Ísland lenti í síðasta sæti í Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 12. maí 2024 00:16 Hera Björk sló ekki í gegn hjá Evrópubúum þetta árið. Alma Bengtsson/EBU Framlag Íslands til Eurovision 2024 lenti í síðasta sæti keppninnar. Atriðið fékk þrjú stig á undankvöldi keppninnar, minnst allra þjóða. Í ár sendi Ísland Heru Björk í Eurovision, en hún hafði einnig tekið þátt árið 2010 með laginu Je Ne Sais Quoi. Þá komst hún áfram á úrslitakvöldið og hafnaði í 19. sæti keppninnar með 41 stig. Lag hennar í ár, Scared of Heights, féll ekki í kramið hjá Evrópu og komst ekki áfram úr fyrra undankvöldi keppninnar. Fimmtán þjóðir kepptust þá um að komast áfram en fimm sátu eftir með sárt ennið. Í kvöld, eftir að úrslitakvöldinu lauk þar sem hinn svissneski Nemo vann með laginu The Code, voru niðurstöður undankvöldanna birtar. Þar kemur fram að Hera hafi einungis fengið þrjú stig, minnst allra í keppninni. Niðurstaðan úr fyrra undanúrslitakvöldinu. Athygli vekur að sigurframlag Sviss lenti í fjórða sæti á sínu undankvöldi með 132 stig. Á undan voru Ísraelar með 194 stig sem enduðu svo í fimmta sæti á úrslitakvöldinu, Hollendingar með 182 stig sem voru dæmdir úr leik og Armenar með 137 stig sem enduðu í áttunda sæti á úrslitakvöldinu. Rétt fyrir ofan Heru var framlag Aserbadsíjan, sem keppti á sama undankvöldi, með ellefu stig. Þar næst koma fjögur atriði sem kepptu á seinna undankvöldi keppninnar, Malta, Albanía, San Marínó og Belgía með þrettán, fjórtán, sextán og átján stig á haus. Þetta er í fjórða sinn sem framlag Íslands endar í síðasta sæti keppninnar. Það gerðist einnig árin 1989 þegar Daníel Ágúst flutti lagið Það sem enginn sér, árið 2001 þegar Two Tricky fluttu lagið Angel og árið 2018 þegar Ari Ólafsson söng lagið Our Choice. Ekki er búið að tilkynna frá hvaða þjóðum stigin þrjú sem Hera fékk komu. Eurovision Svíþjóð Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15 Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Í ár sendi Ísland Heru Björk í Eurovision, en hún hafði einnig tekið þátt árið 2010 með laginu Je Ne Sais Quoi. Þá komst hún áfram á úrslitakvöldið og hafnaði í 19. sæti keppninnar með 41 stig. Lag hennar í ár, Scared of Heights, féll ekki í kramið hjá Evrópu og komst ekki áfram úr fyrra undankvöldi keppninnar. Fimmtán þjóðir kepptust þá um að komast áfram en fimm sátu eftir með sárt ennið. Í kvöld, eftir að úrslitakvöldinu lauk þar sem hinn svissneski Nemo vann með laginu The Code, voru niðurstöður undankvöldanna birtar. Þar kemur fram að Hera hafi einungis fengið þrjú stig, minnst allra í keppninni. Niðurstaðan úr fyrra undanúrslitakvöldinu. Athygli vekur að sigurframlag Sviss lenti í fjórða sæti á sínu undankvöldi með 132 stig. Á undan voru Ísraelar með 194 stig sem enduðu svo í fimmta sæti á úrslitakvöldinu, Hollendingar með 182 stig sem voru dæmdir úr leik og Armenar með 137 stig sem enduðu í áttunda sæti á úrslitakvöldinu. Rétt fyrir ofan Heru var framlag Aserbadsíjan, sem keppti á sama undankvöldi, með ellefu stig. Þar næst koma fjögur atriði sem kepptu á seinna undankvöldi keppninnar, Malta, Albanía, San Marínó og Belgía með þrettán, fjórtán, sextán og átján stig á haus. Þetta er í fjórða sinn sem framlag Íslands endar í síðasta sæti keppninnar. Það gerðist einnig árin 1989 þegar Daníel Ágúst flutti lagið Það sem enginn sér, árið 2001 þegar Two Tricky fluttu lagið Angel og árið 2018 þegar Ari Ólafsson söng lagið Our Choice. Ekki er búið að tilkynna frá hvaða þjóðum stigin þrjú sem Hera fékk komu.
Eurovision Svíþjóð Íslendingar erlendis Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15 Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Íslendingar gáfu Króatíu 12 stig og Ísrael 8 stig Króatíska framlagið var í uppáhaldi hjá íslenskum áhorfendum á Eurovision sem haldið var í Malmö í kvöld. Það franska hlaut 10 stig og Ísrael fékk 8 stig frá íslenskum áhorfendum. 11. maí 2024 23:15
Fylgjast frekar með Falastinvision í mótmælaskyni Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 11. maí 2024 20:40
Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið