Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar 26. desember 2025 06:02 Undanfarna mánuði hafa mótmæli fólks sem starfar í grunninnviðum eins og matvælaframleiðslu og dreifingu á nauðsynjavörum orðið sífellt meira áberandi víða um Evrópu. Skýr hápunktur birtist í Brussel þann 18. desember sl. með fjölmennum mótmælum bænda frá öllum löndum sambandsins. En þetta var ekki sjálfstæður viðburður heldur einn kafli í sögu þessara atburða. Sameiginlegt milli þeirra er að mótmælin koma frá hópum sem bera uppi framleiðslu og dreifingu nauðsynjavara, en upplifa að rekstrargrundvöllur þeirra sé undir vaxandi þrýstingi. Þegar slík mótmæli koma fram samtímis, þvert á landamæri og atvinnugreinar, er ólíklegt að um sé að ræða einangruð eða tilfallandi ágreiningsmál. Frakkland: Auknar kröfur af sameiginlegu regluverki Í Frakklandi hafa bændur ítrekað gripið til mótmæla, meðal annars með vegalokunum og kröfugöngum inn í borgir. Mótmælin endurspegla samverkandi álag vegna íþyngjandi regluverks, strangari umhverfiskrafa, alþjóðlegrar samkeppni og takmarkaðra möguleika til að hafa áhrif á afurðaverð. Þótt aðgerðirnar beinist stundum að Evrópusambandinu, snúast þær í reynd um stöðu bænda innan virðiskeðju þar sem kröfur aukast hraðar en tekjuöflun. Þýskaland: Fleira af sama toga Í Þýskalandi hafa bæði bændur og flutningaaðilar mótmælt breytingum á fyrirkomulagi stuðnings við landbúnað og þá er rétt að hafa í huga að einstök aðildarlönd hafa mikið um það að segja hvaða «verkfæri» eru notuð til að miðla stuðningi með tilliti til markmiða sem einstök ríki vilja leggja áherslu á. Einnig hafa bændur og fleiri mótmælt auknum álögum á eldsneyti svo dæmi séu tekin. Athygli vekur að óánægjan kemur frá mörgum stigum innan sömu virðiskeðju. Það bendir til þess að vandinn sé ekki bundinn við eitt sértækt úrræði, heldur hvernig ákvarðanir um skattlagningu, orkukostnað og regluverk hafa áhrif á rekstrarhæfi í fleiri greinum samtímis. Holland: Árekstur stefnu og starfsemi Hollensk bændamótmæli hafa einkum tengst áformum stjórnvalda um takmarkanir á losun CO2 og notkun köfnunarefnisáburðar. Þar upplifa margir bændur að stefnumarkandi ákvarðanir ógni rekstrarhæfi og framtíð starfsemi þeirra. Málið hefur varpað skýru ljósi á togstreitu milli langtímamarkmiða í stefnumótun og skammtímaáhrifa á fólk sem starfar í frumframleiðslu. Ungverjaland: Flutningar og veggjöld Í Ungverjalandi hafa flutningabílstjórar og bændur staðið fyrir umfangsmiklum mótmælum vegna verulegra hækkana á veggjöldum. Þar snýst deilan um kostnaðarhækkanir sem erfitt er að velta áfram út í verð á vörum og þjónustu án þess að grafa undan rekstrargrundvelli eða samkeppnisstöðu. Mótmælin hafa jafnframt dregið fram ágreining um samráð – eða skort á samráði – um hverjir raunverulega koma að mótun lausna. Ítalía og Spánn: Þrýstingur neðst í keðjunni Í Ítalíu og á Spáni og Grikklandi hafa bændur mótmælt vegna þrýstings frá hækkandi aðfangaverði, ótryggu afurðaverði og samkeppni frá innflutningi. Þótt mótmælin hafi verið misáberandi, endurspegla þau sömu upplifun: að staða frumframleiðenda í sífellt flóknari virðiskeðju sé orðin brothætt. Brussel: Sameiginlegur vettvangur Þann 18. desember sl. komu um 10.000 bændur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins saman í Brussel. Mótmælin voru skipulögð af evrópsku bændasamtökunum Copa-Cogeca og voru í skýru samhengi við það sem hér er rakið að framan. Í tilkynningu samtakanna var áherslan skýr: „við stöndum við gefin loforð“. Þetta nýja tungutak í Brussel er ekki tilviljun – það endurspeglar rof á trausti milli stofnana ESB og einnar mikilvægustu grunnstoðar sambandsins, landbúnaðarins. Sameiginlegt fótatak mótmælanna Sameiginlegt með þessum mótmælum er ekki andstaða við markmið um umhverfisvernd, samkeppni eða skilvirkni, heldur upplifun um að reglur sem eiga að veita vernd geri það ekki í framkvæmd. Þær tryggja fyrst og fremst virkni kerfisins sjálfs, á meðan áhætta og aðlögunarkostnaður færist niður keðjuna. Þegar slíkt misræmi verður viðvarandi verða mótmæli ekki merki um öfgar, heldur viðvörun um að rekstrargrundvöllur grunnstoða sé orðinn ótryggur. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa mótmæli fólks sem starfar í grunninnviðum eins og matvælaframleiðslu og dreifingu á nauðsynjavörum orðið sífellt meira áberandi víða um Evrópu. Skýr hápunktur birtist í Brussel þann 18. desember sl. með fjölmennum mótmælum bænda frá öllum löndum sambandsins. En þetta var ekki sjálfstæður viðburður heldur einn kafli í sögu þessara atburða. Sameiginlegt milli þeirra er að mótmælin koma frá hópum sem bera uppi framleiðslu og dreifingu nauðsynjavara, en upplifa að rekstrargrundvöllur þeirra sé undir vaxandi þrýstingi. Þegar slík mótmæli koma fram samtímis, þvert á landamæri og atvinnugreinar, er ólíklegt að um sé að ræða einangruð eða tilfallandi ágreiningsmál. Frakkland: Auknar kröfur af sameiginlegu regluverki Í Frakklandi hafa bændur ítrekað gripið til mótmæla, meðal annars með vegalokunum og kröfugöngum inn í borgir. Mótmælin endurspegla samverkandi álag vegna íþyngjandi regluverks, strangari umhverfiskrafa, alþjóðlegrar samkeppni og takmarkaðra möguleika til að hafa áhrif á afurðaverð. Þótt aðgerðirnar beinist stundum að Evrópusambandinu, snúast þær í reynd um stöðu bænda innan virðiskeðju þar sem kröfur aukast hraðar en tekjuöflun. Þýskaland: Fleira af sama toga Í Þýskalandi hafa bæði bændur og flutningaaðilar mótmælt breytingum á fyrirkomulagi stuðnings við landbúnað og þá er rétt að hafa í huga að einstök aðildarlönd hafa mikið um það að segja hvaða «verkfæri» eru notuð til að miðla stuðningi með tilliti til markmiða sem einstök ríki vilja leggja áherslu á. Einnig hafa bændur og fleiri mótmælt auknum álögum á eldsneyti svo dæmi séu tekin. Athygli vekur að óánægjan kemur frá mörgum stigum innan sömu virðiskeðju. Það bendir til þess að vandinn sé ekki bundinn við eitt sértækt úrræði, heldur hvernig ákvarðanir um skattlagningu, orkukostnað og regluverk hafa áhrif á rekstrarhæfi í fleiri greinum samtímis. Holland: Árekstur stefnu og starfsemi Hollensk bændamótmæli hafa einkum tengst áformum stjórnvalda um takmarkanir á losun CO2 og notkun köfnunarefnisáburðar. Þar upplifa margir bændur að stefnumarkandi ákvarðanir ógni rekstrarhæfi og framtíð starfsemi þeirra. Málið hefur varpað skýru ljósi á togstreitu milli langtímamarkmiða í stefnumótun og skammtímaáhrifa á fólk sem starfar í frumframleiðslu. Ungverjaland: Flutningar og veggjöld Í Ungverjalandi hafa flutningabílstjórar og bændur staðið fyrir umfangsmiklum mótmælum vegna verulegra hækkana á veggjöldum. Þar snýst deilan um kostnaðarhækkanir sem erfitt er að velta áfram út í verð á vörum og þjónustu án þess að grafa undan rekstrargrundvelli eða samkeppnisstöðu. Mótmælin hafa jafnframt dregið fram ágreining um samráð – eða skort á samráði – um hverjir raunverulega koma að mótun lausna. Ítalía og Spánn: Þrýstingur neðst í keðjunni Í Ítalíu og á Spáni og Grikklandi hafa bændur mótmælt vegna þrýstings frá hækkandi aðfangaverði, ótryggu afurðaverði og samkeppni frá innflutningi. Þótt mótmælin hafi verið misáberandi, endurspegla þau sömu upplifun: að staða frumframleiðenda í sífellt flóknari virðiskeðju sé orðin brothætt. Brussel: Sameiginlegur vettvangur Þann 18. desember sl. komu um 10.000 bændur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins saman í Brussel. Mótmælin voru skipulögð af evrópsku bændasamtökunum Copa-Cogeca og voru í skýru samhengi við það sem hér er rakið að framan. Í tilkynningu samtakanna var áherslan skýr: „við stöndum við gefin loforð“. Þetta nýja tungutak í Brussel er ekki tilviljun – það endurspeglar rof á trausti milli stofnana ESB og einnar mikilvægustu grunnstoðar sambandsins, landbúnaðarins. Sameiginlegt fótatak mótmælanna Sameiginlegt með þessum mótmælum er ekki andstaða við markmið um umhverfisvernd, samkeppni eða skilvirkni, heldur upplifun um að reglur sem eiga að veita vernd geri það ekki í framkvæmd. Þær tryggja fyrst og fremst virkni kerfisins sjálfs, á meðan áhætta og aðlögunarkostnaður færist niður keðjuna. Þegar slíkt misræmi verður viðvarandi verða mótmæli ekki merki um öfgar, heldur viðvörun um að rekstrargrundvöllur grunnstoða sé orðinn ótryggur. Höfundur er hagfræðingur.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun