Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Lovísa Arnardóttir skrifar 19. maí 2024 08:00 Þórey segir að brotið hafi verið blað í Konukoti þegar örugga rýmið var opnað. Þar gátu konurnar undirbúið vímuefnaneyslu sína með öruggum hætti og nýjum búnaði. Vísir/Arnar Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. „Þórey Einarsdóttir er ein af þeim fjölmörgu konum og fólki sem starfa á bak við tjöldin í almannaheillasamtökum innan borgarinnar, fólk sem vinnur ómetanlegt og óeigingjarnt starf í þágu meðborgara sinna og mannréttinda,“ sagði í rökstuðningi valnefndar borgarinnar um Þóreyju. Þórey er núna í hlutastarfi í Konukoti og segir erfitt að hætta enda búin að lifa og hrærast í húsinu síðustu tuttugu árin. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég fór út í þetta starf. Þetta hafði ekki verið gert áður fyrir konur. En ég bjó í miðbænum og var oft á Laugaveginum. Þar tók ég alltaf eftir einni konu sem gekk á milli staura og plokkaði það upp sem hún gat nýtt sér. Mér fannst eins og hún þyrfti einhverja aðhlynningu,“ segir Þórey og að fljótlega eftir þetta hafi hún séð auglýsingu frá Rauða krossinum um starfið í Konukoti. Þar var auglýst var eftir „húsfreyju eða manneskju í móðurstarf“ sem átti að halda athvarf, sjá um þrif og matreiðslu. „Við vorum þrjár ráðnar og það var það sem við gerðum. Þrifum bara og elduðum. Það var engin fagmennska. Ég er hússtjórnarskólagengin, á þrjá syni, og kann alveg til heimilishalds,“ segir hún. Starf hennar, og hinna tveggja, hafi aðallega falist í því að bjóða konurnar velkomnar og aðstoða þær með það sem þær þurftu. Vildu styrkja sjálfstæði kvennanna Hún segir að það hafi ekki liðið langur tími þar til þær sáu að það þurfti að breyta til innan hússins. Konurnar hafi þurft að biðja um alla skapaða hluti og ekki haft neitt sjálfstæði. Sem dæmi hafi aðeins verið ísskápur og borðbúnaður inni í aðstöðu starfsmanna. „Við vorum fljótar að breyta þessu til að stuðla að sjálfbærni. Þá gátu þær valið hvort þær voru í sínu horni eða hvort þær vildu vera í samskiptum við okkur.“ Þórey segir ýmislegt hafa verið gert til að auglýsa húsið. Þær hafi farið á bari, niður í bæ, á spítala og víðar til að hitta á konur sem gætu nýtt sér þjónustuna. Kona sem var fyrrverandi neytandi og þekkti vel til hafi verið þeim innan handar og með í för. Það þurfti að kynna athvarfið og því fóru Þórey og hinar starfskonurnar á helstu barina til að láta vita. „Við fórum á Skipperinn og alla þessa gömlu bari. Til að láta vita. Auðvitað þurfti að gera það. Konurnar voru ekki að hlusta á útvarp eða lesa blöðin. Þó svo að forsetinn hafi komið í heimsókn þegar opnaði þá þurfi samt að láta vita,“ segir Þórey. Þær hafi látið útbúa plakat sem þær fóru með á bráðamóttökuna og lögreglustöðina. Fleiri en fjórar Hún segir að það hafi kannski ekki allir verið sammála þessari aðferðarfræði, að sækja konurnar. En þarfagreining ríkisstjórnar á þessum tíma hafi sýnt fram á að það væru um fjórar konar sem þyrftu aðstoð. Þær hafi viljað sýna fram á að það væri ekki rétt. Þörfin væri meiri. Þórey segir að í upphafi hafi reglurnar um vímuefnaneyslu verið þannig að konurnar máttu vera undir áhrifum en máttu ekki neyta áfengis eða vímuefna inni. Það hafi mátt reykja inni en þær hafi þurft að fara út til að neyta áfengis eða annarra vímuefna. „Það voru engin takmörk á því í hvaða ástandi viðkomandi kom til okkar í . Maður upplifði oft mikla skömm hjá þeim að koma í svona ástandi því viðhorfið gagnvart þeim í samfélaginu var þannig að þær ættu að drífa sig í meðferð og „hætta þessari vitleysu.“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti Þóreyju verðlaunin. Vísir/Arnar Í Konukoti hafi aftur á móti verið lögð áhersla á að mæta þeim með stuðningi og skilningi. Þórey segir konurnar sjálfar, gestina, ávallt hafa sýnt húsinu mikla virðingu og hafi gert allt sem þær gátu til að setja ekki svartan blett á starfsemina. Þær hafi til dæmis farið frekar í eystri tröppur hússins til að neyta vímuefna í stað þess að fara þar sem umferð er meiri. „Þetta var þeirra tilfinning og virðing fyrir staðnum.“ Fóru út að leita að þeim Þórey segist ýmislegt hafa á sig lagt fyrir konurnar. Ef þær hafi farið út að neyta vímuefna og ekki skilað sér hafi starfsfólk farið út að leita þeirra. Oft hafi þær verið farnar annað en stundum hafi þau fundið þær. Spurð hvernig hún hélst í þessu starfi í tuttugu ár segir Þórey margt hafa spilað inn í. Hún hafi náð góðri tengingu við bæði starfsmenn og gesti sem í byrjun voru á hennar aldri. „Ég segi ekki að það hafi myndast vinskapur en þetta var ákveðinn hópur sem maður hélt utan um. Það var lítil umsetning í gestahópi og ég held að það hafi haldið manni í starfi.“ Einnig hafi starfsþróun, frelsi og traust skipt miklu máli. Hún hafi sem dæmi farið á ráðstefnu í Svíþjóð árið 2008 um skaðaminnkun og hafi komið full af eldmóði til baka. Hún og hinar starfskonurnar hafi verið búnar að sjá að það væri pláss til að leggja meiri áherslu á skaðaminnkun í starfinu en hafi á sama tíma alltaf viljað tryggja að gildi Rauða krossins væru í fyrirrúmi. Þau eru mannúð, mannréttindi, hlutleysi, einurð, sjálfboðun og þjónusta. „Við þurftum alltaf að réttlæta það sem við vorum að gera en náðum alltaf að tikka í þessi box. Framþróunin var gífurleg og við höfðum gífurlegt frelsi og traust. Það hélt manni líka í starfi. Okkur var líka treyst til að finna lausnir.“ Það hafi ýmislegt verið reynt en ef eitthvað gekk ekki þá hafi verið reynt að finna leiðir til að breyta því. Það eigi sem dæmi um regluna um að það megi ekki neyta vímuefna í húsi. Konurnar hafi fundið sér leiðir til að komast hjá reglunni og um leið mögulega stefnt sér, og öðrum, í hættu. Nýr kafli Auk þess hafi starfsmenn reglulega fundið nálar og annan búnað í húsinu og hafi jafnvel rispað sig á þeim. „Þá kom annar kafli. Það var brotið blað.“ Á þessum tíma máttu konurnar ekki taka með sér búnaðinn inn. Þeim var afhent karfa við komu fyrir budduna sína með búnaðinum. Þórey segir þetta fyrirkomulag hafa gengið í langan tíma en starfsfólk hafi alltaf samt haft áhyggjur. „Við skiluðum þeim alltaf buddunni. Þetta voru þeirra áhöld og það er betra að þær noti sín eigin en fái lánað. Það var eins með áfengið. Við pössuðum alltaf að skila þeim áfenginu því annars fóru þær að drekka hjá öðrum og það gat verið hvað sem er, landi eða spritt.“ Þórey segir enga fagmennsku hafa verið í upphafi. Starfið í Konukoti sé orðið afar faglegt í dag. Vísir/Arnar Í eitt sinn hafi hún samt klikkað á að skila buddu einnar konunnar. Hún hafi litið í hana og algerlega blöskrað ástandið á áhöldunum. Eftir það fór hún á skrifstofu Rauða krossins, bar þetta undir sína yfirmenn og sagði nóg komið. „Þegar konan kom svo á tröppurnar klukkan 17 og bað um budduna sagði ég henni að ég hefði fargað dótinu, en ég gæti látið hana fá nýjan búnað. Þetta var svona upphafið að því að konurnar gátu fengið nýjan búnað í Konukoti,“ segir Þórey. Örugga herbergið Stuttu seinna hafi Frú Ragnheiður hafið störf og haft gott samráð við Konukot um búnað og leiðbeiningar til starfsfólksins þar um notkun á honum. Eftir að þetta skref var stigið segir Þórey það hafa verið erfitt að afhenda þeim búnaðinn og vísa þeim á dyr. Til að bregðast við því hafi verið útbúin aðstaða þar sem þær gátu undirbúið neysluna og svo farið út til að neyta vímuefnanna. Í aðstöðunni sé hreint borð, ljós fyrir þær, spritt og næði. Meðhöndlun sé ekki það sama og að neyta vímuefnanna og það sé betra að mæta konunum þar sem þær eru, að tryggja öryggi þeirra og aðstoða þær. „Þótt þú rúllir sígarettu þá ertu ekki að reykja hana,“ segir Þórey og að konurnar hafi tekið þessu afar vel og alltaf virt fyrirkomulagið. Hún segir marga sjálfboðaliða í gegnum tíðina hafa verið undrandi á þessu fyrirkomulagi en samkvæmt samkomulagi við borgina hafi ekki mátt neyta inni í húsinu og það hafi verið lykilatriði að halda þessum samningi. „Við gerðum það besta sem við gátum og aðalatriðið í þessu er að enginn fer inn í rýmið nema með leyfi. Svo er fylgst með þeim inni í því,“ segir Þórey sem kallar það örugga herbergið eða örugga rýmið. Strimlar sem mæla styrkleika Hún segir framþróun hvað þetta varðar hafa verið gífurlega síðustu ár. Sem dæmi geti konurnar í dag fengið strimla í Konukoti sem mæli ekki bara styrkleika efnanna heldur einnig hvort þau séu mjög blönduð. „Svo er Naloxone alveg komið. Við þurftum að grenja það út hér áður fyrr.“ Naloxone er mótefni við of stórum skammti ópíóíðlyfja og er nefúðinn notaður sem neyðarmeðferð. Mæta konunum þar sem þær eru Þórey segir að mesta breytingin við starfið í dag sé hversu miklu faglegra það er orðið. „Áður áttum við ekki að gera neitt nema hringja í 112 ef við þurftum sjúkrabíl.“ Í dag mæti þær konunum hvar sem þær eru. Sama hvort það er í neyslu og þurfi öryggi eða hvort þær vilji fara í meðferð eða vilji aðstoð. Þeim sé hjálpað með það sama hvað það er. Vandi flestra kvennanna sem til þeirra leita sé fjölþættur. Þórey segir að í gegnum árin hafi stór hópur kvenna komið í húsið. Afdrif þeirra séu ólík en hún líti aldrei undan þegar hún mætir þeim úti á götu. „Ég lít aldrei undan, en ég bíð eftir þeim. Ég fæ knús og kossa frá mörgum. En svo eru aðrar kannski verr staddar og ef þær líta niður eða frá mér þá er ég með upplit en læt þær vera.“ Langar mest í nýtt hús Spurð á hverju málaflokkurinn þurfi mest að halda í dag segir Þórey skýrt til að fyrst og fremst vildi hún að Konukot kæmist í viðunandi húsnæði.. „Maður er búinn að hokra þarna í tuttugu ár og er orðinn alveg kengboginn. Þetta er ekki boðleg vinnuaðstaða og heldur ekki fyrir gestina. Það er samt auðvitað hlýja þarna og gestirnir finna sinn stað. En vinnuaðstaðan er mjög slæm.“ Konukot er í miðri Reykjavík. Þórey telur áríðandi að athvarfið fái nýtt húsnæði. Vísir/Egill Auk þess sé aðgengi í húsinu ekki viðunandi og standist ekki nútímakröfur. „Við erum með salerni niðri og á efri hæð. Við höfum verið með konu í gifsi, hjólastól og með göngugrind. Við höfum auðvitað reddað því en þetta er rosalega lýjandi.“ Þá segir Þórey að hún vildi mjög sjá meiri stöðugleika í þjónustu fyrir heimilislausar konur. Að athvarfið sé alltaf opið og að til dæmis Skjólið, sem er dagsetur fyrir heimilislausar konur, sé opið um helgar líka og á frídögum. „Að það sé ekki gerður greinarmunur á því að manneskjan þurfi líka skjól á laugardegi eða sunnudegi.“ Amma í hlutastarfi Í dag er Þórey aðeins í 25 prósent starfi í Konukoti. Hún er amma fimm barnabarna og finnst gaman að fara á Jómfrúna í hádeginu. „Karlinn segir að ég hafi verið 24/7 í Konukoti. En ég vil ekki alveg kaupa það. Ég verð 69 í sumar og á fimm barnabörn og eitt á leiðinni. Það elsta er fimm ára. Ég hef því alveg haft tíma,“ segir Þórey. Auk þess hafi hún notið mikillar aðstoðar móður sinnar sem hún og maðurinn hennar bjuggu með. „Það voru mikil forréttindi.“ Utan Konukotsins hafi hún svo getað flúið borgina í bústaðinn. „Við erum með sumarbústað til 40 ára og þokkalega stóra lóð. Það er mikið búið að gróðursetja þar. Stórættin á svo stórt hús norður í Ófeigsfirði á Ströndum og ég hef verið í stjórn fyrir það félag í sirka 30 ár. Svo á ég karl sem vill fara mikið á hálendið. En ég hef ekki farið til útlanda síðan 2008, í vinnuferð, þannig við erum bara hér og þar á Íslandi.“ Viltu ekki fara til útlanda? „Ég á bara ekkert erindi. Ef strákarnir mínir hefðu flutt til útlanda hefði ég auðvitað heimsótt þá þangað. En sumarfríið mitt er bara að fara á Jómfrúna í hádeginu og á Austurvöll,“ segir Þórey létt að lokum. Jafnréttismál Málefni heimilislausra Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45 „Ég get þetta ekki lengur“ „Ég hringdi einn daginn í bróðir minn og spurði hvort hann gæti skutlað mér niður á spítala, ég ætlaði að reyna að koma mér inn á geðdeild. Ég er svo þakklát að mér hafi verið hleypt þar inn því þarna hugsaði ég, ég get þetta ekki lengur,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir en hún er tveggja barna móðir sem kom sér af götunni fyrir nokkrum árum og hefur átt gott líf síðan. 22. janúar 2024 12:30 Um 130 skráðar komur vegna heimilisofbeldis á bráðamóttöku Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis hefur verið stórbætt síðasta árið á Landspítalanum. Lögum hefur verið breytt sem auðveldar samskipti við lögreglu auk þess stöðugildum í sérstöku heimilisofbeldisteymi hefur verið fjölgað. 26. desember 2023 18:58 Glóð um jólin til styrktar Konukoti Nýr íslenskur hönnunargripur, Glóð, var kynntur með viðhöfn í Smiðsbúðinni á Geirsgötu í gær. Um er að ræða kertastjaka sem verður seldur til styrktar Konukoti, neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. 27. október 2023 13:41 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira
„Þórey Einarsdóttir er ein af þeim fjölmörgu konum og fólki sem starfa á bak við tjöldin í almannaheillasamtökum innan borgarinnar, fólk sem vinnur ómetanlegt og óeigingjarnt starf í þágu meðborgara sinna og mannréttinda,“ sagði í rökstuðningi valnefndar borgarinnar um Þóreyju. Þórey er núna í hlutastarfi í Konukoti og segir erfitt að hætta enda búin að lifa og hrærast í húsinu síðustu tuttugu árin. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég fór út í þetta starf. Þetta hafði ekki verið gert áður fyrir konur. En ég bjó í miðbænum og var oft á Laugaveginum. Þar tók ég alltaf eftir einni konu sem gekk á milli staura og plokkaði það upp sem hún gat nýtt sér. Mér fannst eins og hún þyrfti einhverja aðhlynningu,“ segir Þórey og að fljótlega eftir þetta hafi hún séð auglýsingu frá Rauða krossinum um starfið í Konukoti. Þar var auglýst var eftir „húsfreyju eða manneskju í móðurstarf“ sem átti að halda athvarf, sjá um þrif og matreiðslu. „Við vorum þrjár ráðnar og það var það sem við gerðum. Þrifum bara og elduðum. Það var engin fagmennska. Ég er hússtjórnarskólagengin, á þrjá syni, og kann alveg til heimilishalds,“ segir hún. Starf hennar, og hinna tveggja, hafi aðallega falist í því að bjóða konurnar velkomnar og aðstoða þær með það sem þær þurftu. Vildu styrkja sjálfstæði kvennanna Hún segir að það hafi ekki liðið langur tími þar til þær sáu að það þurfti að breyta til innan hússins. Konurnar hafi þurft að biðja um alla skapaða hluti og ekki haft neitt sjálfstæði. Sem dæmi hafi aðeins verið ísskápur og borðbúnaður inni í aðstöðu starfsmanna. „Við vorum fljótar að breyta þessu til að stuðla að sjálfbærni. Þá gátu þær valið hvort þær voru í sínu horni eða hvort þær vildu vera í samskiptum við okkur.“ Þórey segir ýmislegt hafa verið gert til að auglýsa húsið. Þær hafi farið á bari, niður í bæ, á spítala og víðar til að hitta á konur sem gætu nýtt sér þjónustuna. Kona sem var fyrrverandi neytandi og þekkti vel til hafi verið þeim innan handar og með í för. Það þurfti að kynna athvarfið og því fóru Þórey og hinar starfskonurnar á helstu barina til að láta vita. „Við fórum á Skipperinn og alla þessa gömlu bari. Til að láta vita. Auðvitað þurfti að gera það. Konurnar voru ekki að hlusta á útvarp eða lesa blöðin. Þó svo að forsetinn hafi komið í heimsókn þegar opnaði þá þurfi samt að láta vita,“ segir Þórey. Þær hafi látið útbúa plakat sem þær fóru með á bráðamóttökuna og lögreglustöðina. Fleiri en fjórar Hún segir að það hafi kannski ekki allir verið sammála þessari aðferðarfræði, að sækja konurnar. En þarfagreining ríkisstjórnar á þessum tíma hafi sýnt fram á að það væru um fjórar konar sem þyrftu aðstoð. Þær hafi viljað sýna fram á að það væri ekki rétt. Þörfin væri meiri. Þórey segir að í upphafi hafi reglurnar um vímuefnaneyslu verið þannig að konurnar máttu vera undir áhrifum en máttu ekki neyta áfengis eða vímuefna inni. Það hafi mátt reykja inni en þær hafi þurft að fara út til að neyta áfengis eða annarra vímuefna. „Það voru engin takmörk á því í hvaða ástandi viðkomandi kom til okkar í . Maður upplifði oft mikla skömm hjá þeim að koma í svona ástandi því viðhorfið gagnvart þeim í samfélaginu var þannig að þær ættu að drífa sig í meðferð og „hætta þessari vitleysu.“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti Þóreyju verðlaunin. Vísir/Arnar Í Konukoti hafi aftur á móti verið lögð áhersla á að mæta þeim með stuðningi og skilningi. Þórey segir konurnar sjálfar, gestina, ávallt hafa sýnt húsinu mikla virðingu og hafi gert allt sem þær gátu til að setja ekki svartan blett á starfsemina. Þær hafi til dæmis farið frekar í eystri tröppur hússins til að neyta vímuefna í stað þess að fara þar sem umferð er meiri. „Þetta var þeirra tilfinning og virðing fyrir staðnum.“ Fóru út að leita að þeim Þórey segist ýmislegt hafa á sig lagt fyrir konurnar. Ef þær hafi farið út að neyta vímuefna og ekki skilað sér hafi starfsfólk farið út að leita þeirra. Oft hafi þær verið farnar annað en stundum hafi þau fundið þær. Spurð hvernig hún hélst í þessu starfi í tuttugu ár segir Þórey margt hafa spilað inn í. Hún hafi náð góðri tengingu við bæði starfsmenn og gesti sem í byrjun voru á hennar aldri. „Ég segi ekki að það hafi myndast vinskapur en þetta var ákveðinn hópur sem maður hélt utan um. Það var lítil umsetning í gestahópi og ég held að það hafi haldið manni í starfi.“ Einnig hafi starfsþróun, frelsi og traust skipt miklu máli. Hún hafi sem dæmi farið á ráðstefnu í Svíþjóð árið 2008 um skaðaminnkun og hafi komið full af eldmóði til baka. Hún og hinar starfskonurnar hafi verið búnar að sjá að það væri pláss til að leggja meiri áherslu á skaðaminnkun í starfinu en hafi á sama tíma alltaf viljað tryggja að gildi Rauða krossins væru í fyrirrúmi. Þau eru mannúð, mannréttindi, hlutleysi, einurð, sjálfboðun og þjónusta. „Við þurftum alltaf að réttlæta það sem við vorum að gera en náðum alltaf að tikka í þessi box. Framþróunin var gífurleg og við höfðum gífurlegt frelsi og traust. Það hélt manni líka í starfi. Okkur var líka treyst til að finna lausnir.“ Það hafi ýmislegt verið reynt en ef eitthvað gekk ekki þá hafi verið reynt að finna leiðir til að breyta því. Það eigi sem dæmi um regluna um að það megi ekki neyta vímuefna í húsi. Konurnar hafi fundið sér leiðir til að komast hjá reglunni og um leið mögulega stefnt sér, og öðrum, í hættu. Nýr kafli Auk þess hafi starfsmenn reglulega fundið nálar og annan búnað í húsinu og hafi jafnvel rispað sig á þeim. „Þá kom annar kafli. Það var brotið blað.“ Á þessum tíma máttu konurnar ekki taka með sér búnaðinn inn. Þeim var afhent karfa við komu fyrir budduna sína með búnaðinum. Þórey segir þetta fyrirkomulag hafa gengið í langan tíma en starfsfólk hafi alltaf samt haft áhyggjur. „Við skiluðum þeim alltaf buddunni. Þetta voru þeirra áhöld og það er betra að þær noti sín eigin en fái lánað. Það var eins með áfengið. Við pössuðum alltaf að skila þeim áfenginu því annars fóru þær að drekka hjá öðrum og það gat verið hvað sem er, landi eða spritt.“ Þórey segir enga fagmennsku hafa verið í upphafi. Starfið í Konukoti sé orðið afar faglegt í dag. Vísir/Arnar Í eitt sinn hafi hún samt klikkað á að skila buddu einnar konunnar. Hún hafi litið í hana og algerlega blöskrað ástandið á áhöldunum. Eftir það fór hún á skrifstofu Rauða krossins, bar þetta undir sína yfirmenn og sagði nóg komið. „Þegar konan kom svo á tröppurnar klukkan 17 og bað um budduna sagði ég henni að ég hefði fargað dótinu, en ég gæti látið hana fá nýjan búnað. Þetta var svona upphafið að því að konurnar gátu fengið nýjan búnað í Konukoti,“ segir Þórey. Örugga herbergið Stuttu seinna hafi Frú Ragnheiður hafið störf og haft gott samráð við Konukot um búnað og leiðbeiningar til starfsfólksins þar um notkun á honum. Eftir að þetta skref var stigið segir Þórey það hafa verið erfitt að afhenda þeim búnaðinn og vísa þeim á dyr. Til að bregðast við því hafi verið útbúin aðstaða þar sem þær gátu undirbúið neysluna og svo farið út til að neyta vímuefnanna. Í aðstöðunni sé hreint borð, ljós fyrir þær, spritt og næði. Meðhöndlun sé ekki það sama og að neyta vímuefnanna og það sé betra að mæta konunum þar sem þær eru, að tryggja öryggi þeirra og aðstoða þær. „Þótt þú rúllir sígarettu þá ertu ekki að reykja hana,“ segir Þórey og að konurnar hafi tekið þessu afar vel og alltaf virt fyrirkomulagið. Hún segir marga sjálfboðaliða í gegnum tíðina hafa verið undrandi á þessu fyrirkomulagi en samkvæmt samkomulagi við borgina hafi ekki mátt neyta inni í húsinu og það hafi verið lykilatriði að halda þessum samningi. „Við gerðum það besta sem við gátum og aðalatriðið í þessu er að enginn fer inn í rýmið nema með leyfi. Svo er fylgst með þeim inni í því,“ segir Þórey sem kallar það örugga herbergið eða örugga rýmið. Strimlar sem mæla styrkleika Hún segir framþróun hvað þetta varðar hafa verið gífurlega síðustu ár. Sem dæmi geti konurnar í dag fengið strimla í Konukoti sem mæli ekki bara styrkleika efnanna heldur einnig hvort þau séu mjög blönduð. „Svo er Naloxone alveg komið. Við þurftum að grenja það út hér áður fyrr.“ Naloxone er mótefni við of stórum skammti ópíóíðlyfja og er nefúðinn notaður sem neyðarmeðferð. Mæta konunum þar sem þær eru Þórey segir að mesta breytingin við starfið í dag sé hversu miklu faglegra það er orðið. „Áður áttum við ekki að gera neitt nema hringja í 112 ef við þurftum sjúkrabíl.“ Í dag mæti þær konunum hvar sem þær eru. Sama hvort það er í neyslu og þurfi öryggi eða hvort þær vilji fara í meðferð eða vilji aðstoð. Þeim sé hjálpað með það sama hvað það er. Vandi flestra kvennanna sem til þeirra leita sé fjölþættur. Þórey segir að í gegnum árin hafi stór hópur kvenna komið í húsið. Afdrif þeirra séu ólík en hún líti aldrei undan þegar hún mætir þeim úti á götu. „Ég lít aldrei undan, en ég bíð eftir þeim. Ég fæ knús og kossa frá mörgum. En svo eru aðrar kannski verr staddar og ef þær líta niður eða frá mér þá er ég með upplit en læt þær vera.“ Langar mest í nýtt hús Spurð á hverju málaflokkurinn þurfi mest að halda í dag segir Þórey skýrt til að fyrst og fremst vildi hún að Konukot kæmist í viðunandi húsnæði.. „Maður er búinn að hokra þarna í tuttugu ár og er orðinn alveg kengboginn. Þetta er ekki boðleg vinnuaðstaða og heldur ekki fyrir gestina. Það er samt auðvitað hlýja þarna og gestirnir finna sinn stað. En vinnuaðstaðan er mjög slæm.“ Konukot er í miðri Reykjavík. Þórey telur áríðandi að athvarfið fái nýtt húsnæði. Vísir/Egill Auk þess sé aðgengi í húsinu ekki viðunandi og standist ekki nútímakröfur. „Við erum með salerni niðri og á efri hæð. Við höfum verið með konu í gifsi, hjólastól og með göngugrind. Við höfum auðvitað reddað því en þetta er rosalega lýjandi.“ Þá segir Þórey að hún vildi mjög sjá meiri stöðugleika í þjónustu fyrir heimilislausar konur. Að athvarfið sé alltaf opið og að til dæmis Skjólið, sem er dagsetur fyrir heimilislausar konur, sé opið um helgar líka og á frídögum. „Að það sé ekki gerður greinarmunur á því að manneskjan þurfi líka skjól á laugardegi eða sunnudegi.“ Amma í hlutastarfi Í dag er Þórey aðeins í 25 prósent starfi í Konukoti. Hún er amma fimm barnabarna og finnst gaman að fara á Jómfrúna í hádeginu. „Karlinn segir að ég hafi verið 24/7 í Konukoti. En ég vil ekki alveg kaupa það. Ég verð 69 í sumar og á fimm barnabörn og eitt á leiðinni. Það elsta er fimm ára. Ég hef því alveg haft tíma,“ segir Þórey. Auk þess hafi hún notið mikillar aðstoðar móður sinnar sem hún og maðurinn hennar bjuggu með. „Það voru mikil forréttindi.“ Utan Konukotsins hafi hún svo getað flúið borgina í bústaðinn. „Við erum með sumarbústað til 40 ára og þokkalega stóra lóð. Það er mikið búið að gróðursetja þar. Stórættin á svo stórt hús norður í Ófeigsfirði á Ströndum og ég hef verið í stjórn fyrir það félag í sirka 30 ár. Svo á ég karl sem vill fara mikið á hálendið. En ég hef ekki farið til útlanda síðan 2008, í vinnuferð, þannig við erum bara hér og þar á Íslandi.“ Viltu ekki fara til útlanda? „Ég á bara ekkert erindi. Ef strákarnir mínir hefðu flutt til útlanda hefði ég auðvitað heimsótt þá þangað. En sumarfríið mitt er bara að fara á Jómfrúna í hádeginu og á Austurvöll,“ segir Þórey létt að lokum.
Jafnréttismál Málefni heimilislausra Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45 „Ég get þetta ekki lengur“ „Ég hringdi einn daginn í bróðir minn og spurði hvort hann gæti skutlað mér niður á spítala, ég ætlaði að reyna að koma mér inn á geðdeild. Ég er svo þakklát að mér hafi verið hleypt þar inn því þarna hugsaði ég, ég get þetta ekki lengur,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir en hún er tveggja barna móðir sem kom sér af götunni fyrir nokkrum árum og hefur átt gott líf síðan. 22. janúar 2024 12:30 Um 130 skráðar komur vegna heimilisofbeldis á bráðamóttöku Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis hefur verið stórbætt síðasta árið á Landspítalanum. Lögum hefur verið breytt sem auðveldar samskipti við lögreglu auk þess stöðugildum í sérstöku heimilisofbeldisteymi hefur verið fjölgað. 26. desember 2023 18:58 Glóð um jólin til styrktar Konukoti Nýr íslenskur hönnunargripur, Glóð, var kynntur með viðhöfn í Smiðsbúðinni á Geirsgötu í gær. Um er að ræða kertastjaka sem verður seldur til styrktar Konukoti, neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. 27. október 2023 13:41 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Sjá meira
Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00
Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45
„Ég get þetta ekki lengur“ „Ég hringdi einn daginn í bróðir minn og spurði hvort hann gæti skutlað mér niður á spítala, ég ætlaði að reyna að koma mér inn á geðdeild. Ég er svo þakklát að mér hafi verið hleypt þar inn því þarna hugsaði ég, ég get þetta ekki lengur,“ segir Inga Hrönn Jónsdóttir en hún er tveggja barna móðir sem kom sér af götunni fyrir nokkrum árum og hefur átt gott líf síðan. 22. janúar 2024 12:30
Um 130 skráðar komur vegna heimilisofbeldis á bráðamóttöku Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis hefur verið stórbætt síðasta árið á Landspítalanum. Lögum hefur verið breytt sem auðveldar samskipti við lögreglu auk þess stöðugildum í sérstöku heimilisofbeldisteymi hefur verið fjölgað. 26. desember 2023 18:58
Glóð um jólin til styrktar Konukoti Nýr íslenskur hönnunargripur, Glóð, var kynntur með viðhöfn í Smiðsbúðinni á Geirsgötu í gær. Um er að ræða kertastjaka sem verður seldur til styrktar Konukoti, neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur. 27. október 2023 13:41
Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30
Erfitt að meta þjónustuþörfina í gistiskýlum og þörf á fleiri úrræðum Fjölgað hefur í hópi heimilislausra með fjölþættan vanda sem leita í gistiskýli borgarinnar en takmarkað er hversu mikla þjónustu hægt er að veita þar. Framkvæmdastjóri hjá borginni segir þörf á fleiri úrræðum og kallar eftir aðkomu ríkis og sveitarfélaga. Stórefla þurfi heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn en heilbrigðisráðherra boðar meðal annars varanlegt neyslurými. 13. mars 2023 20:55