Ég kýs Baldur Guðrún Rögnvaldardóttir skrifar 22. maí 2024 21:00 Ég er svo heppin að eiga dóttur sem er lesbía. Í gegnum hana og störf okkar beggja innan hinsegin samfélagsins hef ég kynnst svo mörgu yndislegu fólki og lært svo margt um samfélagið okkar sem mér var áður hulið. Dóttir mín var um tíma í stjórn félags hinsegin stúdenta – félagsins sem stofnað var að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar og fleiri. Sjálf var ég um tíma formaður samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, og tók við formennskunni af tengdamóður Baldurs. Ég er svo ofboðslega þakklát þeim mörgu sem ruddu brautina hér á Íslandi hvað varðar réttindamál, sýnileika og viðurkenningu samkynhneigðra og alls hinsegin fólks. Það kostaði mikil átök og miklar fórnir fjölmargra einstaklinga að komast þangað sem við sem samfélag erum í dag. Fyrir þátt Baldurs Þórhallssonar í þessari mannréttindabaráttu – og ekki síður fyrir að lyfta henni upp í tengslum við komandi forsetakosningar – finnst mér hann eiga skilið atkvæði mitt og allra þeirra sem láta sig hag hinsegin fólks varða. Áherslur Baldurs í kosningabaráttunni hugnast mér einnig vel. Málefni landsbyggðarinnar eru honum hugleikin. Hann vill setja mannréttindamál, málefni barna og ungmenna og annarra sem standa höllum fæti í samfélaginu á oddinn. Og auðvitað eru málefni og réttindi hinsegin fólks og fjölskyldna þeirra einnig í fyrirrúmi. En ég myndi líka kjósa Baldur þótt hann væri ekki hommi. Sem stjórnmálafræðingur er Baldur virtur fræðimaður, á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi. Hann gjörþekkir íslenska stjórnmálakerfið og hefur einnig yfirgripsmikla þekkingu á þeim ógnum og tækifærum sem Ísland sem smáríki stendur frammi fyrir. Á mann sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur slíkrar virðingar er hlustað, innanlands sem utan landsteinanna, og það skiptir máli þegar þörf er á að tala máli Íslands. Ég var nemandi Baldurs í HÍ þegar ég var í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu fyrir hátt í tuttugu árum, og fékk hann til að leiðbeina mér í meistaraverkefninu. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að leiðbeina nemanda sem er 10 árum eldri en kennarinn og þykist þar að auki vita allt um efnið, en Baldur reyndist frábær leiðbeinandi. Hann spurði gagnrýninna spurninga en sýndi einnig diplómatíska hæfileika. Hvort tveggja kostir sem forseti þarf að mínu viti að hafa. En mestu máli skiptir að forseti okkar sé góð, heiðarleg og umfram allt einlæg manneskja, sem þjóðin treystir. Baldur Þórhallsson er að mínu mati fremstur meðal margra álitlegra frambjóðenda. Ég kýs því Baldur. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að eiga dóttur sem er lesbía. Í gegnum hana og störf okkar beggja innan hinsegin samfélagsins hef ég kynnst svo mörgu yndislegu fólki og lært svo margt um samfélagið okkar sem mér var áður hulið. Dóttir mín var um tíma í stjórn félags hinsegin stúdenta – félagsins sem stofnað var að frumkvæði Baldurs Þórhallssonar og fleiri. Sjálf var ég um tíma formaður samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, og tók við formennskunni af tengdamóður Baldurs. Ég er svo ofboðslega þakklát þeim mörgu sem ruddu brautina hér á Íslandi hvað varðar réttindamál, sýnileika og viðurkenningu samkynhneigðra og alls hinsegin fólks. Það kostaði mikil átök og miklar fórnir fjölmargra einstaklinga að komast þangað sem við sem samfélag erum í dag. Fyrir þátt Baldurs Þórhallssonar í þessari mannréttindabaráttu – og ekki síður fyrir að lyfta henni upp í tengslum við komandi forsetakosningar – finnst mér hann eiga skilið atkvæði mitt og allra þeirra sem láta sig hag hinsegin fólks varða. Áherslur Baldurs í kosningabaráttunni hugnast mér einnig vel. Málefni landsbyggðarinnar eru honum hugleikin. Hann vill setja mannréttindamál, málefni barna og ungmenna og annarra sem standa höllum fæti í samfélaginu á oddinn. Og auðvitað eru málefni og réttindi hinsegin fólks og fjölskyldna þeirra einnig í fyrirrúmi. En ég myndi líka kjósa Baldur þótt hann væri ekki hommi. Sem stjórnmálafræðingur er Baldur virtur fræðimaður, á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi. Hann gjörþekkir íslenska stjórnmálakerfið og hefur einnig yfirgripsmikla þekkingu á þeim ógnum og tækifærum sem Ísland sem smáríki stendur frammi fyrir. Á mann sem býr yfir slíkri þekkingu og nýtur slíkrar virðingar er hlustað, innanlands sem utan landsteinanna, og það skiptir máli þegar þörf er á að tala máli Íslands. Ég var nemandi Baldurs í HÍ þegar ég var í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu fyrir hátt í tuttugu árum, og fékk hann til að leiðbeina mér í meistaraverkefninu. Það er sjálfsagt ekki auðvelt að leiðbeina nemanda sem er 10 árum eldri en kennarinn og þykist þar að auki vita allt um efnið, en Baldur reyndist frábær leiðbeinandi. Hann spurði gagnrýninna spurninga en sýndi einnig diplómatíska hæfileika. Hvort tveggja kostir sem forseti þarf að mínu viti að hafa. En mestu máli skiptir að forseti okkar sé góð, heiðarleg og umfram allt einlæg manneskja, sem þjóðin treystir. Baldur Þórhallsson er að mínu mati fremstur meðal margra álitlegra frambjóðenda. Ég kýs því Baldur. Höfundur er verkfræðingur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun