Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar 17. desember 2025 16:32 Ríkisstjórn Íslands lögfesti í síðustu viku heimild til kerfisbundinnar mismununar við innritun í framhaldsskóla „á öðrum grundvelli en út frá námsárangri“ – sem sagt út frá kyni, fötlun, þjóðernisuppruna eða öðrum ytri einkennum. Ástæður fyrir þessum breytingum eru raktar í greinargerð frumvarpsins: „Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Árangur íslenskra nemenda hefur hríðversnað á undanförnum árum og löngu tímabært að blásið sé til nýrrar sóknar á því sviði. Hvað gerir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og ráðherrar hennar í staðinn? Þau fara í öfuga átt með þessari, með fullri virðingu, froðu: „Í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og í von um að „vinna gegn einsleitni“ í nemendahópnum er ríkisstjórnin fús að leggja til hliðar árangur sem meginmarkmið skólakerfisins. Þótt nú sé í fyrsta sinn verið að beina því til alls framhaldsskólakerfisins að taka upp fjölbreytileikakvóta, eru þeir ekki alveg nýir af nálinni. Í Verzlunarskólanum er til dæmis þegar tryggt að þar séu að minnsta kosti 40% nemenda af öðru kyninu, svo að drengir lendi þar ekki í grátlegum minnihluta. Sértækar aðgerðir í nafni „fjölbreytileika“ snúast jafnan um mismunun gegn hvítum körlum. Þess vegna hefur þetta sjaldgæfa dæmi um hið gagnstæða, kynjakvótinn í Verzló, verið notað til þess að fegra þessa undarlegu lagabreytingu. Það dæmi breytir þó engu um þá meingölluðu hugmyndafræði sem hér býr að baki, sem gerir lítið úr sjálfsábyrgð einstaklingsins og veitir fólki forgang vegna þátta sem það hefur litla stjórn á. Og hver er ávinningurinn? Hæpið er að drengjakvótarnir í Verzló hafi bætt stöðu drengja í skólakerfinu. Eins og ljóst er orðið, er grunnskólakerfið sniðið að þörfum og styrkleikum stúlkna. Árangur drengja er eftir því. Í stað þess að nemendur, kennarar, foreldrar og samfélagið allt vakni rækilega til vitundar um þessa sorglegu staðreynd og bregðist almennilega við, er reynt að breiða yfir hana með kynjakvótum í framhaldsskólum. Eina markmiðið með skólakerfinu virðist í huga ákveðinna afla vera að „jafna“ tækifæri nemenda. Það gerir maður þó ekki með því að veita þeim tímabundinn forgang í eftirsótta framhaldsskóla út frá óbreytanlegum einkennum þeirra. Ef lykilviðmiði um árangur er ýtt til hliðar og allt er látið snúast um að „jafna“ stöðu nemenda, verður að lokum allt jafnað við jörðu. Að slíkri niðurstöðu er vel að merkja stefnt, leynt og ljóst, af hálfu hóps skólamanna og sérfræðinga innan kerfisins. Þar hefur hugmyndin um heilbrigða samkeppni á milli sjálfstæðra framhaldsskóla og frjálst skólaval verið úrskurðuð óréttlát út frá stéttakenningum. Markmiðið er í staðinn að allir framhaldsskólar verði meira og minna eins. Þetta frumvarp er skýrt skref í þá átt, sbr. að „allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Ríkisstjórnin hefur nú setið í rúmt ár. Vonir almennings um trúverðug viðbrögð við neyðarástandi í menntamálum, réttlátari innritun í framhaldsskóla og skýrari mælingar í kerfinu hafa allar brugðist. Foreldrar sjá þetta og viðra við mig sífellt þyngri áhyggjur af ástandinu. Nýjustu fréttir eru þær að formaður Flokks fólksins boðar skyndilega í sjónvarpsviðtali að allt eins líklegt sé að þriðji menntamálaráðherrann á rúmu ári taki senn við embætti! Miðað við auðsveipni ríkisstjórnarinnar hingað til við ráðandi (woke) öfl í embættismannakerfi menntamála, eins og ofangreint feigðarflan er ágætt dæmi um, fer það að hljóma eins og hreinlegasta lausnin að hagræða einfaldlega um einn ráðherrastól menntamála eftir áramót og leyfa kerfinu formlega að taka við stjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands lögfesti í síðustu viku heimild til kerfisbundinnar mismununar við innritun í framhaldsskóla „á öðrum grundvelli en út frá námsárangri“ – sem sagt út frá kyni, fötlun, þjóðernisuppruna eða öðrum ytri einkennum. Ástæður fyrir þessum breytingum eru raktar í greinargerð frumvarpsins: „Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Árangur íslenskra nemenda hefur hríðversnað á undanförnum árum og löngu tímabært að blásið sé til nýrrar sóknar á því sviði. Hvað gerir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og ráðherrar hennar í staðinn? Þau fara í öfuga átt með þessari, með fullri virðingu, froðu: „Í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og í von um að „vinna gegn einsleitni“ í nemendahópnum er ríkisstjórnin fús að leggja til hliðar árangur sem meginmarkmið skólakerfisins. Þótt nú sé í fyrsta sinn verið að beina því til alls framhaldsskólakerfisins að taka upp fjölbreytileikakvóta, eru þeir ekki alveg nýir af nálinni. Í Verzlunarskólanum er til dæmis þegar tryggt að þar séu að minnsta kosti 40% nemenda af öðru kyninu, svo að drengir lendi þar ekki í grátlegum minnihluta. Sértækar aðgerðir í nafni „fjölbreytileika“ snúast jafnan um mismunun gegn hvítum körlum. Þess vegna hefur þetta sjaldgæfa dæmi um hið gagnstæða, kynjakvótinn í Verzló, verið notað til þess að fegra þessa undarlegu lagabreytingu. Það dæmi breytir þó engu um þá meingölluðu hugmyndafræði sem hér býr að baki, sem gerir lítið úr sjálfsábyrgð einstaklingsins og veitir fólki forgang vegna þátta sem það hefur litla stjórn á. Og hver er ávinningurinn? Hæpið er að drengjakvótarnir í Verzló hafi bætt stöðu drengja í skólakerfinu. Eins og ljóst er orðið, er grunnskólakerfið sniðið að þörfum og styrkleikum stúlkna. Árangur drengja er eftir því. Í stað þess að nemendur, kennarar, foreldrar og samfélagið allt vakni rækilega til vitundar um þessa sorglegu staðreynd og bregðist almennilega við, er reynt að breiða yfir hana með kynjakvótum í framhaldsskólum. Eina markmiðið með skólakerfinu virðist í huga ákveðinna afla vera að „jafna“ tækifæri nemenda. Það gerir maður þó ekki með því að veita þeim tímabundinn forgang í eftirsótta framhaldsskóla út frá óbreytanlegum einkennum þeirra. Ef lykilviðmiði um árangur er ýtt til hliðar og allt er látið snúast um að „jafna“ stöðu nemenda, verður að lokum allt jafnað við jörðu. Að slíkri niðurstöðu er vel að merkja stefnt, leynt og ljóst, af hálfu hóps skólamanna og sérfræðinga innan kerfisins. Þar hefur hugmyndin um heilbrigða samkeppni á milli sjálfstæðra framhaldsskóla og frjálst skólaval verið úrskurðuð óréttlát út frá stéttakenningum. Markmiðið er í staðinn að allir framhaldsskólar verði meira og minna eins. Þetta frumvarp er skýrt skref í þá átt, sbr. að „allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Ríkisstjórnin hefur nú setið í rúmt ár. Vonir almennings um trúverðug viðbrögð við neyðarástandi í menntamálum, réttlátari innritun í framhaldsskóla og skýrari mælingar í kerfinu hafa allar brugðist. Foreldrar sjá þetta og viðra við mig sífellt þyngri áhyggjur af ástandinu. Nýjustu fréttir eru þær að formaður Flokks fólksins boðar skyndilega í sjónvarpsviðtali að allt eins líklegt sé að þriðji menntamálaráðherrann á rúmu ári taki senn við embætti! Miðað við auðsveipni ríkisstjórnarinnar hingað til við ráðandi (woke) öfl í embættismannakerfi menntamála, eins og ofangreint feigðarflan er ágætt dæmi um, fer það að hljóma eins og hreinlegasta lausnin að hagræða einfaldlega um einn ráðherrastól menntamála eftir áramót og leyfa kerfinu formlega að taka við stjórninni.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun