Grafa skoðanakannanir undan lýðræðinu? Guðlaugur Bragason skrifar 10. maí 2024 09:01 Ég velti stundum fyrir mér markaðsrannsóknum og tilgangi þeirra þegar kemur að lýðræðislegum kosningum. Nú hafa slíkar rannsóknir augljóst mikilvægi á ýmsum sviðum og geta m.a. veitt dýrmæta innsýn í ýmiss samfélagsleg mál sem krefjast endurbóta. En hver er tilgangur og ávinningur markaðsrannsókna þegar kemur að kosningum? Eitt sem mér finnst helst einkenna áhrif slíkra rannsókna er að frambjóðendur eða stjórnmálaflokkar sem hefja kosningabaráttu með lítið fylgi í skoðanakönnunum verði undir í umfjöllun og eigi þ.a.l. mun erfiðara með að vekja athygli á málefnum sínum en mótframbjóðendur. Lítið fylgi í könnun getur t.d. orsakast af því að viðkomandi einstaklingar eða stjórnmálaflokkar séu óþekktir í samfélaginu. Niðurstöður skoðanakannana geta því haft þær aukaverkanir að viðhalda völdum þekktra einstaklinga og/eða stjórnmálaflokka með langa sögu. Annað sem gerist svo óhjákvæmilega í kjölfar lítis fylgis í skoðanakönnunum er umræðan um „dauð atkvæði". Sem dæmi gætu stuðningsmenn stjórnmálaflokks með 3% fylgi í skoðanakönnunum hugsað sem svo að flokkurinn komist ólíklega á þing, og því sé betur farið með atkvæðið að greiða það annað. Út frá ofangreindu dæmi má líklega fullyrða að einn umdeildasti forsetaframbjóðandi sem sögur fara af sé nú í framboði til forseta Íslands, eða fyrrverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir. Mér finnst mjög skiljanlegt að kjósendum sem líst best á frambjóðanda með lítið fylgi í skoðanakönnunum fórni atkvæði sínu frekar í þágu helsta keppinauts Katrínar til að minnka líkur á kjöri fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta gildir auðvitað ekki aðeins um Katrínu og aðrir frambjóðendur geta tapað/grætt atkvæði gegnum samskonar atkvæðakænsku. Við gætum því endað með forseta með 40-50% kosningu sem væri kannski annar eða þriðji kostur hjá stórum hluta þeirra sem kjósa viðkomandi. Þetta er dæmi um hvernig markaðsrannsóknir geti haft óbein áhrif á lýðræðið sem hlýtur að valda einhvers konar hugarangri. Hvers vegna ættu fyrirtæki í einkaeigu að hafa þetta vald? Getum við yfir höfuð treyst heiðarleika þeirra og hlutleysi? Nú er það staðfest að stjórnarformaður Gallup er tengdur framboði Katrínar Jakobsdóttur. Útlit er fyrir að annar starfsmaður Gallup sé stjórnandi í Facebook-hópnum „Halla Hrund - Stuðningsfólk". Hvernig getum við treyst því að þessir og aðrir starfsmenn vinni af heilindum þegar ákvarðanir þeirra geta haft áhrif á úrslit kosninga í lýðræðisríki? Ég tek fram að mögulega er um strangheiðarlegt fólk að ræða, en jafnframt of mikil ábyrgð lögð á ókjörna einstaklinga að mínu mati. Þann 8. maí fjallaði Nútíminn um tvö athugaverð atriði sem birtust í einni og sömu könnunninni frá Gallup. Fyrst ber að nefna lista forsetaframbjóðanda eftir stafrófsröð þar sem búið var að færa eitt nafn aftast í röðina þrátt fyrir að vera fremst í stafrófinu. Gallup til varnar þá er vert að taka fram að það gæti verið einföld skýring á þessari uppröðun. Samkvæmt frétt Nútímans höfðu hins vegar engin svör borist frá Gallup þegar fréttin var birt. Atriðið sem vakti hins vegar mestu furðu var skoðanamyndandi aukaspurning í sömu könnun. Þar var spurt hvort það kæmi til greina að kjósa einn af „neðangreindum frambjóðendum", en aðeins hægt að velja fimm af þeim tólf sem eru í framboði. Þess má geta að þesir fimm eru einmitt þeir sem hafa mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Hefur Gallup vald eða leyfi til að ákveða hvaða forsetaframbjóðendur eiga ekki erindi við almenning? Getur verið að sambærileg framsetning sé gegnumgangandi í skoðanakönnunum, en það rati ekki í fjölmiðla? Eins og starfsmenn Gallup vita líklega betur en flestir, þá er framsetning gríðarlega mikilvægt atriði þegar kemur að hlutleysi skoðanakannana og því finnst mér mjög undarlegt að þetta hafi sloppið í gegn hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðsrannsóknum. Eftir þessar vangaveltur kvikna nokkrar spurningar. Er hægt er að tryggja að markaðsrannsóknir fyrir kosningar séu gerðar af heilindum með einhvers konar eftirliti? Ef það er hægt, er þá ekki samt sem áður mikið áhyggjuefni að niðurstöður vel unnra markaðsrannsókna geti haft áhrif á bæði vinsældir frambjóðanda og hvert atkvæði greiðast í lýðræðislegum kosningum sbr. dauð atkvæði? Má vera í ljósi þessara vangaveltna að skoðanakannanir í aðdragana kosninga séu jafnvel ólýðræðislegar í eðli sínu? Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Guðlaugur Bragason Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ég velti stundum fyrir mér markaðsrannsóknum og tilgangi þeirra þegar kemur að lýðræðislegum kosningum. Nú hafa slíkar rannsóknir augljóst mikilvægi á ýmsum sviðum og geta m.a. veitt dýrmæta innsýn í ýmiss samfélagsleg mál sem krefjast endurbóta. En hver er tilgangur og ávinningur markaðsrannsókna þegar kemur að kosningum? Eitt sem mér finnst helst einkenna áhrif slíkra rannsókna er að frambjóðendur eða stjórnmálaflokkar sem hefja kosningabaráttu með lítið fylgi í skoðanakönnunum verði undir í umfjöllun og eigi þ.a.l. mun erfiðara með að vekja athygli á málefnum sínum en mótframbjóðendur. Lítið fylgi í könnun getur t.d. orsakast af því að viðkomandi einstaklingar eða stjórnmálaflokkar séu óþekktir í samfélaginu. Niðurstöður skoðanakannana geta því haft þær aukaverkanir að viðhalda völdum þekktra einstaklinga og/eða stjórnmálaflokka með langa sögu. Annað sem gerist svo óhjákvæmilega í kjölfar lítis fylgis í skoðanakönnunum er umræðan um „dauð atkvæði". Sem dæmi gætu stuðningsmenn stjórnmálaflokks með 3% fylgi í skoðanakönnunum hugsað sem svo að flokkurinn komist ólíklega á þing, og því sé betur farið með atkvæðið að greiða það annað. Út frá ofangreindu dæmi má líklega fullyrða að einn umdeildasti forsetaframbjóðandi sem sögur fara af sé nú í framboði til forseta Íslands, eða fyrrverandi forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir. Mér finnst mjög skiljanlegt að kjósendum sem líst best á frambjóðanda með lítið fylgi í skoðanakönnunum fórni atkvæði sínu frekar í þágu helsta keppinauts Katrínar til að minnka líkur á kjöri fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta gildir auðvitað ekki aðeins um Katrínu og aðrir frambjóðendur geta tapað/grætt atkvæði gegnum samskonar atkvæðakænsku. Við gætum því endað með forseta með 40-50% kosningu sem væri kannski annar eða þriðji kostur hjá stórum hluta þeirra sem kjósa viðkomandi. Þetta er dæmi um hvernig markaðsrannsóknir geti haft óbein áhrif á lýðræðið sem hlýtur að valda einhvers konar hugarangri. Hvers vegna ættu fyrirtæki í einkaeigu að hafa þetta vald? Getum við yfir höfuð treyst heiðarleika þeirra og hlutleysi? Nú er það staðfest að stjórnarformaður Gallup er tengdur framboði Katrínar Jakobsdóttur. Útlit er fyrir að annar starfsmaður Gallup sé stjórnandi í Facebook-hópnum „Halla Hrund - Stuðningsfólk". Hvernig getum við treyst því að þessir og aðrir starfsmenn vinni af heilindum þegar ákvarðanir þeirra geta haft áhrif á úrslit kosninga í lýðræðisríki? Ég tek fram að mögulega er um strangheiðarlegt fólk að ræða, en jafnframt of mikil ábyrgð lögð á ókjörna einstaklinga að mínu mati. Þann 8. maí fjallaði Nútíminn um tvö athugaverð atriði sem birtust í einni og sömu könnunninni frá Gallup. Fyrst ber að nefna lista forsetaframbjóðanda eftir stafrófsröð þar sem búið var að færa eitt nafn aftast í röðina þrátt fyrir að vera fremst í stafrófinu. Gallup til varnar þá er vert að taka fram að það gæti verið einföld skýring á þessari uppröðun. Samkvæmt frétt Nútímans höfðu hins vegar engin svör borist frá Gallup þegar fréttin var birt. Atriðið sem vakti hins vegar mestu furðu var skoðanamyndandi aukaspurning í sömu könnun. Þar var spurt hvort það kæmi til greina að kjósa einn af „neðangreindum frambjóðendum", en aðeins hægt að velja fimm af þeim tólf sem eru í framboði. Þess má geta að þesir fimm eru einmitt þeir sem hafa mælst með mest fylgi í skoðanakönnunum. Hefur Gallup vald eða leyfi til að ákveða hvaða forsetaframbjóðendur eiga ekki erindi við almenning? Getur verið að sambærileg framsetning sé gegnumgangandi í skoðanakönnunum, en það rati ekki í fjölmiðla? Eins og starfsmenn Gallup vita líklega betur en flestir, þá er framsetning gríðarlega mikilvægt atriði þegar kemur að hlutleysi skoðanakannana og því finnst mér mjög undarlegt að þetta hafi sloppið í gegn hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðsrannsóknum. Eftir þessar vangaveltur kvikna nokkrar spurningar. Er hægt er að tryggja að markaðsrannsóknir fyrir kosningar séu gerðar af heilindum með einhvers konar eftirliti? Ef það er hægt, er þá ekki samt sem áður mikið áhyggjuefni að niðurstöður vel unnra markaðsrannsókna geti haft áhrif á bæði vinsældir frambjóðanda og hvert atkvæði greiðast í lýðræðislegum kosningum sbr. dauð atkvæði? Má vera í ljósi þessara vangaveltna að skoðanakannanir í aðdragana kosninga séu jafnvel ólýðræðislegar í eðli sínu? Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar