Fagleg uppbygging myndlistar í forgrunni Tinna Guðmundsdóttir skrifar 13. maí 2024 10:31 Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. SÍM gegnir hlutverki sem málsvari og baráttuafl bæði fyrir myndlistarfólk jafnt og almenning í landinu. Það er nefnilega öllum landsmönnum til bóta að hagsmunamál listamanna séu í góðum farvegi, af því að framlag myndlistarmanna til samfélagsins er gríðarlega mikilvægt á mörgum sviðum. Listir auka vellíðan, listir ýta undir gagnrýna hugsun, listir stuðla að tjáningu, listir rækta samkennd, listir búa til vettvang fyrir ólíka hópa til að koma saman, ræða málin og búa til sameiginlegar minningar, reynslu og minni. Hægt er að halda áfram óendanlega að lista upp með jákvæð áhrif af því listir og menning eru ótæmandi auðlind sem eflist enn frekar þegar búið er að virkja. Það er af þessum ástæðum, og mörgum fleirum, að mjög mikilvægt er að byggja upp starfsumhverfi myndlistarmanna og fjölga leiðum til að myndlistarmenn geti aflað sér tekna. Því meir sem listamenn geta iðkað listsköpun sína því meiri ávaxta nýtur samfélagið. Fyrst og fremst þarf að efla og þróa áfram framtakið Við borgum listamönnum sem SÍM hafði frumkvæði að. Mikill ávinningur hefur áunnist í þessum málum á síðustu árum, en betur má ef duga skal og halda þarf áfram að tryggja kjör listamanna. Eitt af mikilvægustu málunum um þessar mundir eru breytingar á lögum um listamannalaun. Á síðustu árum hefur farið fram vinna á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins varðandi breytingar á lögunum og hefur þegar verið mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi. Þetta er tímamóta frumvarp og komu margir hagsmunaaðilar að undirbúningsvinnunni. Náist það í gegn mun fyrirkomulag á launasjóðunum breytast og það sem er mest aðkallandi, mánaðarleg starfslaun hækka og þeim verður fjölgað. Þessi uppfærsla er löngu tímabært í ljósi fólksfjölgunar og launaþróunar. Í dag eru mánaðarleg listamannalaun 538.000 kr. sem verktakagreiðsla, sem jafngildir 363.115 kr. í útborgun laun eftir að búið er að greiða launatengd gjöld. Annað mikilvægt mál er eftirfylgni með aðgerðumnýlegrar myndlistarstefnu stjórnvalda til ársins 2023 en sérstaklega aðgerð 9, varðandi fyrirkomulag Listskreytingasjóðs, og aðgerð 17, varðandi gestavinnustofur. Málefni Listskreytingasjóðs er tilefni í aðra grein en það er hreyfing á því máli og nauðsynlegt að hagsmunir myndlistarmanna séu hafðir að leiðarljósi. Varðandi gestavinnustofur þá hefur SÍM í áraraðir rekið alþjóðlegar gestavinnustofur og verið fyrsta stopp á Íslandi fyrir marga erlenda listamenn. Það eru margþætt margföldunaráhrif á rekstri gestavinnustofa, ég þekki það vel á eigin raun eftir störf mín í Skaftfelli á Seyðisfirði og ég hef margoft séð íslenska listamenn fá tækifæri erlendis eftir kynni í gegnum gestalistamann. Að lokum langar mig að nefna að það er löngu tímabært að fundin verði langtímalausn á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn. Góð vinnustofa og vinnuaðstaða er þungamiðja listsköpunar. Búa þarf til aðstæður þar sem listamenn geta leigt vinnustofur til langtíma og stundað sína iðju, á eigin forsendum. Kæru kollegar, ég mun sinna ofantöldum verkefnum af mikilli staðfestu og baráttuanda hljóti ég kjör. Lykillinn í því samhengi er að vera í virku samtali við félagsmenn, hið opinbera og alþjóðlega samfélagið. Munið að kjósa rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí! Höfundur er myndlistarkona og menningarstýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Myndlist Félagasamtök Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kæru kollegar í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Þessi grein er skrifuð í tilefni af framboði mínu til formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Kosningin fer fram rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí og úrslit verða tilkynnt á aðalfundi fimmtudaginn 16. maí. SÍM gegnir hlutverki sem málsvari og baráttuafl bæði fyrir myndlistarfólk jafnt og almenning í landinu. Það er nefnilega öllum landsmönnum til bóta að hagsmunamál listamanna séu í góðum farvegi, af því að framlag myndlistarmanna til samfélagsins er gríðarlega mikilvægt á mörgum sviðum. Listir auka vellíðan, listir ýta undir gagnrýna hugsun, listir stuðla að tjáningu, listir rækta samkennd, listir búa til vettvang fyrir ólíka hópa til að koma saman, ræða málin og búa til sameiginlegar minningar, reynslu og minni. Hægt er að halda áfram óendanlega að lista upp með jákvæð áhrif af því listir og menning eru ótæmandi auðlind sem eflist enn frekar þegar búið er að virkja. Það er af þessum ástæðum, og mörgum fleirum, að mjög mikilvægt er að byggja upp starfsumhverfi myndlistarmanna og fjölga leiðum til að myndlistarmenn geti aflað sér tekna. Því meir sem listamenn geta iðkað listsköpun sína því meiri ávaxta nýtur samfélagið. Fyrst og fremst þarf að efla og þróa áfram framtakið Við borgum listamönnum sem SÍM hafði frumkvæði að. Mikill ávinningur hefur áunnist í þessum málum á síðustu árum, en betur má ef duga skal og halda þarf áfram að tryggja kjör listamanna. Eitt af mikilvægustu málunum um þessar mundir eru breytingar á lögum um listamannalaun. Á síðustu árum hefur farið fram vinna á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins varðandi breytingar á lögunum og hefur þegar verið mælt fyrir frumvarpinu á Alþingi. Þetta er tímamóta frumvarp og komu margir hagsmunaaðilar að undirbúningsvinnunni. Náist það í gegn mun fyrirkomulag á launasjóðunum breytast og það sem er mest aðkallandi, mánaðarleg starfslaun hækka og þeim verður fjölgað. Þessi uppfærsla er löngu tímabært í ljósi fólksfjölgunar og launaþróunar. Í dag eru mánaðarleg listamannalaun 538.000 kr. sem verktakagreiðsla, sem jafngildir 363.115 kr. í útborgun laun eftir að búið er að greiða launatengd gjöld. Annað mikilvægt mál er eftirfylgni með aðgerðumnýlegrar myndlistarstefnu stjórnvalda til ársins 2023 en sérstaklega aðgerð 9, varðandi fyrirkomulag Listskreytingasjóðs, og aðgerð 17, varðandi gestavinnustofur. Málefni Listskreytingasjóðs er tilefni í aðra grein en það er hreyfing á því máli og nauðsynlegt að hagsmunir myndlistarmanna séu hafðir að leiðarljósi. Varðandi gestavinnustofur þá hefur SÍM í áraraðir rekið alþjóðlegar gestavinnustofur og verið fyrsta stopp á Íslandi fyrir marga erlenda listamenn. Það eru margþætt margföldunaráhrif á rekstri gestavinnustofa, ég þekki það vel á eigin raun eftir störf mín í Skaftfelli á Seyðisfirði og ég hef margoft séð íslenska listamenn fá tækifæri erlendis eftir kynni í gegnum gestalistamann. Að lokum langar mig að nefna að það er löngu tímabært að fundin verði langtímalausn á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn. Góð vinnustofa og vinnuaðstaða er þungamiðja listsköpunar. Búa þarf til aðstæður þar sem listamenn geta leigt vinnustofur til langtíma og stundað sína iðju, á eigin forsendum. Kæru kollegar, ég mun sinna ofantöldum verkefnum af mikilli staðfestu og baráttuanda hljóti ég kjör. Lykillinn í því samhengi er að vera í virku samtali við félagsmenn, hið opinbera og alþjóðlega samfélagið. Munið að kjósa rafrænt frá hádegi 14. maí til hádegis 16. maí! Höfundur er myndlistarkona og menningarstýra.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar