Takk Ísland fyrir upplýsandi kosningabaráttu! Tómas Ellert Tómasson skrifar 15. maí 2024 12:00 Baráttan um Bessastaði hefur verið mjög upplýsandi fyrir mig og aðra þá íslendinga sem aðhyllast lýðræði og að Ísland sé friðsælt starfandi lýðræðisríki í orðum og gjörðum. En nú er vá fyrir dyrum. Í framboði til forseta Íslands er fyrrv. forsætisráðherra sem misnotað hefur og dregið hefur fólk að ósekju fyrir Landsdóm auk þess að beita sér fyrir vopnakaupum til aðila í stríðsátökum. Fyrrv. forsætisráðherra er helst talið það til tekna af sínum stuðningsmönnum að hafa yfirburða þekkingu á opinberri stjórnsýslu umfram aðra frambjóðendur og að geta leitt ólíka hópa saman til lausnar á málum auk þess að kunna nokkur töfrabrögð. Ég véfengi það ekkert sérstaklega. Eru þessir eiginleikar sem að fyrrv. forsætisráðherra eru taldir til tekna af sínum stuðningsmönnum það sem mestu máli skiptir að Forseti Íslands þurfi að hafa til að valda embættinu? Stutta svarið við spurningunni er NEI. Helstu verkefni Forsetans eru að heimsækja þjóðina og bjóða henni á Bessastaði auk þess að styðja við og liðsinna ýmiskonar félagasamtökum og fyrirtækjum sem talin eru gagnleg þjóðinni og að vinna að landkynningu oftast í samráði við Utanríkisþjónustuna auk þess að flytja ræður sem ná eyrum margra s.s. nýársávarp og við þingsetningu. Nánar um helstu verkefni forseta Íslands má sjá hér. Það er ekki á verkefnalista forseta að taka þátt í kappræðum, hvorki á vegum íslenskra fjölmiðla eða menntaskóla. Hvað varðar þann víðfræga málskotsrétt sem mikið er til umfjöllunar samhliða þessum kosningum að þá treysti ég öllum þeim ellefu forsetaframbjóðendum betur til þess en fyrrv. forsætisráðherra til að beita honum með skynsamlegum hætti. Ég gerði þau mistök að fetta fingur út í stuðning þekkts verkalýðsleiðtoga við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Ég gerði einnig þau mistök að fetta fingur út í verklag einstaka hörundsárra og hortuga fjölmiðlamenn og þann part af Sjálfstæðisflokknum sáluga sem er slétt sama um þó fyrrverandi forystumaður flokksins hafi verið dreginn fyrir Landsdóm af fyrrv. forsætisráðherra að ósekju. Það hefði ég ekki átt að gera ásamt hundruðum annarra lýðræðiselskandi íslendingum og biðst afsökunar á þessum gjörningum mínum. Leyfum þeim sem aðhyllast ráðstjórn og valdboð auk undirlægja valdhafa að flykkjast óáreitt fram til stuðnings við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Þannig fáum best séð nöfn þeirra og andlit. Og takk fyrir að upplýsa mig kæru stuðningsmenn fyrrv. forsætisráðherra um það hverjir þið eruð. Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan um Bessastaði hefur verið mjög upplýsandi fyrir mig og aðra þá íslendinga sem aðhyllast lýðræði og að Ísland sé friðsælt starfandi lýðræðisríki í orðum og gjörðum. En nú er vá fyrir dyrum. Í framboði til forseta Íslands er fyrrv. forsætisráðherra sem misnotað hefur og dregið hefur fólk að ósekju fyrir Landsdóm auk þess að beita sér fyrir vopnakaupum til aðila í stríðsátökum. Fyrrv. forsætisráðherra er helst talið það til tekna af sínum stuðningsmönnum að hafa yfirburða þekkingu á opinberri stjórnsýslu umfram aðra frambjóðendur og að geta leitt ólíka hópa saman til lausnar á málum auk þess að kunna nokkur töfrabrögð. Ég véfengi það ekkert sérstaklega. Eru þessir eiginleikar sem að fyrrv. forsætisráðherra eru taldir til tekna af sínum stuðningsmönnum það sem mestu máli skiptir að Forseti Íslands þurfi að hafa til að valda embættinu? Stutta svarið við spurningunni er NEI. Helstu verkefni Forsetans eru að heimsækja þjóðina og bjóða henni á Bessastaði auk þess að styðja við og liðsinna ýmiskonar félagasamtökum og fyrirtækjum sem talin eru gagnleg þjóðinni og að vinna að landkynningu oftast í samráði við Utanríkisþjónustuna auk þess að flytja ræður sem ná eyrum margra s.s. nýársávarp og við þingsetningu. Nánar um helstu verkefni forseta Íslands má sjá hér. Það er ekki á verkefnalista forseta að taka þátt í kappræðum, hvorki á vegum íslenskra fjölmiðla eða menntaskóla. Hvað varðar þann víðfræga málskotsrétt sem mikið er til umfjöllunar samhliða þessum kosningum að þá treysti ég öllum þeim ellefu forsetaframbjóðendum betur til þess en fyrrv. forsætisráðherra til að beita honum með skynsamlegum hætti. Ég gerði þau mistök að fetta fingur út í stuðning þekkts verkalýðsleiðtoga við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Ég gerði einnig þau mistök að fetta fingur út í verklag einstaka hörundsárra og hortuga fjölmiðlamenn og þann part af Sjálfstæðisflokknum sáluga sem er slétt sama um þó fyrrverandi forystumaður flokksins hafi verið dreginn fyrir Landsdóm af fyrrv. forsætisráðherra að ósekju. Það hefði ég ekki átt að gera ásamt hundruðum annarra lýðræðiselskandi íslendingum og biðst afsökunar á þessum gjörningum mínum. Leyfum þeim sem aðhyllast ráðstjórn og valdboð auk undirlægja valdhafa að flykkjast óáreitt fram til stuðnings við framboð fyrrv. forsætisráðherra. Þannig fáum best séð nöfn þeirra og andlit. Og takk fyrir að upplýsa mig kæru stuðningsmenn fyrrv. forsætisráðherra um það hverjir þið eruð. Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun