Statham og Baltasar sameina krafta sína í væntanlegri hasarmynd Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. maí 2024 22:11 Baltasar og Statham sameina krafta sína í nýrri mynd. Leikarinn Jason Statham mun fara með aðalhlutverk í væntanlegri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndina á að kynna á Cannes-kvikmyndamarkaðnum sem fer fram í þessari viku. Hollywood-miðillinn Deadline greinir frá. Þar segir að myndin, sem enn á eftir að fá nafn, muni fjalla um aðalpersónuna Mason, leikinn af Statham, og líf hans á afskekktri skoskri eyju. Þegar hann bjargar ungri konu úr sjónum, sem hafði orðið úti í miklum stormi, hefst röð atburða sem verður til þess að griðarstaður hans á eyjunni verður að engu. Hann neyðist þá til að hætta í einangrun og horfast í augu við drauga fortíðar. Áformað er að tökur hefjist á myndinni í nóvember, og munu þær fara fram í kvikmyndaveri Baltasars í Gufunesi, auk tökudaga á Bretlandi. Bæði Statham og Baltasar verða framleiðendur fyrir sitt hvort framleiðslufyrirtækið. Framleiðslufyrirtækið Black bear kemur einnig að framleiðslu. Samkvæmt frétt Deadline mun Black bear kynna myndina á Cannes-markaðnum í þessari viku. Statham hefur gert garðinn frægan með frammistöðum sínum í ófáum hasarmyndunum. Til að mynda Fast and the furious, Expendables og Collateral. Mynd Baltasars Kormáks, Snerting, sem byggð er á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður heimsfrumsýnd 29. maí næstkomandi og verður frumsýnd í framhaldinu um allan heim. Þegar hafa um 5 milljónir manns horft á sýnishorn myndarinnar á YouTube. Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hollywood-miðillinn Deadline greinir frá. Þar segir að myndin, sem enn á eftir að fá nafn, muni fjalla um aðalpersónuna Mason, leikinn af Statham, og líf hans á afskekktri skoskri eyju. Þegar hann bjargar ungri konu úr sjónum, sem hafði orðið úti í miklum stormi, hefst röð atburða sem verður til þess að griðarstaður hans á eyjunni verður að engu. Hann neyðist þá til að hætta í einangrun og horfast í augu við drauga fortíðar. Áformað er að tökur hefjist á myndinni í nóvember, og munu þær fara fram í kvikmyndaveri Baltasars í Gufunesi, auk tökudaga á Bretlandi. Bæði Statham og Baltasar verða framleiðendur fyrir sitt hvort framleiðslufyrirtækið. Framleiðslufyrirtækið Black bear kemur einnig að framleiðslu. Samkvæmt frétt Deadline mun Black bear kynna myndina á Cannes-markaðnum í þessari viku. Statham hefur gert garðinn frægan með frammistöðum sínum í ófáum hasarmyndunum. Til að mynda Fast and the furious, Expendables og Collateral. Mynd Baltasars Kormáks, Snerting, sem byggð er á samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, verður heimsfrumsýnd 29. maí næstkomandi og verður frumsýnd í framhaldinu um allan heim. Þegar hafa um 5 milljónir manns horft á sýnishorn myndarinnar á YouTube.
Bíó og sjónvarp Hollywood Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira