Athugasemdir við grein um samgöngumál Þórarinn Hjaltason skrifar 9. maí 2024 13:00 Í gær var birt hér á Vísi þessi grein eftir framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf, Davíð Þorláksson : Vörður á veginum framundan - Vísir (visir.is) Í greininni er töluvert um hálfsannleik og jafnvel hreinar rangfærslur og ástæða til að fara yfir það helsta. Hvað eru eðlilegar umferðartafir? Í greininni er rætt um að umferðartafir í Reykjavík séu ekki eins miklar og sumir halda. Reykjavík sé í 281. sæti af 387 borgum yfir umferðartafir á lista TomTom sem má sjá hér: Traffic Index ranking | TomTom Traffic Index Efst á listanum eru borgir með mestu umferðartafirnar. Látið er að því liggja að Reykjavík sé á eðlilegum stað í röðinni þar eð borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndunum séu á svipuðum stað á listanum. Reykjavík er bílaborg og því eðlilegt að bera hana saman við bílaborgir af svipaðri stærð. Neðst á lista TomTom eru 20 borgir þar sem umferðarástandið er talið gott (merktar með grænu). Allt eru þetta bandarískar bílaborgir sem eru fjölmennari en Reykjavík. Sú fjölmennasta er Phoenix. Um 5 milljón manns búa á Phoenixsvæðinu. Þrátt fyrir það eru umferðartafir ívíð minni þar en á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að geta þess að Reykjavík er í 281. sæti ef miðað er við umferðartafir á svæði með 5 km radíus frá miðborg. Með því að ýta á hnappinn „Metro area“ þá raðast borgirnar eftir umferðartöfum á öllu borgarsvæðinu. Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) kemur þá eilítið verr út og færist upp í 265. sæti. Til gamans má geta þess að Los Angeles svæðið er í 281. sæti, þ.e. umferðarástandið er ögn betra þar! Ef allt væri með felldu ætti Reykjavík að vera miklu neðar á lista TomTom. Um síðustu aldamót voru umferðartafir miklu minni í Reykjavík og reyndar höfuðborgarsvæðinu öllu en í dag. Umferðarástandið hafði reyndar þyngst hægt og bítandi síðustu áratugi 20. aldar. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 var gert ráð fyrir mikilli aukningu á flutningsgetu vegakerfisins. Ef sú áætlun hefði verið framkvæmd þá væru umferðartafir í dag svipaðar eða jafnvel minni en þær voru um aldamótin. Getur Borgarlínan hamlað gegn vexti umferðartafa? Í grein framkvæmdastjórans er eftirfarandi setning: „Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum”. Það er sannleikskorn í þessu en engu að síður er London með sínar rómuðu almenningssamgöngur efst á listanum yfir umferðartafir í miðborg! Það fer mjög eftir íbúafjölda, þéttleika byggðar o.fl. hvers árangurs má vænta af fjárfestingum í almenningssamgöngum til að hamla gegn vexti umferðartafa. Miðað við fyrirliggjandi umferðarspár mun Borgarlínan aðeins leiða til þess að bílaumferð verði um 2-3 % minni en ella. Þyngra vegur að fyrirhugað er að fækka akreinum fyrir almenna umferð á nokkrum umferðargötum. Borgarlínan mun því ekki hamla gegn vexti umferðartafa, síður en svo. Í litlum bílaborgum hefur gefist best að byggja upp vegakerfið í takt við fjölgun íbúa. Samgönguskipulag gengur ekki bara út á að hamla gegn vexti umferðartafa. Það er pólitísk ákvörðun hvernig á að skipta tiltæku fjármagni á uppbyggingu innviða fyrir hina ýmsu ferðamáta. Sanngjarnt er að sú skipting sé þannig að hver notandi hvers samkgöngumáta fái sambærilega upphæð í sinn hlut. Flestir eru sammála um að æskilegt sé að bæta heldur meir en því nemur almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gera átak í betri og öruggari innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Reykjavík verður hins vegar bílaborg áfram þrátt fyrir Borgarlínu og offjárfesting í henni borgar sig ekki. Rangfærsla Í niðurlagi greinar framkvæmdastjórans er þessi fullyrðing: „Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar.” Þetta er alvarleg rangfærsla. Á borgarsvæðum Phoenix, Houston, Dallas-Fort Worth og Atlanta hefur tekist ágætlega að hamla gegn vexti umferðartafa, þrátt fyrir að íbúafjöldi þeirra sé á bilinu 5-7 milljón og hefur u.þ.b. tífaldast frá árinu 1950. Umferðartafir eru svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu. Hlutur ferða með almenningssamgöngum er minni en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í þessum borgum er ekki gjaldtaka af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Ofangreind borgarsvæði eru á bilinu 20-30 sinnum fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Rannsóknir hafa sýnt að umferðartafir vaxa með stækkun borgarsvæða. Það blasir því við að það sé tiltölulega auðvelt að hamla gegn vexti umferðartafa hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög sjaldgæft að tekið sé gjald af allri bílaumferð í miðborgum. Það þekkist t.d. ekki í BNA. Þó er fyrirhugað að taka gjald af bílaumferð í miðborg New York á þessu ári. Í BNA er reyndar töluvert um gjaldtöku á einstökum vegum eða sumum akreinum hraðbrauta. Í öllum tilvikum geta ökumenn valið aðra leið (eða aðra akrein) til að komast hjá gjaldtöku en þurfa þá að sætta sig við meiri umferðartafir eða lengri akstursvegalengd. Það er ámælisvert ef samgönguyfirvöld rökstyðja uppbyggingu almenningssamgangna með blekkingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Borgarlína Reykjavík Bandaríkin Þórarinn Hjaltason Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í gær var birt hér á Vísi þessi grein eftir framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf, Davíð Þorláksson : Vörður á veginum framundan - Vísir (visir.is) Í greininni er töluvert um hálfsannleik og jafnvel hreinar rangfærslur og ástæða til að fara yfir það helsta. Hvað eru eðlilegar umferðartafir? Í greininni er rætt um að umferðartafir í Reykjavík séu ekki eins miklar og sumir halda. Reykjavík sé í 281. sæti af 387 borgum yfir umferðartafir á lista TomTom sem má sjá hér: Traffic Index ranking | TomTom Traffic Index Efst á listanum eru borgir með mestu umferðartafirnar. Látið er að því liggja að Reykjavík sé á eðlilegum stað í röðinni þar eð borgir af svipaðri stærð á Norðurlöndunum séu á svipuðum stað á listanum. Reykjavík er bílaborg og því eðlilegt að bera hana saman við bílaborgir af svipaðri stærð. Neðst á lista TomTom eru 20 borgir þar sem umferðarástandið er talið gott (merktar með grænu). Allt eru þetta bandarískar bílaborgir sem eru fjölmennari en Reykjavík. Sú fjölmennasta er Phoenix. Um 5 milljón manns búa á Phoenixsvæðinu. Þrátt fyrir það eru umferðartafir ívíð minni þar en á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að geta þess að Reykjavík er í 281. sæti ef miðað er við umferðartafir á svæði með 5 km radíus frá miðborg. Með því að ýta á hnappinn „Metro area“ þá raðast borgirnar eftir umferðartöfum á öllu borgarsvæðinu. Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) kemur þá eilítið verr út og færist upp í 265. sæti. Til gamans má geta þess að Los Angeles svæðið er í 281. sæti, þ.e. umferðarástandið er ögn betra þar! Ef allt væri með felldu ætti Reykjavík að vera miklu neðar á lista TomTom. Um síðustu aldamót voru umferðartafir miklu minni í Reykjavík og reyndar höfuðborgarsvæðinu öllu en í dag. Umferðarástandið hafði reyndar þyngst hægt og bítandi síðustu áratugi 20. aldar. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 var gert ráð fyrir mikilli aukningu á flutningsgetu vegakerfisins. Ef sú áætlun hefði verið framkvæmd þá væru umferðartafir í dag svipaðar eða jafnvel minni en þær voru um aldamótin. Getur Borgarlínan hamlað gegn vexti umferðartafa? Í grein framkvæmdastjórans er eftirfarandi setning: „Þær borgir sem hafa náð bestum árangri í að takmarka auknar umferðartafir hafa fjárfest í almenningssamgöngum”. Það er sannleikskorn í þessu en engu að síður er London með sínar rómuðu almenningssamgöngur efst á listanum yfir umferðartafir í miðborg! Það fer mjög eftir íbúafjölda, þéttleika byggðar o.fl. hvers árangurs má vænta af fjárfestingum í almenningssamgöngum til að hamla gegn vexti umferðartafa. Miðað við fyrirliggjandi umferðarspár mun Borgarlínan aðeins leiða til þess að bílaumferð verði um 2-3 % minni en ella. Þyngra vegur að fyrirhugað er að fækka akreinum fyrir almenna umferð á nokkrum umferðargötum. Borgarlínan mun því ekki hamla gegn vexti umferðartafa, síður en svo. Í litlum bílaborgum hefur gefist best að byggja upp vegakerfið í takt við fjölgun íbúa. Samgönguskipulag gengur ekki bara út á að hamla gegn vexti umferðartafa. Það er pólitísk ákvörðun hvernig á að skipta tiltæku fjármagni á uppbyggingu innviða fyrir hina ýmsu ferðamáta. Sanngjarnt er að sú skipting sé þannig að hver notandi hvers samkgöngumáta fái sambærilega upphæð í sinn hlut. Flestir eru sammála um að æskilegt sé að bæta heldur meir en því nemur almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og gera átak í betri og öruggari innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Reykjavík verður hins vegar bílaborg áfram þrátt fyrir Borgarlínu og offjárfesting í henni borgar sig ekki. Rangfærsla Í niðurlagi greinar framkvæmdastjórans er þessi fullyrðing: „Vaxandi borgir ná aðeins árangri í að draga úr umferðartöfum, eða vexti þeirra, með því að fjárfesta í almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og með gjaldtöku af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar.” Þetta er alvarleg rangfærsla. Á borgarsvæðum Phoenix, Houston, Dallas-Fort Worth og Atlanta hefur tekist ágætlega að hamla gegn vexti umferðartafa, þrátt fyrir að íbúafjöldi þeirra sé á bilinu 5-7 milljón og hefur u.þ.b. tífaldast frá árinu 1950. Umferðartafir eru svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu. Hlutur ferða með almenningssamgöngum er minni en hér á höfuðborgarsvæðinu. Í þessum borgum er ekki gjaldtaka af umferð í miðborgum til að fjármagna fjárfestingar. Ofangreind borgarsvæði eru á bilinu 20-30 sinnum fjölmennari en höfuðborgarsvæðið. Rannsóknir hafa sýnt að umferðartafir vaxa með stækkun borgarsvæða. Það blasir því við að það sé tiltölulega auðvelt að hamla gegn vexti umferðartafa hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er mjög sjaldgæft að tekið sé gjald af allri bílaumferð í miðborgum. Það þekkist t.d. ekki í BNA. Þó er fyrirhugað að taka gjald af bílaumferð í miðborg New York á þessu ári. Í BNA er reyndar töluvert um gjaldtöku á einstökum vegum eða sumum akreinum hraðbrauta. Í öllum tilvikum geta ökumenn valið aðra leið (eða aðra akrein) til að komast hjá gjaldtöku en þurfa þá að sætta sig við meiri umferðartafir eða lengri akstursvegalengd. Það er ámælisvert ef samgönguyfirvöld rökstyðja uppbyggingu almenningssamgangna með blekkingum.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar