Lýðskrum eða minnisleysi? Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 8. maí 2024 12:00 Það var sláandi að horfa á kosningasjónvarp föstudagskvöldið 3. Maí og heyra Katrínu Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda segja, sem dæmi um beitiingu málskotsréttarins, að „ef Alþingi myndi ætla að ráðast í inngöngu í Evrópusambandið, ímyndi hún sér að það kæmi ekki annað til greina en að bera það undir þjóðina fyrst. Ef svo væri ekki væri það augljóslega mál sem ætti heima hjá þjóðinni.“ Það sem er sláandi er að þessi sami forsetaframbjóðandi tók virkan og leiðandi þátt í því fyrir aðeins 15 árum að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að spyrja þjóðina fyrst. Og ennfremur greiddi hún atkvæði gegn tillögu um að bera málið fyrst undir þjóðina. Þetta er slíkur viðsnúningur í afstöðu að skýringa er þörf. Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun? Hvenær geriðst það og hverjar eru ástæður breyttrar afstöðu? Minnisleysi er ekki trúverðug skýring og ef engin skýring verður reidd fram vaknar sú spurning hvort frambjóðandinn sé einfaldlega svo mikill tækifærissinni að hún samþykki bara það sem færir henni mestan ávinning hverju sinni. Spyrjendur í kosningaumfjöllun eiga auðvitað að spyrja út í svona hluti. Annað hlýtur að flokkast undir hreina þöggun. Þjóðin á rétt á að heyra raunverulega afstöðu frambjóðenda og fá skýringar þegar misræmi í málflutningi er svona skerandi. Vonandi verður bætt úr því á næstunni svo heiðarleg og lýðræðisleg kosningabarátta geti farið fram. Höfundur er trésmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það var sláandi að horfa á kosningasjónvarp föstudagskvöldið 3. Maí og heyra Katrínu Jakobsdóttur, forsetaframbjóðanda segja, sem dæmi um beitiingu málskotsréttarins, að „ef Alþingi myndi ætla að ráðast í inngöngu í Evrópusambandið, ímyndi hún sér að það kæmi ekki annað til greina en að bera það undir þjóðina fyrst. Ef svo væri ekki væri það augljóslega mál sem ætti heima hjá þjóðinni.“ Það sem er sláandi er að þessi sami forsetaframbjóðandi tók virkan og leiðandi þátt í því fyrir aðeins 15 árum að sækja um aðild að Evrópusambandinu án þess að spyrja þjóðina fyrst. Og ennfremur greiddi hún atkvæði gegn tillögu um að bera málið fyrst undir þjóðina. Þetta er slíkur viðsnúningur í afstöðu að skýringa er þörf. Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun? Hvenær geriðst það og hverjar eru ástæður breyttrar afstöðu? Minnisleysi er ekki trúverðug skýring og ef engin skýring verður reidd fram vaknar sú spurning hvort frambjóðandinn sé einfaldlega svo mikill tækifærissinni að hún samþykki bara það sem færir henni mestan ávinning hverju sinni. Spyrjendur í kosningaumfjöllun eiga auðvitað að spyrja út í svona hluti. Annað hlýtur að flokkast undir hreina þöggun. Þjóðin á rétt á að heyra raunverulega afstöðu frambjóðenda og fá skýringar þegar misræmi í málflutningi er svona skerandi. Vonandi verður bætt úr því á næstunni svo heiðarleg og lýðræðisleg kosningabarátta geti farið fram. Höfundur er trésmiður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar