Þurfi að gera úrbætur en ástandið verið ýkt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2024 16:00 Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir hjá MAST segir að stofnunin fylgist með bæ í Borgarfirði og að bændur þar fari að kröfum stofnunarinnar um velferð dýra. Þeim hafi verið gert að fækka fé en ekki fyrr en í haust. Vísir/Sara Settur yfirdýralæknir hjá Mast segir að stofnunin hafi farið fram á að sauðfjárbú í Borgarfirði geri talsverðar úrbætur í búskapnum. Þá hafi ábúendum þar verið gert að fækka fé en erfitt sé að gera það í miðjum sauðburði. Hann telur ástandið á bænum ekki eins slæmt og menn vilja vera láta. Dýraverndunarsamband Íslands sakaði Matvælastofnun um það í síðustu viku að tryggja ekki velferð sauðfjár á bæ í Borgarfirði. Ábúendur á umræddum bæ sögðu þá í samtali við fréttastofu að þeir væru að fá hjálp við sauðburðinn og MAST væri þeim innan handar. Þau væru tekin að reskjast og hygðust hætta búskap næsta haust. Mast hefur tvisvar birt yfirlýsingar undafarið vegna málsins á heimasíðu sinni. Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir MAST segir að stofnunin sé að sinna hlutverki sínu í málinu. Ástandið kannski ekki eins slæmt og hafi komið fram „Við teljum að við séum að sinna skyldu okkar að fullu. MAST hefur haft eftirlit með ákveðnum bæjum sérstaklega einum í Borgarfirði varðandi sauðfjárbússkap og hefur farið í nokkrar eftirlitsferðir. Stofnunin hefur farið fram á ákveðnar úrbætur miðað við það sem hefur komið í ljós. Vissulega er ýmislegt sem má betur fara en kannski er ástandið kannski ekki alveg eins slæmt og menn vilja vera láta,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hvort Mast hafi krafist mikilla úrbóta svara hann: „Við höfum þurft að krefjast ákveðinna úrbóta miðað við aðstæður og á ákveðnum bæjum höfum við þurft að fara fram á töluvert miklar úrbætur já.“ Þurfa að fækka hjá sér Þorvaldur segir MAST fara í eftirfylgniheimsóknir á bæinn. Hann segir að myndir sem hafi birst í fjölmiðlum sem sýna féð með skallabletti ekki vera merki um bein veikindi. Þá hafi sauðfé á bænum haft aðgang að fóðri og vatni. „Það eru einhverjar kindur sem tilheyra bænum með skallabletti. Það er hins vegar ekki sjúkdómsástand. Það á sér stað einhver aflögn í gærunni og þá byrja þær að missa ullina á ákveðnum svæðum líkamans. Þá hafa þær haft aðgang að heyi og vatni og samkvæmt mínum upplýsingum er ekki mikið um vanhöld eða hor á fé á bænum,“ segir hann. Þorvaldur segir að stofnunin hafi farið fram á að bændurnir fækki sauðfé hjá sér. „MAST hefur verið farið fram á fækkun fjár. Það er hins vegar ekki auðvelt að fækka fé í miðjum sauðburði. Það verður að bíða þangað til næsta haust,“ segir Þorvaldur. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Borgarbyggð Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Dýraverndunarsamband Íslands sakaði Matvælastofnun um það í síðustu viku að tryggja ekki velferð sauðfjár á bæ í Borgarfirði. Ábúendur á umræddum bæ sögðu þá í samtali við fréttastofu að þeir væru að fá hjálp við sauðburðinn og MAST væri þeim innan handar. Þau væru tekin að reskjast og hygðust hætta búskap næsta haust. Mast hefur tvisvar birt yfirlýsingar undafarið vegna málsins á heimasíðu sinni. Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir MAST segir að stofnunin sé að sinna hlutverki sínu í málinu. Ástandið kannski ekki eins slæmt og hafi komið fram „Við teljum að við séum að sinna skyldu okkar að fullu. MAST hefur haft eftirlit með ákveðnum bæjum sérstaklega einum í Borgarfirði varðandi sauðfjárbússkap og hefur farið í nokkrar eftirlitsferðir. Stofnunin hefur farið fram á ákveðnar úrbætur miðað við það sem hefur komið í ljós. Vissulega er ýmislegt sem má betur fara en kannski er ástandið kannski ekki alveg eins slæmt og menn vilja vera láta,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hvort Mast hafi krafist mikilla úrbóta svara hann: „Við höfum þurft að krefjast ákveðinna úrbóta miðað við aðstæður og á ákveðnum bæjum höfum við þurft að fara fram á töluvert miklar úrbætur já.“ Þurfa að fækka hjá sér Þorvaldur segir MAST fara í eftirfylgniheimsóknir á bæinn. Hann segir að myndir sem hafi birst í fjölmiðlum sem sýna féð með skallabletti ekki vera merki um bein veikindi. Þá hafi sauðfé á bænum haft aðgang að fóðri og vatni. „Það eru einhverjar kindur sem tilheyra bænum með skallabletti. Það er hins vegar ekki sjúkdómsástand. Það á sér stað einhver aflögn í gærunni og þá byrja þær að missa ullina á ákveðnum svæðum líkamans. Þá hafa þær haft aðgang að heyi og vatni og samkvæmt mínum upplýsingum er ekki mikið um vanhöld eða hor á fé á bænum,“ segir hann. Þorvaldur segir að stofnunin hafi farið fram á að bændurnir fækki sauðfé hjá sér. „MAST hefur verið farið fram á fækkun fjár. Það er hins vegar ekki auðvelt að fækka fé í miðjum sauðburði. Það verður að bíða þangað til næsta haust,“ segir Þorvaldur.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Borgarbyggð Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira