Forsetaáskorunin: Fraus á fyrsta Ted fyrirlestrinum en fann sig í augum Sally Fields Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2024 19:00 Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Halla Tómasdóttir er í framboði til forseta Íslands. Halla er alin upp á Kársnesi í Kópavogi og á ættir að rekja til Skagafjarðar og Vestfjarða. Hún er frumkvöðull og rekstrarhagfræðingur með MBA gráðu frá Thunderbird með áherslu á alþjóðleg stjórnmál, samskipti og viðskipti. Halla hefur á ferli sínum starfað jafnt á Íslandi sem og erlendis. Hún stundaði fjölbreytt störf með skóla líkt og allir Íslendingar gera, vann í fiski og var í sveit. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík þar sem hún stofnaði og leiddi meðal annars Opna háskólann og verkefnið Auður í krafti kvenna sem veitti hundruðum kvenna og stúlkna hugrekki til frumkvæðis og forystu. Þá gaf Halla nýlega út bókina „Hugrekki til að hafa áhrif“ sem er að finna sömuleiðis sem hljóðbók en þar deilir hún reynslu sinni öðrum til hvatningar. Halla er kona sem brennur fyrir bættum heimi og lætur verkin tala. Hún trúir því staðfastlega að enginn geri neitt einn og velur að byggja brýr, leiða fólk saman til samtals og samstarfs og trúir því að það sé leiðin að betri framtíð fyrir börnin okkar. Hún á að baki farsælan og fjölbreyttan feril sem mannauðsstjóri, kennari, frumkvöðull og leiðtogi. Hún hefur innsýn í ólíkar hliðar atvinnulífs og stjórnkerfis víða um heim og býr yfir tengslaneti og reynslu sem mun nýtast á sviði mennta, lista, auðlinda og viðskipta. Halla hefur ávallt haft mikinn áhuga á forystu og frumkvöðlastarfsemi og hefur kennt þúsundum nemenda á öllum aldri. Hún varð fyrst kvenna framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs vorið 2006. Ári síðar stofnaði Halla ásamt Kristínu Pétursdóttur fjármálafyrirtækið Auður Capital. Fyrirtækið lagði áherslu á ábyrgar fjárfestingar og að skila hagnaði á grunni góðra gilda. Auður Capital og viðskiptavinir þess fóru tjónlaust í gegnum efnahagshrunið árið 2008. Halla kom í kjölfarið að stofnun Mauraþúfunnar sem hélt Þjóðfund árið 2009 þar sem slembiúrtak þjóðarinnar vann að framtíðarsýn og gildum þjóðarinnar. Alþjóðleg reynsla Höllu er umfangsmikil. Halla hefur síðastliðin sex ár verið forstjóri B Team þar sem hún starfar á heimsvísu að sjálfbærni, jafnrétti, jöfnuði og aukinni ábyrgð í forystu. B Team vinnur með fyrirtækjastjórnendum og stjórnmálaleiðtogum að bættu siðferði sem og réttlátum og gegnsæjum reglum fyrir efnahags- og viðskiptalíf. Halla er vinsæll alþjóðlegur fyrirlesari og hefur meðal annars stigið fjórum sinnum á TED-sviðið ásamt því að halda fyrirlestra fyrir stærstu fyrirtæki og ráðstefnur heims. Sautján ára Halla. Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Á svo marga uppáhalds staði á Íslandi en ef ég verð að velja einn stað þá er það líklega Þórsmörk - þar er náttúran svo stórbrotin og þar vann ég margar helgar á háskólaárunum í Langadal. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Það hefur margt þegar komið fram hvað varðar okkar skoðanir og túlkun á stjórnarskrá og minn áhuga á að vinna með þjóðinni að mótun langtímasýnar og skýrs áttavita á Bessastöðum. Ég myndi helst bæta hér við að ég hef einlægan áhuga á að Bessastaðir leggi sig fram um að kynna og sýna íslenska sköpun, frá samtímalist til íslenskrar matargerðar. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Hef einmitt verið að spá í að snúa mér að blönduðum bardagalistum og myndi klárlega spila „Eye of the tiger“ áður en ég færi inn í átthyrninginn. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Er lítið fyrir samsæriskenningar, hef meiri áhuga á vísindum og staðreyndum. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Sjávarfang og gott hvítvín. Uppáhalds bíómynd? Svo margar en Shawshank Redemption get ég alltaf horft aftur á, finnst það ein besta mynd allra tíma Hefur þú komist í kast við lögin? Nei, en það þýðir ekki að ég hafi aldrei verið óþekk. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég les stundum Tarot spil fyrir dóttur mína og vinkonur. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Ted Lasso. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Sund og göngutúr. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Meiri tíma með fjölskyldunni minni, elska þau meira en allt. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég hélt fyrsta TED fyrirlesturinn, steingleymdi öllu sem ég ætlaði að segja þegar ég steig á sviðið en tókst að segja eitthvað með því að horfa í augun á Sally Fields, sem kom og faðmaði mig eftir fyrirlesturinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég hlusta á (og syng með) Vetrarsól með Bo Halldórs og Líttu sérhvert sólarlag með Valdimar og Siggu þegar ég vil finna fyrir sælu í mínu hjarta - skammast mín alls ekkert fyrir það. Áttu þér draumabíl? Er ekki mikil bílakona, dreymi helst um að vera ekki háð bíl og bý því í miðbænum og á lítinn Toyota Yaris, hybrid. Hvernig slappar þú af? Í heitum potti og gufu. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Myndin af mér og Mola mínum, hundinum okkar sem fór í Sumarlandið fyrr á árinu og við söknum svo sárt. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Ég myndi vilja byrja á að hitta alla kvenþjóðarleiðtoga á fundi og ræða frið. Ég þekki sumar þeirra nú þegar, en myndi vilja halda sérstakan fund með þeim öllum í einu rými og segja að það sé kominn tími til að konur í forystu vinni saman að friði og fái karlana með í lið friðar. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Ég lærði lengi á píanó og á blokkflautu þar á undan. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Ég hef ekki spilað tölvuleik frá því ég spilaði PacMan. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Halldóra Geirharðs. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Jón Gnarr, það verður að vera gaman. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Jafn sérkennilegt og það kann að hljóma þá er friður orðinn umdeildur í vaxandi átökum um allan heim. Ég myndi vilja vekja athygli á Íslandi sem friðsælli þjóð, sem ávallt talar fyrir friði og fer fyrir friðsamlegum lausnum í stríðandi heimi. Kannski eins spennandi og pítsaálegg, en mikilvægara. Forsetaáskorun Vísis Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Halla Tómasdóttir er í framboði til forseta Íslands. Halla er alin upp á Kársnesi í Kópavogi og á ættir að rekja til Skagafjarðar og Vestfjarða. Hún er frumkvöðull og rekstrarhagfræðingur með MBA gráðu frá Thunderbird með áherslu á alþjóðleg stjórnmál, samskipti og viðskipti. Halla hefur á ferli sínum starfað jafnt á Íslandi sem og erlendis. Hún stundaði fjölbreytt störf með skóla líkt og allir Íslendingar gera, vann í fiski og var í sveit. Halla kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík þar sem hún stofnaði og leiddi meðal annars Opna háskólann og verkefnið Auður í krafti kvenna sem veitti hundruðum kvenna og stúlkna hugrekki til frumkvæðis og forystu. Þá gaf Halla nýlega út bókina „Hugrekki til að hafa áhrif“ sem er að finna sömuleiðis sem hljóðbók en þar deilir hún reynslu sinni öðrum til hvatningar. Halla er kona sem brennur fyrir bættum heimi og lætur verkin tala. Hún trúir því staðfastlega að enginn geri neitt einn og velur að byggja brýr, leiða fólk saman til samtals og samstarfs og trúir því að það sé leiðin að betri framtíð fyrir börnin okkar. Hún á að baki farsælan og fjölbreyttan feril sem mannauðsstjóri, kennari, frumkvöðull og leiðtogi. Hún hefur innsýn í ólíkar hliðar atvinnulífs og stjórnkerfis víða um heim og býr yfir tengslaneti og reynslu sem mun nýtast á sviði mennta, lista, auðlinda og viðskipta. Halla hefur ávallt haft mikinn áhuga á forystu og frumkvöðlastarfsemi og hefur kennt þúsundum nemenda á öllum aldri. Hún varð fyrst kvenna framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs vorið 2006. Ári síðar stofnaði Halla ásamt Kristínu Pétursdóttur fjármálafyrirtækið Auður Capital. Fyrirtækið lagði áherslu á ábyrgar fjárfestingar og að skila hagnaði á grunni góðra gilda. Auður Capital og viðskiptavinir þess fóru tjónlaust í gegnum efnahagshrunið árið 2008. Halla kom í kjölfarið að stofnun Mauraþúfunnar sem hélt Þjóðfund árið 2009 þar sem slembiúrtak þjóðarinnar vann að framtíðarsýn og gildum þjóðarinnar. Alþjóðleg reynsla Höllu er umfangsmikil. Halla hefur síðastliðin sex ár verið forstjóri B Team þar sem hún starfar á heimsvísu að sjálfbærni, jafnrétti, jöfnuði og aukinni ábyrgð í forystu. B Team vinnur með fyrirtækjastjórnendum og stjórnmálaleiðtogum að bættu siðferði sem og réttlátum og gegnsæjum reglum fyrir efnahags- og viðskiptalíf. Halla er vinsæll alþjóðlegur fyrirlesari og hefur meðal annars stigið fjórum sinnum á TED-sviðið ásamt því að halda fyrirlestra fyrir stærstu fyrirtæki og ráðstefnur heims. Sautján ára Halla. Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Á svo marga uppáhalds staði á Íslandi en ef ég verð að velja einn stað þá er það líklega Þórsmörk - þar er náttúran svo stórbrotin og þar vann ég margar helgar á háskólaárunum í Langadal. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Það hefur margt þegar komið fram hvað varðar okkar skoðanir og túlkun á stjórnarskrá og minn áhuga á að vinna með þjóðinni að mótun langtímasýnar og skýrs áttavita á Bessastöðum. Ég myndi helst bæta hér við að ég hef einlægan áhuga á að Bessastaðir leggi sig fram um að kynna og sýna íslenska sköpun, frá samtímalist til íslenskrar matargerðar. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? Hef einmitt verið að spá í að snúa mér að blönduðum bardagalistum og myndi klárlega spila „Eye of the tiger“ áður en ég færi inn í átthyrninginn. Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Er lítið fyrir samsæriskenningar, hef meiri áhuga á vísindum og staðreyndum. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Sjávarfang og gott hvítvín. Uppáhalds bíómynd? Svo margar en Shawshank Redemption get ég alltaf horft aftur á, finnst það ein besta mynd allra tíma Hefur þú komist í kast við lögin? Nei, en það þýðir ekki að ég hafi aldrei verið óþekk. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég les stundum Tarot spil fyrir dóttur mína og vinkonur. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Ted Lasso. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Sund og göngutúr. Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Meiri tíma með fjölskyldunni minni, elska þau meira en allt. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég hélt fyrsta TED fyrirlesturinn, steingleymdi öllu sem ég ætlaði að segja þegar ég steig á sviðið en tókst að segja eitthvað með því að horfa í augun á Sally Fields, sem kom og faðmaði mig eftir fyrirlesturinn. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég hlusta á (og syng með) Vetrarsól með Bo Halldórs og Líttu sérhvert sólarlag með Valdimar og Siggu þegar ég vil finna fyrir sælu í mínu hjarta - skammast mín alls ekkert fyrir það. Áttu þér draumabíl? Er ekki mikil bílakona, dreymi helst um að vera ekki háð bíl og bý því í miðbænum og á lítinn Toyota Yaris, hybrid. Hvernig slappar þú af? Í heitum potti og gufu. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Myndin af mér og Mola mínum, hundinum okkar sem fór í Sumarlandið fyrr á árinu og við söknum svo sárt. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Ég myndi vilja byrja á að hitta alla kvenþjóðarleiðtoga á fundi og ræða frið. Ég þekki sumar þeirra nú þegar, en myndi vilja halda sérstakan fund með þeim öllum í einu rými og segja að það sé kominn tími til að konur í forystu vinni saman að friði og fái karlana með í lið friðar. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Ég lærði lengi á píanó og á blokkflautu þar á undan. Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Ég hef ekki spilað tölvuleik frá því ég spilaði PacMan. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Halldóra Geirharðs. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Jón Gnarr, það verður að vera gaman. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Jafn sérkennilegt og það kann að hljóma þá er friður orðinn umdeildur í vaxandi átökum um allan heim. Ég myndi vilja vekja athygli á Íslandi sem friðsælli þjóð, sem ávallt talar fyrir friði og fer fyrir friðsamlegum lausnum í stríðandi heimi. Kannski eins spennandi og pítsaálegg, en mikilvægara.
Forsetaáskorun Vísis Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira