„Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona svakalegum leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. maí 2024 23:22 Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur Vísir/Vilhelm Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, gat að lokum fagnað sigri í kvöld gegn Njarðvík en það tók sinn tíma. Framlengja þurfti leikinn í tvígang og spennustigið var hátt, lokatölur í Keflavík 94-91. Þetta var ekki fyrsti spennuleikur Keflavíkur í þessari úrslitakeppni en liðið er nýkomið í gegnum erfiða og spennandi seríu gegn Stjörnunni. Verða bara allir leikir svona það sem eftir er af þessu móti? „Það er greinilegt! Þetta var náttúrulega svakalegur leikur. Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona leik líka.“ Eftir að hafa verið meira og minna undir allan leikinn þá komust Keflvíkingar loks í skrið þegar Thelma Ágústsdóttir fór að láta þristunum rigna, en hún skoraði tólf stig í röð undir lok venjulegs leiktíma. „Stelpurnar fóru að hjálpa henni að fá opin skot. Við vorum í aðstöðu til þess því það var verið að skilja ákveðna leikmenn eftir hjá okkur. Við opnuðum og hún var klár að negla þessu niður. Ef hún fær þessi skot og er ákveðin í að negla þeim þá setur hún þau.“ Eygló Kristín Óskarsdóttir er varamiðherji Keflavíkur. Hún hefur ekki fengið margar mínútur í vetur og þrátt fyrir að Birna Benónýsdóttir væri fjarverandi í kvöld spilaði Eygló aðeins tæpar sjö mínútur í kvöld en lét vel að sér kveða gegn hávöxnu liði Njarðvíkur á þeim mínútum. „Hún er náttúrulega að berjast við Dani, Thelmu, Birnu, Önnu Láru. Hún er náttúrulega í erfiðri stöðu en búin að taka miklum framförum samt í vetur. Spilaði í 1. deildinni með unglingaflokki. Fengið mínútur hér og þar en ekki mikið samt í þessum alvöru leikjum. Nú var bara tækifæri og mér fannst hún bara nýta þær mjög vel og vonandi eigum við eftir að gefa henni fleiri tækifæri.“ Sigur í kvöld þýðir að Keflvíkingar halda heimavallarréttindum. Sverrir sagði það vissulega létti að halda honum og að hafa landað þessum sigri. „Já já, en hver leikur í úrslitakeppninni sem maður fer í þá þarf maður að selja sig dýrt og reyna að ná í sigur. Það tókst í kvöld í þessum svakalega leik. Við vorum komin nokkrum sinnum með forskot en alltaf misstum við það niður. En þegar upp er staðið þá breytir það ekki öllu.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira
Þetta var ekki fyrsti spennuleikur Keflavíkur í þessari úrslitakeppni en liðið er nýkomið í gegnum erfiða og spennandi seríu gegn Stjörnunni. Verða bara allir leikir svona það sem eftir er af þessu móti? „Það er greinilegt! Þetta var náttúrulega svakalegur leikur. Frábært að ná sigri í fyrsta leik og í svona leik líka.“ Eftir að hafa verið meira og minna undir allan leikinn þá komust Keflvíkingar loks í skrið þegar Thelma Ágústsdóttir fór að láta þristunum rigna, en hún skoraði tólf stig í röð undir lok venjulegs leiktíma. „Stelpurnar fóru að hjálpa henni að fá opin skot. Við vorum í aðstöðu til þess því það var verið að skilja ákveðna leikmenn eftir hjá okkur. Við opnuðum og hún var klár að negla þessu niður. Ef hún fær þessi skot og er ákveðin í að negla þeim þá setur hún þau.“ Eygló Kristín Óskarsdóttir er varamiðherji Keflavíkur. Hún hefur ekki fengið margar mínútur í vetur og þrátt fyrir að Birna Benónýsdóttir væri fjarverandi í kvöld spilaði Eygló aðeins tæpar sjö mínútur í kvöld en lét vel að sér kveða gegn hávöxnu liði Njarðvíkur á þeim mínútum. „Hún er náttúrulega að berjast við Dani, Thelmu, Birnu, Önnu Láru. Hún er náttúrulega í erfiðri stöðu en búin að taka miklum framförum samt í vetur. Spilaði í 1. deildinni með unglingaflokki. Fengið mínútur hér og þar en ekki mikið samt í þessum alvöru leikjum. Nú var bara tækifæri og mér fannst hún bara nýta þær mjög vel og vonandi eigum við eftir að gefa henni fleiri tækifæri.“ Sigur í kvöld þýðir að Keflvíkingar halda heimavallarréttindum. Sverrir sagði það vissulega létti að halda honum og að hafa landað þessum sigri. „Já já, en hver leikur í úrslitakeppninni sem maður fer í þá þarf maður að selja sig dýrt og reyna að ná í sigur. Það tókst í kvöld í þessum svakalega leik. Við vorum komin nokkrum sinnum með forskot en alltaf misstum við það niður. En þegar upp er staðið þá breytir það ekki öllu.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira