„Okkar langar rosalega að klífa upp töfluna“ Árni Gísli Magnússon skrifar 20. maí 2024 19:30 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. vísir/Hulda Margrét Hallgrími Jónassyni, þjálfara KA, var eðlilega létt eftir að KA nældi í sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta eftir brösulega byrjun á tímabilinu. Norðanmenn unnu 4-2 heimasigur á Fylki kaflaskiptum leik en KA leiddi 3-0 í hálfleik. Fylksimenn gengu á lagið í þeim síðari og minnkuðu muninn í 3-2 áður en Ásgeir Sigurgeirsson innsiglaði sigur KA á 88. mínútu. „Bara rosalega góð tilfinning, fyrsti sigurinn í deildinni og búnir að vinna tvo leiki hérna í bikarnum líka en æðisleg vika, búið að vera smá erfitt hjá okkur og nú klárum við bæði Vestra og Fylki heima þannig tilfinningin er bara mjög góð.“ Fylkisliðið mætti allt annað til leiks í síðari hálfleik og tók öll völd á vellinum og minnkaði muninn í 3-2. Hvernig útskýrir Hallgrímur muninn á fyrri og seinni hálfleik? „Fótbolti er bara svo skrítin íþrótt. Við stöndum okkur mjög vel í fyrri hálfleik, erum 3-0 yfir og skot í slá og fleira. Síðan gerist það sem maður vonast að geri ekki; við mættum í seinni hálfleikinn, fáum snemma mark á okkur, þeir skipta um kerfi, hafa engu að tapa og voru bara mjög flottir í seinni hálfleik. Fylkir er betra lið en taflan segir, búnir að standa sig vel og þeir náðu bara að þrýsta mikið á okkur. Við fáum mikið pláss á bak við þá en náum ekki að nýta okkur það og kom svona kafli sem var ekki nógu góður en síðan náum við að spila út einu sinni og komust í gegn og þannig klárum við leikinn og það hefði maður viljað sjá fyrr út af því þeir stóðu svo ofarlega með línuna. Það kom smá stress hjá okkur en við unnum okkur út úr því og það góða við KA liðið í dag er að þrátt fyrir að lenda í þessum höggum þá bara héldum við áfram allir að hlaupa og berjast fyrir hvorn annan og við vinnum bara sanngjarnan sigur.“ Fylkir pressaði KA mjög hátt í síðari hálfleik og setti heimamenn í mikil vandræði sem hlýtur að hafa komið Hallgrími smá óvart. „Þeir komu bara ótrúlega aggressívir, komu ekki á óvart því þeir höfðu engu að tapa, og gerðu það vel en ég hefði viljað sjá okkur svara því betur því þegar þú ferð að pressa þá myndast svæði annarsstaðar en það kom í lokin og umfram allt er maður bara með góða tilfinningu að við skörum fjögur mörk og vinnum og erum komnir með tvo sigra í röð núna þannig það er gott fyrir okkur og svo höldum við áfram að bæta okkur.“ Viðar Örn Kjartansson átti frábæra stoðsendingu í fjórða marki KA sem Ásgeir Sigurgeirsson skoraði og eflaust ekki margir í deildinni sem hefðu náð þessari sendingu eins vel og Viðar. „Þetta er svona yfirsýn og gæði sem eru á háum klassa og við vitum alveg hvað hann getur og hann kom frábærlega inn í þetta í dag eins og Ásgeir og þeir sem komu inn á, þeir komu með jákvæða frammistöðu og gerðu eitthvað fyrir okkur og það er það sem maður vill sjá þannig þetta var ótrúlega vel gert hjá Viðari og gott hlaup hjá Ásgeiri og hann kláraði þetta líka vel.“ „Við þurfum að halda áfram. Nú eru úrslitin búin að detta og eins og ég segi, við komumst í gegnum erfiðan kafla og gerðum það vel, stóðum saman og erum allir hlaupandi fyrir hvorn annan sem er bara æðislegt svo höldum við bara áfram. Það er bara næsti leikur sem er alvöru verkefni og við þurfum bara að halda áfram að vinna í okkar málum og mér finnst við vera komnir með svona betra jafnvægi í liðið okkar. Mér finnst við vera betri að pressa þegar við förum í pressu og við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur því þó við séum búnir að vinna tvo leiki þá erum við neðarlega í töflunni og við erum bara í þeirri baráttu núna og okkur langar rosalega að klífa upp tölfuna.“ Ívar Örn Árnason og Daníel Hafsteinsson fóru af velli eftir tæpar 60 mínútur en Hallgrímur segir að ekkert alvarlegt sé að plaga þá. „Bara smá hnjask og þá ákvað ég bara að skipta þeim út af þar sem að staðan var fín og fá bara ferskar lappir inn sem geta hlaupið og eins og ég segi;þeir sem komu inn á stóðu sig rosalega vel og það er bara jákvætt en það er ekkert að þeim.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Norðanmenn unnu 4-2 heimasigur á Fylki kaflaskiptum leik en KA leiddi 3-0 í hálfleik. Fylksimenn gengu á lagið í þeim síðari og minnkuðu muninn í 3-2 áður en Ásgeir Sigurgeirsson innsiglaði sigur KA á 88. mínútu. „Bara rosalega góð tilfinning, fyrsti sigurinn í deildinni og búnir að vinna tvo leiki hérna í bikarnum líka en æðisleg vika, búið að vera smá erfitt hjá okkur og nú klárum við bæði Vestra og Fylki heima þannig tilfinningin er bara mjög góð.“ Fylkisliðið mætti allt annað til leiks í síðari hálfleik og tók öll völd á vellinum og minnkaði muninn í 3-2. Hvernig útskýrir Hallgrímur muninn á fyrri og seinni hálfleik? „Fótbolti er bara svo skrítin íþrótt. Við stöndum okkur mjög vel í fyrri hálfleik, erum 3-0 yfir og skot í slá og fleira. Síðan gerist það sem maður vonast að geri ekki; við mættum í seinni hálfleikinn, fáum snemma mark á okkur, þeir skipta um kerfi, hafa engu að tapa og voru bara mjög flottir í seinni hálfleik. Fylkir er betra lið en taflan segir, búnir að standa sig vel og þeir náðu bara að þrýsta mikið á okkur. Við fáum mikið pláss á bak við þá en náum ekki að nýta okkur það og kom svona kafli sem var ekki nógu góður en síðan náum við að spila út einu sinni og komust í gegn og þannig klárum við leikinn og það hefði maður viljað sjá fyrr út af því þeir stóðu svo ofarlega með línuna. Það kom smá stress hjá okkur en við unnum okkur út úr því og það góða við KA liðið í dag er að þrátt fyrir að lenda í þessum höggum þá bara héldum við áfram allir að hlaupa og berjast fyrir hvorn annan og við vinnum bara sanngjarnan sigur.“ Fylkir pressaði KA mjög hátt í síðari hálfleik og setti heimamenn í mikil vandræði sem hlýtur að hafa komið Hallgrími smá óvart. „Þeir komu bara ótrúlega aggressívir, komu ekki á óvart því þeir höfðu engu að tapa, og gerðu það vel en ég hefði viljað sjá okkur svara því betur því þegar þú ferð að pressa þá myndast svæði annarsstaðar en það kom í lokin og umfram allt er maður bara með góða tilfinningu að við skörum fjögur mörk og vinnum og erum komnir með tvo sigra í röð núna þannig það er gott fyrir okkur og svo höldum við áfram að bæta okkur.“ Viðar Örn Kjartansson átti frábæra stoðsendingu í fjórða marki KA sem Ásgeir Sigurgeirsson skoraði og eflaust ekki margir í deildinni sem hefðu náð þessari sendingu eins vel og Viðar. „Þetta er svona yfirsýn og gæði sem eru á háum klassa og við vitum alveg hvað hann getur og hann kom frábærlega inn í þetta í dag eins og Ásgeir og þeir sem komu inn á, þeir komu með jákvæða frammistöðu og gerðu eitthvað fyrir okkur og það er það sem maður vill sjá þannig þetta var ótrúlega vel gert hjá Viðari og gott hlaup hjá Ásgeiri og hann kláraði þetta líka vel.“ „Við þurfum að halda áfram. Nú eru úrslitin búin að detta og eins og ég segi, við komumst í gegnum erfiðan kafla og gerðum það vel, stóðum saman og erum allir hlaupandi fyrir hvorn annan sem er bara æðislegt svo höldum við bara áfram. Það er bara næsti leikur sem er alvöru verkefni og við þurfum bara að halda áfram að vinna í okkar málum og mér finnst við vera komnir með svona betra jafnvægi í liðið okkar. Mér finnst við vera betri að pressa þegar við förum í pressu og við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur því þó við séum búnir að vinna tvo leiki þá erum við neðarlega í töflunni og við erum bara í þeirri baráttu núna og okkur langar rosalega að klífa upp tölfuna.“ Ívar Örn Árnason og Daníel Hafsteinsson fóru af velli eftir tæpar 60 mínútur en Hallgrímur segir að ekkert alvarlegt sé að plaga þá. „Bara smá hnjask og þá ákvað ég bara að skipta þeim út af þar sem að staðan var fín og fá bara ferskar lappir inn sem geta hlaupið og eins og ég segi;þeir sem komu inn á stóðu sig rosalega vel og það er bara jákvætt en það er ekkert að þeim.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira