Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar 24. desember 2025 11:01 Þær voru kallaðar föðurlandssvikarar – eða þaðan af verra, íslensku konurnar sem renndu hýru auga til erlendra hermanna hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni. Áhyggjur yfirvalda og almennings voru svo ákafar, og uppskera siðgæðiseftirlitsins svo hneykslanleg að staðan í rómantísku lífi kvenna var að eilífu meitluð í þjóðarminnið. Ástandið: vörumerki, slagorð, upphrópun, víti til varnaðar, minnismiði til framtíðar kynslóða. Með framþróun og frjálslyndari sjónarmiðum breyttist orðræðan um Ástandið og í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar mátti greina léttan, jafnvel kankvísan tón í námsefni og afþreyingu um tíðarandann. Tilhugsunin um smánun, ofsóknir eða útskúfun vegna hvers kyns rómantískra tilhneiginga var fjarstæðukennd. Ást er ást, frelsið lifi, við erum öll gordjöss og nágranna þinn varðar ekkert um það hvaðan maki þinn er, hvers kyns hán er eða hvernig fólk hagar lífi sínu. Það er, allt þar til afturhald og sleggjudómar komust aftur í tísku. Eitthvað hefur borið á mótspyrnu gegn meintu yfirgengilegu umburðarlyndi gagnvart sjálfsákvörðunarrétti fólks um persónulega hagi sína eða ákvarðanir. Háværari mótbárur hafa borist gegn þeim ráðvilltu útlendingum sem hyggjast slást í hóp smáþjóðar á einangraðri eyju í miðju Atlantshafinu. Jafnvel hafa komið upp áhyggjur af því að frjálslyndið sé hreinlega að stela jólunum í því sem hljómar eins og brenglað jólavókaflóð. Eftir útgáfu vafasamrar skýrslu um þróun dvalarleyfa á Íslandi og framlagningu illa rökstuddra frumvarpa um útlendingamál hefur Alþingi samþykkt jólagjöf til Útlendingastofnunar, með mörg hundruð prósenta hækkun á umsóknargjöldum dvalarleyfa. Það er jú dýrt að vera óskilvirk ríkisstofnun með óseðjandi eftirlitsáráttu og einhver þarf að borga. Þar sem ríkisstjórninni hefur tekist að efla samtakamátt stórs hluta þjóðarinnar í heimasköpuðum ótta við meint stjórnleysi á landamærunum, læt ég vera að minnast á áhrif þessa breytinga á útlendinga. Í anda andvóksins og möntrunnar „Ísland fyrir Íslendinga“ vil ég hins vegar vekja athygli á því hvernig ein tegund dvalarleyfa hefur mikil og íþyngjandi áhrif á þúsundir íslenskra ríkisborgara, jafnvel þeirra sem eiga ómengaðar ættir að rekja rakleiðis til blöndu norskra, skoskra og írskra landnema. Það er nefnilega hér sem nútíminn virðist renna saman við Ástand fimmta áratugarins fyrir þá Íslendinga sem eiga „of útlenska“ maka. Þau sem hafa valið sér lífsförunaut frá einu af þeim þrjátíu löndum sem njóta frjálsra ferða innan Evrópusambandsins og EFTA þurfa engar áhyggjur að hafa. Makar þeirra einfaldlega mæta hingað með allt sitt hafurtask, láta vita af sér og njóta fjölskyldulífs án afskipta eða eftirlits. Það sama á við um Evrópubúa sem flytja hingað með mökum sínum, sama af hvaða uppruna þeir eru Þegar Íslendingur finnur ástina utan EES-svæðisins gilda skyndilega lögmál sem minna á forvirka rannsóknarlögreglu. Sækja þarf um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, rífa upp veskið, gefa upplýsingar um upphaf, tilurð og eðli sambandsins, samskiptavenjur og aðra hagi. Næst tekur við átta mánaða bið eftir svari, eða nánari rannsókn og úrskurði. Mögulega frá skikkjulausu hetjunni sem mönsar á jólaköku með gillsarann í eyrunum. Embættismanneskja úti í bæ fær vald til að krefjast afrita af einkasamtölum, úrvals ljósmynda og ástarjátningum allt til þess að meta eftir geðþótta hvort sambandið nái óskilgreindum ástarstuðli ríkisins. Ef ósk íslensks ríkisborgara um að njóta fjölskyldulífs með maka sínum hér á landi hlýtur náð fyrir augum eftirlitsins geta hjónin fagnað í nokkra mánuði á meðan þau safna fé og orku til að sækja um endurnýjun ekki seinna en 10 mánuðum síðar, ár eftir ár. Frá og með áramótum munu Íslendingar og erlendir makar þeirra því þurfa að greiða sextíu þúsund króna ársáskrift að biðröðum og hnýsni Útlendingastofnunar. Fjórföld hækkun á milli ára, en augljóslega þarf að fjármagna ítarlega rannsóknarstarfsemi sem þessa af fullum krafti og seilast í vasa fjölskyldufólks svo aðrir skattborgarar geti andað léttar í fullvissu þess að hið opinbera „slay“ sé ekki á þeirra kostnað. Þess má vænta að fjöldi fólks fagni þessu íþyngjandi eftirliti og margföldu hækkun í anda þess að „ná stjórn á landamærunum“ eða vegna hins sívinsæla samanburðar við önnur Norðurlönd. Satt að segja væri það framför ef breytingin væri gerð til samræmis við hin Norðurlöndin þar sem fólk borgar minna fyrir meira, ítarleg tungumálakennsla er útveguð fyrir innflytjandann og endurnýjunartíðni er lægri. Í ljósi þess hve hávær Útlendingstofnun hefur verið um álag og óstjórnlegan vöxt væri upplagt að gefa út leyfi til lengri tíma í senn og draga úr endurnýjunarálaginu. Þá er vert að spyrja hvort eðlilegt megi teljast að Íslendingar séu meðhöndlaðir sem sekir uns ómögulegt reynist að hafna umsóknum maka þeirra á réttmætum forsendum, eða hvað það raunverulega þýði að hjónaband sé ekki réttmætt. Hvergi er hægt að finna viðmið um hvað skilgreinir alvöru samband, jafnvel þó Útlendingastofnun hafi fullt vald og heimild til að rannsaka og ákvarða um slíkt. Erum við að tala um einhvers konar ástarmælingu eða stuðul? Þarf að viðhalda tíðni kynmaka yfir ákveðnu lágmarki? Eru lágmarkskröfur um gæði jólagjafa milli hjóna eða má gefa manninum sínum asnalegan hatt án þess að sambandið sé plat? Má vera eikynhneigt eða í opnu sambandi? Það væri ágætt ef gefið væri út leiðbeiningarit um hvar mörkin liggja í þessu svo fólk geti sparað sér sporin ef það stenst ekki ástarstuðulmælingu ríkisins. Síðast en ekki síst er gott að halda því til haga að Íslendingur sem flytur til annars Evrópusambands- eða EFTA lands með maka sínum fær óhindrað að nýta rétt beggja til búsetu án frekari málalenginga eða framlagningu sönnunargagna um ást sína. Sá réttur er bundinn við frelsi Evrópuborgara til ferða og flutninga milli þessara landa, en hverju ríki er í sjálfsvald sett að útfæra hvernig þess eigin ríkisborgarar eru meðhöndlaðir vilji þeir byggja upp framtíð með erlendum maka í sínu eigin landi. Allt þetta ferli. Kostnaðurinn, stressið, afhending ákaflega viðkvæmra persónuupplýsinga. Þetta byggist allt saman á stjórnsýsluákvörðun og útfærslu okkar eigin laga. Þetta er ekki náttúrulögmál eða nauðsyn. Ef við erum ekki að viðhalda þessu brjálæði til að drusluskamma Íslendinga sem giftast útlendingum þá væri kannski ráð að nota tækifærið og hlífa hetjum ÚTL við álaginu af þessum bunka. Höfundur er gift útlendingi og er meðlimur samtakanna Félags fólks með fjölskyldutengsl utan Schengen og Common [Under] Ground Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Þær voru kallaðar föðurlandssvikarar – eða þaðan af verra, íslensku konurnar sem renndu hýru auga til erlendra hermanna hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni. Áhyggjur yfirvalda og almennings voru svo ákafar, og uppskera siðgæðiseftirlitsins svo hneykslanleg að staðan í rómantísku lífi kvenna var að eilífu meitluð í þjóðarminnið. Ástandið: vörumerki, slagorð, upphrópun, víti til varnaðar, minnismiði til framtíðar kynslóða. Með framþróun og frjálslyndari sjónarmiðum breyttist orðræðan um Ástandið og í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar mátti greina léttan, jafnvel kankvísan tón í námsefni og afþreyingu um tíðarandann. Tilhugsunin um smánun, ofsóknir eða útskúfun vegna hvers kyns rómantískra tilhneiginga var fjarstæðukennd. Ást er ást, frelsið lifi, við erum öll gordjöss og nágranna þinn varðar ekkert um það hvaðan maki þinn er, hvers kyns hán er eða hvernig fólk hagar lífi sínu. Það er, allt þar til afturhald og sleggjudómar komust aftur í tísku. Eitthvað hefur borið á mótspyrnu gegn meintu yfirgengilegu umburðarlyndi gagnvart sjálfsákvörðunarrétti fólks um persónulega hagi sína eða ákvarðanir. Háværari mótbárur hafa borist gegn þeim ráðvilltu útlendingum sem hyggjast slást í hóp smáþjóðar á einangraðri eyju í miðju Atlantshafinu. Jafnvel hafa komið upp áhyggjur af því að frjálslyndið sé hreinlega að stela jólunum í því sem hljómar eins og brenglað jólavókaflóð. Eftir útgáfu vafasamrar skýrslu um þróun dvalarleyfa á Íslandi og framlagningu illa rökstuddra frumvarpa um útlendingamál hefur Alþingi samþykkt jólagjöf til Útlendingastofnunar, með mörg hundruð prósenta hækkun á umsóknargjöldum dvalarleyfa. Það er jú dýrt að vera óskilvirk ríkisstofnun með óseðjandi eftirlitsáráttu og einhver þarf að borga. Þar sem ríkisstjórninni hefur tekist að efla samtakamátt stórs hluta þjóðarinnar í heimasköpuðum ótta við meint stjórnleysi á landamærunum, læt ég vera að minnast á áhrif þessa breytinga á útlendinga. Í anda andvóksins og möntrunnar „Ísland fyrir Íslendinga“ vil ég hins vegar vekja athygli á því hvernig ein tegund dvalarleyfa hefur mikil og íþyngjandi áhrif á þúsundir íslenskra ríkisborgara, jafnvel þeirra sem eiga ómengaðar ættir að rekja rakleiðis til blöndu norskra, skoskra og írskra landnema. Það er nefnilega hér sem nútíminn virðist renna saman við Ástand fimmta áratugarins fyrir þá Íslendinga sem eiga „of útlenska“ maka. Þau sem hafa valið sér lífsförunaut frá einu af þeim þrjátíu löndum sem njóta frjálsra ferða innan Evrópusambandsins og EFTA þurfa engar áhyggjur að hafa. Makar þeirra einfaldlega mæta hingað með allt sitt hafurtask, láta vita af sér og njóta fjölskyldulífs án afskipta eða eftirlits. Það sama á við um Evrópubúa sem flytja hingað með mökum sínum, sama af hvaða uppruna þeir eru Þegar Íslendingur finnur ástina utan EES-svæðisins gilda skyndilega lögmál sem minna á forvirka rannsóknarlögreglu. Sækja þarf um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, rífa upp veskið, gefa upplýsingar um upphaf, tilurð og eðli sambandsins, samskiptavenjur og aðra hagi. Næst tekur við átta mánaða bið eftir svari, eða nánari rannsókn og úrskurði. Mögulega frá skikkjulausu hetjunni sem mönsar á jólaköku með gillsarann í eyrunum. Embættismanneskja úti í bæ fær vald til að krefjast afrita af einkasamtölum, úrvals ljósmynda og ástarjátningum allt til þess að meta eftir geðþótta hvort sambandið nái óskilgreindum ástarstuðli ríkisins. Ef ósk íslensks ríkisborgara um að njóta fjölskyldulífs með maka sínum hér á landi hlýtur náð fyrir augum eftirlitsins geta hjónin fagnað í nokkra mánuði á meðan þau safna fé og orku til að sækja um endurnýjun ekki seinna en 10 mánuðum síðar, ár eftir ár. Frá og með áramótum munu Íslendingar og erlendir makar þeirra því þurfa að greiða sextíu þúsund króna ársáskrift að biðröðum og hnýsni Útlendingastofnunar. Fjórföld hækkun á milli ára, en augljóslega þarf að fjármagna ítarlega rannsóknarstarfsemi sem þessa af fullum krafti og seilast í vasa fjölskyldufólks svo aðrir skattborgarar geti andað léttar í fullvissu þess að hið opinbera „slay“ sé ekki á þeirra kostnað. Þess má vænta að fjöldi fólks fagni þessu íþyngjandi eftirliti og margföldu hækkun í anda þess að „ná stjórn á landamærunum“ eða vegna hins sívinsæla samanburðar við önnur Norðurlönd. Satt að segja væri það framför ef breytingin væri gerð til samræmis við hin Norðurlöndin þar sem fólk borgar minna fyrir meira, ítarleg tungumálakennsla er útveguð fyrir innflytjandann og endurnýjunartíðni er lægri. Í ljósi þess hve hávær Útlendingstofnun hefur verið um álag og óstjórnlegan vöxt væri upplagt að gefa út leyfi til lengri tíma í senn og draga úr endurnýjunarálaginu. Þá er vert að spyrja hvort eðlilegt megi teljast að Íslendingar séu meðhöndlaðir sem sekir uns ómögulegt reynist að hafna umsóknum maka þeirra á réttmætum forsendum, eða hvað það raunverulega þýði að hjónaband sé ekki réttmætt. Hvergi er hægt að finna viðmið um hvað skilgreinir alvöru samband, jafnvel þó Útlendingastofnun hafi fullt vald og heimild til að rannsaka og ákvarða um slíkt. Erum við að tala um einhvers konar ástarmælingu eða stuðul? Þarf að viðhalda tíðni kynmaka yfir ákveðnu lágmarki? Eru lágmarkskröfur um gæði jólagjafa milli hjóna eða má gefa manninum sínum asnalegan hatt án þess að sambandið sé plat? Má vera eikynhneigt eða í opnu sambandi? Það væri ágætt ef gefið væri út leiðbeiningarit um hvar mörkin liggja í þessu svo fólk geti sparað sér sporin ef það stenst ekki ástarstuðulmælingu ríkisins. Síðast en ekki síst er gott að halda því til haga að Íslendingur sem flytur til annars Evrópusambands- eða EFTA lands með maka sínum fær óhindrað að nýta rétt beggja til búsetu án frekari málalenginga eða framlagningu sönnunargagna um ást sína. Sá réttur er bundinn við frelsi Evrópuborgara til ferða og flutninga milli þessara landa, en hverju ríki er í sjálfsvald sett að útfæra hvernig þess eigin ríkisborgarar eru meðhöndlaðir vilji þeir byggja upp framtíð með erlendum maka í sínu eigin landi. Allt þetta ferli. Kostnaðurinn, stressið, afhending ákaflega viðkvæmra persónuupplýsinga. Þetta byggist allt saman á stjórnsýsluákvörðun og útfærslu okkar eigin laga. Þetta er ekki náttúrulögmál eða nauðsyn. Ef við erum ekki að viðhalda þessu brjálæði til að drusluskamma Íslendinga sem giftast útlendingum þá væri kannski ráð að nota tækifærið og hlífa hetjum ÚTL við álaginu af þessum bunka. Höfundur er gift útlendingi og er meðlimur samtakanna Félags fólks með fjölskyldutengsl utan Schengen og Common [Under] Ground
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun