Er maðurinn í útrýmingarhættu? Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 10. maí 2024 07:31 Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. En þótt stóryrði, útúrsnúningar, uppnefni, rangfærslur, háðsglósur og uppspuni um ætlun fólks geti verið vel til þess fallið að fá athygli og dreifingu – mörg læk og margar deilingar – hentar þetta illa sem framlag til málefnalegrar umræðu. Því miður kemur þetta allt fram í grein Völu Hafstað. Hún segir t.d.: „Hluti þessarar misskildu jafnréttisbaráttu fréttamannanna felst í því að útrýma orðinu maður hvenær sem færi gefst. Að sama skapi má ekki lengur tala um suma, aðra, flesta eða nokkra í hlutlausri merkingu.“ Þetta er rangt, og það þarf ekki að leita lengi á vef Ríkisútvarpsins til að finna fjölda dæma frá síðustu vikum um einmitt þessi atriði sem fullyrt er að hafi verið „útrýmt“ og ekki megi tala um. Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins hefur margsinnis lýst því yfir að engin fyrirmæli hafi verið gefin um útilokun þessara orða og margt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að það hafi aldrei orðið fyrir neinum þrýstingi í þá átt. En samt er haldið áfram að fullyrða þetta. Málfarsráðunauturinn segir hins vegar „að sumt af samstarfsfólki sínu á stofnuninni kjósi að draga úr karllægni tungumálsins“ og það er ljóst að stundum er hvorugkyn óákveðinna fornafna notað í Ríkisútvarpinu þar sem venja hefur verið að nota karlkyn, og stundum er orðið fólk og samsetningar af því notað í stað maður og samsetninga af því. Það er ekki bannað, frekar en að nota maður og karlkynsmyndir fornafna, en því fer samt fjarri að allt starfsfólk Ríkisútvarpsins noti málið á þennan hátt. Það er nú einu sinni þannig að við tökum meira eftir því nýja sem við heyrum en því sem við erum vön og það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk ímyndar sér – ranglega – að búið sé að úthýsa orðinu maður og karlkynsmyndum óákveðinna fornafna. Vala segir líka að í misskilinni jafnréttisbaráttu sinni hafi fréttafólki „tekist að innleiða orð á borð við starfsfólk, vísindafólk, björgunarfólk, verkafólk, iðnaðarfólk, flóttafólk o.s.frv.“ í staðinn fyrir samsvarandi orð með seinni hlutann -maður. Orðið verkafólk kemur fyrst fyrir á tímarit.is árið 1848 og hefur einnig verið mjög algengt lengi þótt dregið hafi úr tíðni þess á síðustu árum. Orðið starfsfólk kemur fyrst fyrir 1901, og það hefur lengi verið mjög algengt. Orðið flóttafólk kemur fyrst fyrir 1878 og hefur verið algengt áratugum saman. Orðið iðnaðarfólk kemur fyrst fyrir 1883 en hefur alla tíð verið sjaldgæft og á vef Ríkisútvarpsins er aðeins að finna fimm dæmi um það. Orðin vísindafólk og björgunarfólk eru áratuga gömul. Það er því ljóst að fráleitt er að tala um að fréttafólk Ríkisútvarpsins hafi „innleitt“ umrædd orð sem öll eru gömul í málinu og flest hafa lengi verið mjög algeng. En Vala bætir við í háði: „Það hlýtur hver maður að sjá að réttara væri að tala um Ísraelsfólk og Bandaríkjafólk. Sömuleiðis gengur ekki lengur að tala um Kanadamenn, Norðmenn og Úkraínumenn. Nei, Kanadafólk, Norðfólk og Úkraínufólk skal það heita.“ Reyndar er Ísraelsfólk gamalt í málinu og sennilega eldra en Ísraelsmenn, en ég hef aldrei heyrt eða séð orðin Kanadafólk og Norðfólk notuð. Ég finn fjögur dæmi um Úkraínufólk á vef Ríkisútvarpsins en fjölmörg um Úkraínumenn. Hins vegar er töluvert af dæmum um Palestínufólk en það orð er meira en hálfrar aldar gamalt. Þó tekur steininn úr þegar Vala segir: „Í stað þess að segja að 27 manns hafi farist í flóðum, eða 11 manns hafi verið handteknir er nú sagt þar á bæ að 27 hafi farist í flóðum og 11 hafi verið handtekin.“ Þetta túlkar hún sem lið í „útrýmingu“ orðsins maður vegna þess að það eigi alltaf að nefna einingar með tölum.En í fyrsta lagi er fljótlegt að finna á vef Ríkisútvarpsins fjölmörg dæmi frá síðustu vikum um að manns sé notað á eftir tölum, og í öðru lagi er fráleitt að halda því fram að alltaf þurfi að nefna einingar með tölum. Því er einmitt oft sleppt þegar augljóst er um hvað er að ræða, eins og í þeim dæmum sem Vala nefnir, og þannig hefur það lengi verið og þótt eðlilegt. Á tímarit.is eru t.d. 176 dæmi um fimm fórust, það elsta frá 1926. Vala segir líka: „Fréttamenn RÚV hafa enn ekki áttað sig á að orðið forseti er karlkyns, en helmingur frambjóðenda kvenkyns, þ.m.t. ein fyrirsæta, og því ótækt að halda sig við þetta starfsheiti, fari svo að kona verði kosin.“ Þótt vissulega sé stundum reynt að draga úr karllægni málsins með því að skipta um orð beinist andstaðan yfirleitt ekki gegn karlkynsorðum almennt, heldur fyrst og fremst gegn orðinu maður og samsetningum af því. Þegar Stúdentaráð Háskóla Íslands lagði niður starfsheitið formaður fyrir sex árum í nafni kynhlutleysis var orðið forseti einmitt tekið upp í staðinn – þrátt fyrir að vera karlkynsorð. Hér er því verið að gera fólki upp ætlun, fyrir utan að tala niður til fólks með því að segja að það hafi „enn ekki áttað sig á“. Eins og ég sagði í upphafi er fullkomlega eðlilegt að fólk hafi misjafnar skoðanir á þessum málum. Íslenskan er okkur tilfinningamál, okkur er annt um hana og viljum helst hafa hana eins og við tileinkuðum okkur hana á máltökuskeiði. Sumum finnst samt ástæða til að gera ákveðnar breytingar á máli sínu og málnotkun vegna þess að málið sé mjög karllægt á ýmsan hátt. Ég get vel skilið þessa afstöðu og ýmis rök fyrir henni, en ég get líka vel skilið andstöðu við breytingarnar og rök fyrir henni. Þess vegna er mikilvægt að hægt sé að ræða þetta á málefnalegan hátt, þar sem fólk sýni skoðunum og tilfinningum annarra tillitssemi og virðingu, í stað þess að fara í skotgrafir og hrópa þaðan gífuryrði gegn ímynduðum „nýlenskuher“. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. En þótt stóryrði, útúrsnúningar, uppnefni, rangfærslur, háðsglósur og uppspuni um ætlun fólks geti verið vel til þess fallið að fá athygli og dreifingu – mörg læk og margar deilingar – hentar þetta illa sem framlag til málefnalegrar umræðu. Því miður kemur þetta allt fram í grein Völu Hafstað. Hún segir t.d.: „Hluti þessarar misskildu jafnréttisbaráttu fréttamannanna felst í því að útrýma orðinu maður hvenær sem færi gefst. Að sama skapi má ekki lengur tala um suma, aðra, flesta eða nokkra í hlutlausri merkingu.“ Þetta er rangt, og það þarf ekki að leita lengi á vef Ríkisútvarpsins til að finna fjölda dæma frá síðustu vikum um einmitt þessi atriði sem fullyrt er að hafi verið „útrýmt“ og ekki megi tala um. Málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins hefur margsinnis lýst því yfir að engin fyrirmæli hafi verið gefin um útilokun þessara orða og margt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur einnig staðfest að það hafi aldrei orðið fyrir neinum þrýstingi í þá átt. En samt er haldið áfram að fullyrða þetta. Málfarsráðunauturinn segir hins vegar „að sumt af samstarfsfólki sínu á stofnuninni kjósi að draga úr karllægni tungumálsins“ og það er ljóst að stundum er hvorugkyn óákveðinna fornafna notað í Ríkisútvarpinu þar sem venja hefur verið að nota karlkyn, og stundum er orðið fólk og samsetningar af því notað í stað maður og samsetninga af því. Það er ekki bannað, frekar en að nota maður og karlkynsmyndir fornafna, en því fer samt fjarri að allt starfsfólk Ríkisútvarpsins noti málið á þennan hátt. Það er nú einu sinni þannig að við tökum meira eftir því nýja sem við heyrum en því sem við erum vön og það er sennilega ástæðan fyrir því að fólk ímyndar sér – ranglega – að búið sé að úthýsa orðinu maður og karlkynsmyndum óákveðinna fornafna. Vala segir líka að í misskilinni jafnréttisbaráttu sinni hafi fréttafólki „tekist að innleiða orð á borð við starfsfólk, vísindafólk, björgunarfólk, verkafólk, iðnaðarfólk, flóttafólk o.s.frv.“ í staðinn fyrir samsvarandi orð með seinni hlutann -maður. Orðið verkafólk kemur fyrst fyrir á tímarit.is árið 1848 og hefur einnig verið mjög algengt lengi þótt dregið hafi úr tíðni þess á síðustu árum. Orðið starfsfólk kemur fyrst fyrir 1901, og það hefur lengi verið mjög algengt. Orðið flóttafólk kemur fyrst fyrir 1878 og hefur verið algengt áratugum saman. Orðið iðnaðarfólk kemur fyrst fyrir 1883 en hefur alla tíð verið sjaldgæft og á vef Ríkisútvarpsins er aðeins að finna fimm dæmi um það. Orðin vísindafólk og björgunarfólk eru áratuga gömul. Það er því ljóst að fráleitt er að tala um að fréttafólk Ríkisútvarpsins hafi „innleitt“ umrædd orð sem öll eru gömul í málinu og flest hafa lengi verið mjög algeng. En Vala bætir við í háði: „Það hlýtur hver maður að sjá að réttara væri að tala um Ísraelsfólk og Bandaríkjafólk. Sömuleiðis gengur ekki lengur að tala um Kanadamenn, Norðmenn og Úkraínumenn. Nei, Kanadafólk, Norðfólk og Úkraínufólk skal það heita.“ Reyndar er Ísraelsfólk gamalt í málinu og sennilega eldra en Ísraelsmenn, en ég hef aldrei heyrt eða séð orðin Kanadafólk og Norðfólk notuð. Ég finn fjögur dæmi um Úkraínufólk á vef Ríkisútvarpsins en fjölmörg um Úkraínumenn. Hins vegar er töluvert af dæmum um Palestínufólk en það orð er meira en hálfrar aldar gamalt. Þó tekur steininn úr þegar Vala segir: „Í stað þess að segja að 27 manns hafi farist í flóðum, eða 11 manns hafi verið handteknir er nú sagt þar á bæ að 27 hafi farist í flóðum og 11 hafi verið handtekin.“ Þetta túlkar hún sem lið í „útrýmingu“ orðsins maður vegna þess að það eigi alltaf að nefna einingar með tölum.En í fyrsta lagi er fljótlegt að finna á vef Ríkisútvarpsins fjölmörg dæmi frá síðustu vikum um að manns sé notað á eftir tölum, og í öðru lagi er fráleitt að halda því fram að alltaf þurfi að nefna einingar með tölum. Því er einmitt oft sleppt þegar augljóst er um hvað er að ræða, eins og í þeim dæmum sem Vala nefnir, og þannig hefur það lengi verið og þótt eðlilegt. Á tímarit.is eru t.d. 176 dæmi um fimm fórust, það elsta frá 1926. Vala segir líka: „Fréttamenn RÚV hafa enn ekki áttað sig á að orðið forseti er karlkyns, en helmingur frambjóðenda kvenkyns, þ.m.t. ein fyrirsæta, og því ótækt að halda sig við þetta starfsheiti, fari svo að kona verði kosin.“ Þótt vissulega sé stundum reynt að draga úr karllægni málsins með því að skipta um orð beinist andstaðan yfirleitt ekki gegn karlkynsorðum almennt, heldur fyrst og fremst gegn orðinu maður og samsetningum af því. Þegar Stúdentaráð Háskóla Íslands lagði niður starfsheitið formaður fyrir sex árum í nafni kynhlutleysis var orðið forseti einmitt tekið upp í staðinn – þrátt fyrir að vera karlkynsorð. Hér er því verið að gera fólki upp ætlun, fyrir utan að tala niður til fólks með því að segja að það hafi „enn ekki áttað sig á“. Eins og ég sagði í upphafi er fullkomlega eðlilegt að fólk hafi misjafnar skoðanir á þessum málum. Íslenskan er okkur tilfinningamál, okkur er annt um hana og viljum helst hafa hana eins og við tileinkuðum okkur hana á máltökuskeiði. Sumum finnst samt ástæða til að gera ákveðnar breytingar á máli sínu og málnotkun vegna þess að málið sé mjög karllægt á ýmsan hátt. Ég get vel skilið þessa afstöðu og ýmis rök fyrir henni, en ég get líka vel skilið andstöðu við breytingarnar og rök fyrir henni. Þess vegna er mikilvægt að hægt sé að ræða þetta á málefnalegan hátt, þar sem fólk sýni skoðunum og tilfinningum annarra tillitssemi og virðingu, í stað þess að fara í skotgrafir og hrópa þaðan gífuryrði gegn ímynduðum „nýlenskuher“. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun