„Hann þekkir mig örugglega betur en ég sjálfur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2024 16:58 Danijel Dejan Djuric skoraði tvö mörk og var óheppinn að hafa ekki tekist að fullkomna þrennuna. Vísir/Hulda Margrét Eftir að hafa þurft að dúsa á varamannabekknum í síðustu umferð kom Danijel Dejan Djuric til baka af krafti í 4-1 útisigri Víkings gegn Vestra. Danijel átti frábæran leik, skoraði tvö mörk og hefði hæglega getað sett það þriðja en var tekinn af velli. „Mér líður bara mjög vel. Fengum þrjá punkta og [ég skora] tvö mörk, bið ekki um mikið meira.“ Það sást langar leiðir að Danijeli langaði í þrennu. Hann komst mjög nálægt því að skora þriðja markið úr bakfallsspyrnu seint í fyrri hálfleik. Áfram ógnaði hann í seinni hálfleik en var tekinn af velli og tókst því ekki að koma þriðja markinu að. Vildi hann vera lengur inni á vellinum? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá já, fyrstu svona fimmtán sekúndurnar þegar ég sá skiltið. Mig langaði í þrennuna en Arnar gerir allt rétt. Hann veit alveg hvað hann er að pæla og hvað hann er að gera, ég treysti honum fyrir öllu.“ Danijel var geymdur í 90 mínútur á varamannabekknum í síðustu umferð Bestu deildarinnar þar sem Víkingur vann 2-0 gegn FH. Síðan þá hefur hann skorað mark í bikarleik gegn Grindavík og tvö mörk í dag. „Ég get sagt að ég var mjög ósáttur að sitja 90 mínútur og fannst ég ekki eiga það skilið. Eina leiðin var bara að koma hingað og gera allt sem ég gat, sýna hvers megnugur ég er, ekki bara í fótbolta heldur líka í hausnum. Koma hingað, skora tvö og vinna leikinn.“ Þannig að þetta bragð þjálfarans virðist hefur kveikt einhvern eld innra með honum. „Já, ég veit ekki sko. Hann [Arnar] þekkir mig örugglega betur en ég sjálfur, hefur gírað mig upp einhvern veginn án þess að ég viti það. Hann er magnaður.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Fengum þrjá punkta og [ég skora] tvö mörk, bið ekki um mikið meira.“ Það sást langar leiðir að Danijeli langaði í þrennu. Hann komst mjög nálægt því að skora þriðja markið úr bakfallsspyrnu seint í fyrri hálfleik. Áfram ógnaði hann í seinni hálfleik en var tekinn af velli og tókst því ekki að koma þriðja markinu að. Vildi hann vera lengur inni á vellinum? „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá já, fyrstu svona fimmtán sekúndurnar þegar ég sá skiltið. Mig langaði í þrennuna en Arnar gerir allt rétt. Hann veit alveg hvað hann er að pæla og hvað hann er að gera, ég treysti honum fyrir öllu.“ Danijel var geymdur í 90 mínútur á varamannabekknum í síðustu umferð Bestu deildarinnar þar sem Víkingur vann 2-0 gegn FH. Síðan þá hefur hann skorað mark í bikarleik gegn Grindavík og tvö mörk í dag. „Ég get sagt að ég var mjög ósáttur að sitja 90 mínútur og fannst ég ekki eiga það skilið. Eina leiðin var bara að koma hingað og gera allt sem ég gat, sýna hvers megnugur ég er, ekki bara í fótbolta heldur líka í hausnum. Koma hingað, skora tvö og vinna leikinn.“ Þannig að þetta bragð þjálfarans virðist hefur kveikt einhvern eld innra með honum. „Já, ég veit ekki sko. Hann [Arnar] þekkir mig örugglega betur en ég sjálfur, hefur gírað mig upp einhvern veginn án þess að ég viti það. Hann er magnaður.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki