Fararheill til Bessastaða Ynda Eldborg skrifar 21. maí 2024 00:00 Þegar horft er yfir feril Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórna sem hún hefur leitt undanfarin ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem hún hefur unnið með, sögu þeirra og ýmissa fylgjenda þeirra, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur til hagsbóta fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós eins og raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ólíkra flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Það eitt er sérstakt fagnaðarefni. Stuðingur Katrínar við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursáróður síðustu ára. Að leiðtogi ríkisstjórnar skuli með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hvika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Stuðningur Katrínar Jakobsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli ríkisstjórna Katrínar, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingameðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi. Þessi lög hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án stuðnings Katrínar Jakobsdóttur og samstarfsfólks hennar í ríkisstjórnum og á Alþingi. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður. Það var stór stund og tilfinningaþrungin að sitja á þingpöllum vorið 2019 Þegar Katrín mælti fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég verið þakklátari fyrir samþykkt laga á Alþingi. (Sjá hlekk: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190401T183641) Til að undirstrika enn frekar mikilvægi stuðnings Katrínar við hinsegin samfélagið vil ég árétta að frá 2017 hafa eftirfarandi lög verið samþykkt: Lög um kynrænt sjálfræði (2019 og 2020) Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Breyting á almennum hegningarlögum, 70. gr þar sem bætt var við hinseginbreytum Breyting á barnalögum til að veita fólki með hlutlausa kynskráningu viðurkenningu Auk þessa hefur verið gerður fjöldi breytinga á öðrum lögum ásamt reglugerðarbreytingum vegna kynræns sjálfræðis o.fl. atriða. Öll þessi framfaraskref hafa verið stigin af festu og öryggi af Katrínu og samstarfsfólki hennar og hvergi gefið eftir. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að muna þegar við veljum okkur forseta 1. júní næstkomandi. Af ofangreindum ástæðum er Katrín Jakobsdóttir minn forseti og ég veit að hún mun halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð. Ynda Eldborg er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir feril Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórna sem hún hefur leitt undanfarin ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem hún hefur unnið með, sögu þeirra og ýmissa fylgjenda þeirra, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur til hagsbóta fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós eins og raun ber vitni. Hvað þá að þingfólk ólíkra flokka á pólitíska litrófinu léti sjá sig á hátíðarstundum Samtakanna ´78. Það eitt er sérstakt fagnaðarefni. Stuðingur Katrínar við réttindabaráttu hinsegin fólks er ekki bara einstakur þegar litið er til Íslands heldur til Evrópu og heimsins alls eins og nýjasta úttekt ILGA á stöðu réttindamála hinsegin fólks sýnir, en þar er Ísalnd stokkið uppí 2. sæti með 83,01 stig næst á eftir Möltu sem er með 87.83 stig. Allar þessar framfarir í réttindum hinsegin fólks hafa orðið þrátt fyrir bakslag og hatursáróður síðustu ára. Að leiðtogi ríkisstjórnar skuli með svo afgerandi hætti sem raun ber vitni standa með LGBTQI2S+ fólki án þess að hvika er ekki bara saga til nærliggjandi landa heldur líka til næstu sólkerfa. Stuðningur Katrínar Jakobsdóttur sýnir svo ekki verður um villst að sókn er besta vörnin. Þetta uppbyggilega flæði milli ríkisstjórna Katrínar, hinsegin samfélagsins og Samtakanna ´78 hefur blásið öllum hlutaðeigandi baráttuanda í brjóst og leitt til upplýsts samtals milli hinsegin samfélagsins, almennings og valdastofnanna á Íslandi. Þess er skemmst að minnast að um áramótin 2023/24 gengu í gildi lög sem banna bælingameðferðir á öllu hinsegin fólki hér á landi. Þessi lög hafa burði til þess að gera Ísland að fyrirmynd þjóða þar sem hinsegin fólk hefur háð hetjulega baráttu til að losna við slíkt ofbeldi sem venjulega er rekið af trúarlegum, pólitískum og hugmyndafræðilegum ofbeldissveitum. Einnig hafa lög um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019 leitt til mikilla réttarbóta fyrir trans og intersex fólk sem nú eiga hægara með að breyta nafni og kynskráningu en áður. Einnig hefur réttarstaða hinsegin fólks verið stór-bætt með viðbótum við 70. gr almennra hegningarlaga varðandi kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni. Allt þetta á þátt í því að verja hinsegin fólk fyrir hatursorðræðu og glæpum ofbeldisfólks. Þessar réttarbætur hefðu aldrei litið dagsins ljós án stuðnings Katrínar Jakobsdóttur og samstarfsfólks hennar í ríkisstjórnum og á Alþingi. Að auki er vert að fagna þeim framförum sem nú hafa orðið með því að ráða lækni að Transteyminu sem sinnir fullorðnu trans fólki auk teymisstjóra og félagsráðgjafa til viðbótar við sálfræðing og fleiri sérfræðinga. Starfsemi teymisins er loksins komin í fastar skorður. Það var stór stund og tilfinningaþrungin að sitja á þingpöllum vorið 2019 Þegar Katrín mælti fyrir frumvarpi um kynrænt sjálfræði. Aldrei, hvorki fyrr né síðar hef ég verið þakklátari fyrir samþykkt laga á Alþingi. (Sjá hlekk: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20190401T183641) Til að undirstrika enn frekar mikilvægi stuðnings Katrínar við hinsegin samfélagið vil ég árétta að frá 2017 hafa eftirfarandi lög verið samþykkt: Lög um kynrænt sjálfræði (2019 og 2020) Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði Lög um jafna meðferð utan vinnumarkaðar Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna Breyting á almennum hegningarlögum, 70. gr þar sem bætt var við hinseginbreytum Breyting á barnalögum til að veita fólki með hlutlausa kynskráningu viðurkenningu Auk þessa hefur verið gerður fjöldi breytinga á öðrum lögum ásamt reglugerðarbreytingum vegna kynræns sjálfræðis o.fl. atriða. Öll þessi framfaraskref hafa verið stigin af festu og öryggi af Katrínu og samstarfsfólki hennar og hvergi gefið eftir. Þetta þarf hinsegin samfélagið og stuðningsfólk þeirra að muna þegar við veljum okkur forseta 1. júní næstkomandi. Af ofangreindum ástæðum er Katrín Jakobsdóttir minn forseti og ég veit að hún mun halda áfram að styðja hinsegin samfélagið með ráðum og dáð. Ynda Eldborg er stuðningskona Katrínar Jakobsdóttur til embættis forseta Íslands
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar