„Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. maí 2024 22:04 Pétur Ingvarsson virtist ekki ná að miðla sínum áherslum til sinna manna í kvöld Vísir/Bára Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var daufur í dálkinn þegar Andri Már Eggertsson tók hann tali eftir stórt tap hans manna gegn Grindavík í kvöld en lokatölur leiksins urðu 96-71. Munurinn varð mestur 29 stig áður en bæði lið tæmdu bekkina sína þegar fjórar mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur viðurkenndi að Grindvíkingar hefðu einfaldlega verið mun betri í kvöld. „Þeir hittu vel og spiluðu hörku varnarleik. „Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við.“ Munurinn var ekki óyfirstíganlegur í hálfleik en Keflvíkingar náðu ekki að þétta raðirnir að neinu marki í hléinu. „Í hálfleik vonar maður bara að liðið spili betur en í fyrri hálfleik. Við vorum ekkert það mikið undir, tólf stigum eða eitthvað álíka, og það er ekki nema 3-4 sóknir. En þeir voru bara grimmari en við í vörn og gáfu okkur ekki neitt. Við vorum að tapa boltanum og ragir við að skjóta og því fór sem fór.“ Kristófer Breki Gylfason setti þrjá þrista í sex skotum og tvo þeirra þegar Grindavík náði upp góðri forystu. Pétur var ekki sammála Andra að Keflvíkingar hefðu gefið honum opin skot. „Við vorum ekkert að gefa honum skot. Hann bara setti þessi skot. Við erum kannski ekkert endilega að dekka hann eins og hann sé þeirra aðalmaður. Við erum að leggja áherslu á að stoppa Kane og Basile. Breki er hörku skotmaður og við vitum alveg af því. Við þurfum að hjálpa á Basile og Kane og ef hann er tilbúinn að setja hann er hann bara hörku skotmaður.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu og settist á bekkinn þegar 14 mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur sagði að það hefði ekki verið tilefni til neins vendipunkts, enda væri Kane aðeins hluti af góðu liði. „Við erum að reyna að spila körfubolta og ekki að reyna að ráðast á eitthvað eitt. Hann er bara hluti af þessu liði hjá þeim. Arnór, Julio og Valur koma sterkir inn af bekknum. Það eru menn þarna sem eru hörku góðir og í sjálfu sér erum við þannig séð alveg inni í þessum leik fram í fjórða leikhluta. Við erum ekkert búnir að tapa leiknum í byrjun fjórða. Þeir setja stór skot og gera þetta mjög erfitt fyrir okkur.“ Sagði Pétur að lokum en hann hefur núna fjóra daga til að kjarna lið Keflavíkur á ný en liðin mætast í Blue Höllinni á sunnudag. Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Munurinn varð mestur 29 stig áður en bæði lið tæmdu bekkina sína þegar fjórar mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur viðurkenndi að Grindvíkingar hefðu einfaldlega verið mun betri í kvöld. „Þeir hittu vel og spiluðu hörku varnarleik. „Á flestum sviðum körfuboltans voru þeir bara betri en við.“ Munurinn var ekki óyfirstíganlegur í hálfleik en Keflvíkingar náðu ekki að þétta raðirnir að neinu marki í hléinu. „Í hálfleik vonar maður bara að liðið spili betur en í fyrri hálfleik. Við vorum ekkert það mikið undir, tólf stigum eða eitthvað álíka, og það er ekki nema 3-4 sóknir. En þeir voru bara grimmari en við í vörn og gáfu okkur ekki neitt. Við vorum að tapa boltanum og ragir við að skjóta og því fór sem fór.“ Kristófer Breki Gylfason setti þrjá þrista í sex skotum og tvo þeirra þegar Grindavík náði upp góðri forystu. Pétur var ekki sammála Andra að Keflvíkingar hefðu gefið honum opin skot. „Við vorum ekkert að gefa honum skot. Hann bara setti þessi skot. Við erum kannski ekkert endilega að dekka hann eins og hann sé þeirra aðalmaður. Við erum að leggja áherslu á að stoppa Kane og Basile. Breki er hörku skotmaður og við vitum alveg af því. Við þurfum að hjálpa á Basile og Kane og ef hann er tilbúinn að setja hann er hann bara hörku skotmaður.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu og settist á bekkinn þegar 14 mínútur voru enn eftir af leiknum. Pétur sagði að það hefði ekki verið tilefni til neins vendipunkts, enda væri Kane aðeins hluti af góðu liði. „Við erum að reyna að spila körfubolta og ekki að reyna að ráðast á eitthvað eitt. Hann er bara hluti af þessu liði hjá þeim. Arnór, Julio og Valur koma sterkir inn af bekknum. Það eru menn þarna sem eru hörku góðir og í sjálfu sér erum við þannig séð alveg inni í þessum leik fram í fjórða leikhluta. Við erum ekkert búnir að tapa leiknum í byrjun fjórða. Þeir setja stór skot og gera þetta mjög erfitt fyrir okkur.“ Sagði Pétur að lokum en hann hefur núna fjóra daga til að kjarna lið Keflavíkur á ný en liðin mætast í Blue Höllinni á sunnudag.
Körfubolti Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira