Mannréttindastofnun verður að veruleika Jódís Skúladóttir skrifar 15. maí 2024 13:31 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. En af hverju þarf Ísland sem stendur svo framarlega í mannréttindum að hafa slíka stofnun? Íslenska ríkið hefur ítrekað fengið athugasemdir og tilmæli frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma á fót sjálfstæðri innlendri mannréttindastofnun sem uppfylli að fullu viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið (e. Paris Principles). Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem fullgiltur var fyrir Íslands hönd árið 2016, er fyrsti alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem kveður beinlínis á um að til staðar þurfi að vera slík stofnun sem hafi eftirlit með samningnum. Honum er ætlað er að verja og efla réttindi og virðingu fatlaðs fólks og aðildarríki viðurkenna að fatlað fólk hefur ekki hlotið tækifæri og réttindi til jafns við aðra og skuldbinda sig til að vinna að þeim. Með stofnun mannréttindastofnunar á Íslandi leggjum við ýmis mannréttindi til grundvallar svo sem bann við mismunun, rétt til lífs, bann við þrældómi og nauðungarvinnu, rétts til frelsis og mannhelgi, rétts til réttlátrar málsmeðferðar, friðhelgi einkalífs og eignaréttar, trúfrelsi, tjáningarfrelsi, rétt til menntunar, ferðafrelsi, rétts til heilsuverndar og til félagslegrar aðstoðar. Þessi réttindi verndum við í stjórnarskrá lýðveldisins. Mannréttindi snerta allt okkar daglega líf og um þau verðum við því að standa vörð í hvívetna. Blikur hafa verið á lofti, bæði austan hafs og vestan hvað varðar mannréttindi. Við sjáum grundvallar réttindi kvenna um yfirráð yfir eigin líkama fótum troðin í Bandaríkjunum og mikið bakslag hefur verið víða um heim í mannréttindabaráttu hinseginfólks. Hlutverk Mannréttindastofnunnar er til dæmis eftirlit með framkvæmd laga og ekki síst að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Með frumvarpinu er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að Ísland er, var og verður samfélag sem ekki gefur afslátt af sjálfsögðum mannréttindum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ákvörðun tekin um að koma á fót Mannréttindastofnun og unnið að því að klára málið á yfirstandandi vorþingi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Mannréttindi Rekstur hins opinbera Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. En af hverju þarf Ísland sem stendur svo framarlega í mannréttindum að hafa slíka stofnun? Íslenska ríkið hefur ítrekað fengið athugasemdir og tilmæli frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma á fót sjálfstæðri innlendri mannréttindastofnun sem uppfylli að fullu viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið (e. Paris Principles). Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem fullgiltur var fyrir Íslands hönd árið 2016, er fyrsti alþjóðlegi mannréttindasamningurinn sem kveður beinlínis á um að til staðar þurfi að vera slík stofnun sem hafi eftirlit með samningnum. Honum er ætlað er að verja og efla réttindi og virðingu fatlaðs fólks og aðildarríki viðurkenna að fatlað fólk hefur ekki hlotið tækifæri og réttindi til jafns við aðra og skuldbinda sig til að vinna að þeim. Með stofnun mannréttindastofnunar á Íslandi leggjum við ýmis mannréttindi til grundvallar svo sem bann við mismunun, rétt til lífs, bann við þrældómi og nauðungarvinnu, rétts til frelsis og mannhelgi, rétts til réttlátrar málsmeðferðar, friðhelgi einkalífs og eignaréttar, trúfrelsi, tjáningarfrelsi, rétt til menntunar, ferðafrelsi, rétts til heilsuverndar og til félagslegrar aðstoðar. Þessi réttindi verndum við í stjórnarskrá lýðveldisins. Mannréttindi snerta allt okkar daglega líf og um þau verðum við því að standa vörð í hvívetna. Blikur hafa verið á lofti, bæði austan hafs og vestan hvað varðar mannréttindi. Við sjáum grundvallar réttindi kvenna um yfirráð yfir eigin líkama fótum troðin í Bandaríkjunum og mikið bakslag hefur verið víða um heim í mannréttindabaráttu hinseginfólks. Hlutverk Mannréttindastofnunnar er til dæmis eftirlit með framkvæmd laga og ekki síst að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Með frumvarpinu er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að Ísland er, var og verður samfélag sem ekki gefur afslátt af sjálfsögðum mannréttindum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er ákvörðun tekin um að koma á fót Mannréttindastofnun og unnið að því að klára málið á yfirstandandi vorþingi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun