Einföld og afgerandi skref í þágu líffræðilegrar fjölbreytni Andrés Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2024 15:01 Á degi líffræðilegrar fjölbreytni er hollt að spyrja sig: Hvað getum við gert til að sýna náttúrunni betur hvað okkur þykir vænt um hana? Það er skrítið hvað Ísland, eins háð og við erum hafinu í kringum okkur, hefur gert lítið til að verja náttúru og lífríki hafsins. Vonandi horfir það til betri vegar, því fyrir tveimur árum samþykkti ríkisstjórnin alþjóðlegan sáttmála um að vernda 30% af land- og hafsvæði fyrir árið 2030. Ísland hefur nánast ekkert friðlýst á hafi En hver er staðan í dag? Á landi gengur ágætlega. Þar er búið að friðlýsa næstum 25% af flatarmáli Íslands, þannig að 30% markmiðið er innan seilingar. Ef stjórnarflokkarnir hefðu ekki svikið almenning um miðhálendisþjóðgarð undir lok síðasta kjörtímabils, þá værum við jafnvel komin í mark. Á hafi erum við hins vegar engan veginn að standa okkur. Þar er bara búið að friðlýsa 0,4% af efnahagslögsögunni, skv. svari sem ég fékk frá umhverfisráðherra í vetur. Nánast öll 30 prósentin sem ríkisstjórnin stefnir á að verði friðuð eftir sex ár eru ókláruð. Það ætti samt að vera auðvelt að finna svæði sem verðskulda friðun í kringum Ísland. Hafið okkar er troðfullt af mögnuðu og einstöku lífríki. Víðfeðm kórallarif, stór svæði full af svampdýrum, eldvirk svæði, og hverastrýtur sem viðhalda einstökum vistkerfum – það eru endalaus tækifæri í hafinu okkar. Beitum okkur gegn djúpsjávarnámagreftri og bönnum olíuleit Þegar við tölum um líffræðilega fjölbreytni, þá eru það oftast aðgerðir mannfólksins sem þarf að verja hana fyrir. Þar eru margar skýrar og einfaldar aðgerðir sem Ísland gæti gripið til. Ísland gæti tekið skýra afstöðu gegn djúpsjávarnámagreftri. Þar fer eitthvað brjálaðasta bissnisplan sem er í gangi þessa dagana, að skræla upp hafsbotninn og rústa lífríkinu þar - allt til að ná í málma sem er ekki einu sinni víst að sé eftirspurn eftir. Ísland skrópar á fundunum þar sem er verið að ræða að banna djúpsjávarnámagröft á alþjóðavísu. Við Píratar höfum kallað eftir því að það breytist: Ísland á að mæta á fundi Alþjóðahafsbotnssstofnunarinnar og tala máli lífríkisins í hafinu. Ísland á líka að setja niður fótinn gagnvart Noregi, sem ákvað í vetur að stefna á námagröft í hafinu í bakgarðinum okkar. Það gæti verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir sjávarútveginn, en sofandahátturinn er slíkur að þegar matvælaráðherra var spurð út í þetta í vetur var hún að heyra af málinu í fyrsta sinn. Ísland getur líka sýnt gott fordæmi og bannað olíuleit, eins og við Píratar höfum lengi talað fyrir. Olíuleitarævintýrið fór af stað í von um skyndigróða fyrir fimmtán árum, en lauk sem betur fer án þess að nokkur vinnsla færi af stað. Ríkisstjórnin segist ekki ætla að gefa út ný leyfi til olíuleitar en þorir ekki að samþykkja formlegt bann. Hér þarf skýra, afgerandi og formlega afstöðu: Ísland á að setja lög sem banna olíuleit, friðlýsa Drekasvæðið þar sem leitað var að olíu og beita sér fyrir alþjóðlegu banni við olíuleit. Sjókvíaeldi og hvalveiðar þurfa að heyra til fortíðar Við þurfum líka að standa með villta laxastofninum með því að koma í veg fyrir að eldislax valdi óafturkræfum skaða á honum – en til þess þurfum við að banna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og Píratar hafa lagt til. Tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum lögum um sjókvíaeldi ganga engan veginn nógu langt, það þarf að gera miklu betur. Og við þurfum að banna hvalveiðar, sem væri einfaldast að gera með því að samþykkja frumvarp okkar Pírata frá því í haust. Það þarf að hætta að murka lífið úr þessum dásamlegu dýrum með ómannúðlegum aðferðum. Verndum hvalina sem eru mikilvægur hlekkur í lífkeðju hafsins. Á þessum degi er gott að muna hvað Ísland getur gert ótrúlega margt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni, sérstaklega vegna þess hversu fjölbreytt lífríkið er í hafinu kringum eyjuna okkar. En til þess þurfum við nýja ríkisstjórn sem gerir allt sem hún getur til að sýna í verki hvað okkur þykir vænt um náttúruna og dýrin sem mynda samfélagið með okkur. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á degi líffræðilegrar fjölbreytni er hollt að spyrja sig: Hvað getum við gert til að sýna náttúrunni betur hvað okkur þykir vænt um hana? Það er skrítið hvað Ísland, eins háð og við erum hafinu í kringum okkur, hefur gert lítið til að verja náttúru og lífríki hafsins. Vonandi horfir það til betri vegar, því fyrir tveimur árum samþykkti ríkisstjórnin alþjóðlegan sáttmála um að vernda 30% af land- og hafsvæði fyrir árið 2030. Ísland hefur nánast ekkert friðlýst á hafi En hver er staðan í dag? Á landi gengur ágætlega. Þar er búið að friðlýsa næstum 25% af flatarmáli Íslands, þannig að 30% markmiðið er innan seilingar. Ef stjórnarflokkarnir hefðu ekki svikið almenning um miðhálendisþjóðgarð undir lok síðasta kjörtímabils, þá værum við jafnvel komin í mark. Á hafi erum við hins vegar engan veginn að standa okkur. Þar er bara búið að friðlýsa 0,4% af efnahagslögsögunni, skv. svari sem ég fékk frá umhverfisráðherra í vetur. Nánast öll 30 prósentin sem ríkisstjórnin stefnir á að verði friðuð eftir sex ár eru ókláruð. Það ætti samt að vera auðvelt að finna svæði sem verðskulda friðun í kringum Ísland. Hafið okkar er troðfullt af mögnuðu og einstöku lífríki. Víðfeðm kórallarif, stór svæði full af svampdýrum, eldvirk svæði, og hverastrýtur sem viðhalda einstökum vistkerfum – það eru endalaus tækifæri í hafinu okkar. Beitum okkur gegn djúpsjávarnámagreftri og bönnum olíuleit Þegar við tölum um líffræðilega fjölbreytni, þá eru það oftast aðgerðir mannfólksins sem þarf að verja hana fyrir. Þar eru margar skýrar og einfaldar aðgerðir sem Ísland gæti gripið til. Ísland gæti tekið skýra afstöðu gegn djúpsjávarnámagreftri. Þar fer eitthvað brjálaðasta bissnisplan sem er í gangi þessa dagana, að skræla upp hafsbotninn og rústa lífríkinu þar - allt til að ná í málma sem er ekki einu sinni víst að sé eftirspurn eftir. Ísland skrópar á fundunum þar sem er verið að ræða að banna djúpsjávarnámagröft á alþjóðavísu. Við Píratar höfum kallað eftir því að það breytist: Ísland á að mæta á fundi Alþjóðahafsbotnssstofnunarinnar og tala máli lífríkisins í hafinu. Ísland á líka að setja niður fótinn gagnvart Noregi, sem ákvað í vetur að stefna á námagröft í hafinu í bakgarðinum okkar. Það gæti verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir sjávarútveginn, en sofandahátturinn er slíkur að þegar matvælaráðherra var spurð út í þetta í vetur var hún að heyra af málinu í fyrsta sinn. Ísland getur líka sýnt gott fordæmi og bannað olíuleit, eins og við Píratar höfum lengi talað fyrir. Olíuleitarævintýrið fór af stað í von um skyndigróða fyrir fimmtán árum, en lauk sem betur fer án þess að nokkur vinnsla færi af stað. Ríkisstjórnin segist ekki ætla að gefa út ný leyfi til olíuleitar en þorir ekki að samþykkja formlegt bann. Hér þarf skýra, afgerandi og formlega afstöðu: Ísland á að setja lög sem banna olíuleit, friðlýsa Drekasvæðið þar sem leitað var að olíu og beita sér fyrir alþjóðlegu banni við olíuleit. Sjókvíaeldi og hvalveiðar þurfa að heyra til fortíðar Við þurfum líka að standa með villta laxastofninum með því að koma í veg fyrir að eldislax valdi óafturkræfum skaða á honum – en til þess þurfum við að banna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og Píratar hafa lagt til. Tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum lögum um sjókvíaeldi ganga engan veginn nógu langt, það þarf að gera miklu betur. Og við þurfum að banna hvalveiðar, sem væri einfaldast að gera með því að samþykkja frumvarp okkar Pírata frá því í haust. Það þarf að hætta að murka lífið úr þessum dásamlegu dýrum með ómannúðlegum aðferðum. Verndum hvalina sem eru mikilvægur hlekkur í lífkeðju hafsins. Á þessum degi er gott að muna hvað Ísland getur gert ótrúlega margt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni, sérstaklega vegna þess hversu fjölbreytt lífríkið er í hafinu kringum eyjuna okkar. En til þess þurfum við nýja ríkisstjórn sem gerir allt sem hún getur til að sýna í verki hvað okkur þykir vænt um náttúruna og dýrin sem mynda samfélagið með okkur. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun