Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2024 14:45 Örvar er spenntur fyrir framtíðinni á Grillhúsinu þar sem gestir eiga ekki bara von á borgara heldur gætu verið blústónleikar, pílukeppni eða pöbbkvis í gangi. Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjókokkinn fyrir um 30 árum og starfaði sem kokkur á frystitogurum árum saman. Þess á milli vann hann á veitingastöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi. Örvar segist hafa rekið augun í auglýsingu um sölu á Grillhúsinu í Borgarnesi um áramótin en þá hafði hann starfað sem rekstrarstjóri staðarins í nokkra mánuði. „Ég sá bara tækifæri til að stimpla mig inn í bæinn,“ segir Örvar. Hann hafi búið í Borgarnesi sem krakki. „Það er leiðinlegt hvernig þróunin hefur verið. Borgnesingar hafa sótt alla afþreyingu út úr bænum. En ég ætla að reyna að snúa þessu við,“ segir Örvar. Pílusalur opnaður Spenna er fyrir nýjum pílusal sem Örvar hyggst opna í öðru rými í húsinu. Opnunin er handan við hornið. Þá stendur hann fyrir alls konar viðburðum og hefur raunar gert undanfarna mánuði. Þar ber hæst pöbbkviss, trúbadorar og síðast en ekki síst blúshátíð þar sem fjórar hljómsveitir tróðu upp. Andrea Gylfadóttir blúsdrottning á meðal flytjenda. Blúsað við þjóðveg 1. Grillhúsið stendur við Þjóðveg 1 þegar ekið er í gegnum Borgarnesi. „Það hefur verið fín mæting á alla þessa viðburði, hvort sem það er pöbbkvis, trúbador eða blús. Það þarf greinilega bara að vera eitthvað til staðar fyrir fólkið og þá mætir það.“ Grillhúsið í Borgarnesi var auglýst til sölu ásamt tveimur veitingastöðum Grillhússins í Reykjavík um áramótin. Eigendur TGI Fridays keyptu reksturinn í Reykjavík en Örvar fer fyrir hópnum sem keypti útibúið í Borgarnesi. Opið í annan endann „Þetta er alveg dýrt. Miklu meira en ein fjölskylda ræður við. Ég þurfti að finna mannskap með mér og fann þá. Mjög góða og reynslumikla menn.“ Staðurinn opnar dyr sínar á hverjum degi klukkan ellefu og Örvar ætlar að hafa opið þangað til fólk er hætt að mæta. „Það fyrsta sem ég gerði var að ég tók út að það loki klukkan níu eða tíu. Það er algjör óþarfi að vera með sex starfsmenn í húsi og ekkert að gerast. En svo ef það er eitthvað að gerast þá vil ég hafa opið,“ segir Örvar. Þó ekki lengur en til eitt eins og tilskilin leyfi segja til um. En það er eitt alveg ljóst í huga Örvars: „Borgarnes verður staðurinn í sumar.“ Veitingastaðir Borgarbyggð Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Örvar segist hafa rekið augun í auglýsingu um sölu á Grillhúsinu í Borgarnesi um áramótin en þá hafði hann starfað sem rekstrarstjóri staðarins í nokkra mánuði. „Ég sá bara tækifæri til að stimpla mig inn í bæinn,“ segir Örvar. Hann hafi búið í Borgarnesi sem krakki. „Það er leiðinlegt hvernig þróunin hefur verið. Borgnesingar hafa sótt alla afþreyingu út úr bænum. En ég ætla að reyna að snúa þessu við,“ segir Örvar. Pílusalur opnaður Spenna er fyrir nýjum pílusal sem Örvar hyggst opna í öðru rými í húsinu. Opnunin er handan við hornið. Þá stendur hann fyrir alls konar viðburðum og hefur raunar gert undanfarna mánuði. Þar ber hæst pöbbkviss, trúbadorar og síðast en ekki síst blúshátíð þar sem fjórar hljómsveitir tróðu upp. Andrea Gylfadóttir blúsdrottning á meðal flytjenda. Blúsað við þjóðveg 1. Grillhúsið stendur við Þjóðveg 1 þegar ekið er í gegnum Borgarnesi. „Það hefur verið fín mæting á alla þessa viðburði, hvort sem það er pöbbkvis, trúbador eða blús. Það þarf greinilega bara að vera eitthvað til staðar fyrir fólkið og þá mætir það.“ Grillhúsið í Borgarnesi var auglýst til sölu ásamt tveimur veitingastöðum Grillhússins í Reykjavík um áramótin. Eigendur TGI Fridays keyptu reksturinn í Reykjavík en Örvar fer fyrir hópnum sem keypti útibúið í Borgarnesi. Opið í annan endann „Þetta er alveg dýrt. Miklu meira en ein fjölskylda ræður við. Ég þurfti að finna mannskap með mér og fann þá. Mjög góða og reynslumikla menn.“ Staðurinn opnar dyr sínar á hverjum degi klukkan ellefu og Örvar ætlar að hafa opið þangað til fólk er hætt að mæta. „Það fyrsta sem ég gerði var að ég tók út að það loki klukkan níu eða tíu. Það er algjör óþarfi að vera með sex starfsmenn í húsi og ekkert að gerast. En svo ef það er eitthvað að gerast þá vil ég hafa opið,“ segir Örvar. Þó ekki lengur en til eitt eins og tilskilin leyfi segja til um. En það er eitt alveg ljóst í huga Örvars: „Borgarnes verður staðurinn í sumar.“
Veitingastaðir Borgarbyggð Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira