Hið opinbera skuldi sér og öðrum mæðrum afsökunarbeiðni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2024 19:02 Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir kennslu-og guðfræðingur vill að hið opinbera biðji sig og aðrar konur sem misstu börn sín frá sér á vöggustofur vegna aðstæðna, afsökunar. Aðsend Kona sem missti barn sitt á Vöggustofu vegna veikinda og var þar neitað um að umgangast það fer fram á að Reykjavíkurborg og aðrir opinberir aðilar sem komu að málinu biðji sig afsökunar. Fátækar, einstæðar og veikar mæður sem hafi misst börnin sína á slíkar stofnanir eigi inni afsökunarbeiðni frá hinu opinbera. „Ég grét ekki þegar hún var tekin, ég grét ekki þegar ég horfði á hana gegnum glerið, ég hef aldrei grátið hana. Ég hef aldrei þorað að sakna hennar en ég má það núna eftir þennan þátt,“ segir Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir sem sagði frá reynslu sinni af því að missa barn sitt á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins vegna aðstæðna sinna, sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún telur að hið opinbera skuldi sér afsökunarbeiðni. „Ósk mín er að fá nafnið mitt til baka, að fá mig til baka. Það verði sagt við mig: Ólöf Melkorka þú ert eðlileg en lentir í áföllum sem breyttu hegðun þinni á þessum tíma. Það er bara hægt með því að hið opinbera kerfi biðji mig afsökunar á hvernig komið var fram við mig á þessum tíma. Ég þarf að fá skilning og virðingu. Að það verði tekið í höndina á mér og ég verði beðin fyrirgefningar. Mér yrði jafnvel hælt fyrir hversu langt ég hef náð í lífinu þrátt fyrir að kerfið hafi traðkað á mér um árabil,“ segir Ólöf Melkorka. Gengu í gegnum logandi helvíti Það sama eigi við um aðrar fátækar, veikar eða einstæðar mæður sem voru í svipaðri stöðu og hún á þessum tíma og misstu barn sitt á Vöggustofu vegna erfiðra aðstæðna. „Kerfið ætti að biðja allar þessar mæður sem gengu í gegnu logandi helvíti, fyrirgefningar. Ég veit það margar eru dánar þetta er svo langur tími sem er liðinn en jafnvel dáin manneskja á fyrirgefningu skilið og enduruppreisn,“ segir hún. Hún segir að reynsla sín hafi haft mikil áhrif á sig allt lífið. „Það er fátt erfiðara en að verða fyrir því að barn er tekið af manni og fylgir manni alla tíð,“ segir Ólöf. Vistheimili Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Ég grét ekki þegar hún var tekin, ég grét ekki þegar ég horfði á hana gegnum glerið, ég hef aldrei grátið hana. Ég hef aldrei þorað að sakna hennar en ég má það núna eftir þennan þátt,“ segir Ólöf Melkorka Laufeyjardóttir sem sagði frá reynslu sinni af því að missa barn sitt á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins vegna aðstæðna sinna, sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún telur að hið opinbera skuldi sér afsökunarbeiðni. „Ósk mín er að fá nafnið mitt til baka, að fá mig til baka. Það verði sagt við mig: Ólöf Melkorka þú ert eðlileg en lentir í áföllum sem breyttu hegðun þinni á þessum tíma. Það er bara hægt með því að hið opinbera kerfi biðji mig afsökunar á hvernig komið var fram við mig á þessum tíma. Ég þarf að fá skilning og virðingu. Að það verði tekið í höndina á mér og ég verði beðin fyrirgefningar. Mér yrði jafnvel hælt fyrir hversu langt ég hef náð í lífinu þrátt fyrir að kerfið hafi traðkað á mér um árabil,“ segir Ólöf Melkorka. Gengu í gegnum logandi helvíti Það sama eigi við um aðrar fátækar, veikar eða einstæðar mæður sem voru í svipaðri stöðu og hún á þessum tíma og misstu barn sitt á Vöggustofu vegna erfiðra aðstæðna. „Kerfið ætti að biðja allar þessar mæður sem gengu í gegnu logandi helvíti, fyrirgefningar. Ég veit það margar eru dánar þetta er svo langur tími sem er liðinn en jafnvel dáin manneskja á fyrirgefningu skilið og enduruppreisn,“ segir hún. Hún segir að reynsla sín hafi haft mikil áhrif á sig allt lífið. „Það er fátt erfiðara en að verða fyrir því að barn er tekið af manni og fylgir manni alla tíð,“ segir Ólöf.
Vistheimili Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01 Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Vinnubrögðin gátu leitt til dauða Læknir og hjúkrunarfræðingur sem sáu um vöggustofuna að Hlíðarenda ákváðu að reka hana eins og spítala. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augun á þeim og foreldrar fengu aðeins að horfa á þau gegnum gler. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun jafnvel geta verið lífshættulega fyrir ungbörn. 6. maí 2024 08:01
Frumsýning á Vísi: Segja þjóðinni loksins frá harðræðinu á vistheimilunum Þúsundir barna hafa verið vistuð á vegum hins opinbera á upptökuheimilum hér og þar um landið í gegnum tíðina. Í fyrsta sinn fær fólkið sem lifði af að segja þjóðinni frá því hvaða meðferð það sætti á vistheimilum í heimildaþáttunum Vistheimilin með Berghildi Erlu Bernharðsdóttur. 23. apríl 2024 14:45