svona mál komi alltaf upp í gegnum tíðina, af og til og upplifun fólks og þá barna er misjöfn. „Við fáum allskonar tilkynningar um allskonar hluti en við erum ekki að tengja þetta við önnur svæði,“ segir Skúli en ekki liggur einu sinni fyrir hvort málin tengist en Vísir sagði af árás sem 12 ára stúlka varð fyrir í gær. Sú árás var af öðrum toga, þar kom maðurinn aftan að henni. „Þetta veldur óhug og við leggjum mikla áherslu á að upplýsa þetta. Um er að ræða forgangsmál og ekki gott að hafa þetta yfir höfði sér.“ Fyrsta málið átti sér á eða við Víðistaðatún í byrjun mánaðarins og tæpri viku síðar kom upp ámóta mál við Engidalsskóla. Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um karlmann við Lækinn nærri Lækjarskóla og hann sagður elta barn og bjóða því nammi. Og í gærmorgun veittist maður að stúlku á göngustíg á milli Miðvangs og Víðistaðaskóla, rétt utan þess svæðis sem öryggismyndavélar skólans ná til. „Málin hafa valdið áhyggjum, eðlilega, en lögreglan hefur aukið eftirlit sitt í Hafnarfirði vegna þeirra,“ segir í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér. Hún leggur áherslu á að tilkynnt sé um málin eins fljótt og verða má og þá í 112. „Slíkar tilkynningar eru ávallt teknar mjög alvarlega og hjálpa lögreglu að bregðast hratt við. Berist þær (tilkynningar) nokkrum klukkutímum eftir atvik, eða daginn eftir, torveldar það leitina að gerandanum. Að endingu er minnt á að betra er að hringja í lögregluna einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Við erum á fullu að rannsaka þessi mál. Með auknu eftirliti, merktum og ómerktum bílum,“ segir Skúli. Hann segir að svona mál komi alltaf upp í gegnum tíðina, af og til og upplifun fólks og þá barna er misjöfn. „Við fáum allskonar tilkynningar um allskonar hluti en við erum ekki að tengja þetta við önnur svæði,“ segir Skúli en ekki liggur einu sinni fyrir hvort málin tengist en Vísir sagði af árás sem 12 ára stúlka varð fyrir í gær. Sú árás var af öðrum toga, þar kom maðurinn aftan að henni. „Þetta veldur óhug og við leggjum mikla áherslu á að upplýsa þetta. Um er að ræða forgangsmál og ekki gott að hafa þetta yfir höfði sér.“ Fyrsta málið átti sér á eða við Víðistaðatún í byrjun mánaðarins og tæpri viku síðar kom upp ámóta mál við Engidalsskóla. Síðastliðinn föstudag var tilkynnt um karlmann við Lækinn nærri Lækjarskóla og hann sagður elta barn og bjóða því nammi. Og í gærmorgun veittist maður að stúlku á göngustíg á milli Miðvangs og Víðistaðaskóla, rétt utan þess svæðis sem öryggismyndavélar skólans ná til. „Málin hafa valdið áhyggjum, eðlilega, en lögreglan hefur aukið eftirlit sitt í Hafnarfirði vegna þeirra,“ segir í tilkynningu sem lögreglan sendi frá sér. Hún leggur áherslu á að tilkynnt sé um málin eins fljótt og verða má og þá í 112. „Slíkar tilkynningar eru ávallt teknar mjög alvarlega og hjálpa lögreglu að bregðast hratt við. Berist þær (tilkynningar) nokkrum klukkutímum eftir atvik, eða daginn eftir, torveldar það leitina að gerandanum. Að endingu er minnt á að betra er að hringja í lögregluna einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira