„Gamaldags boxbardagi frá fyrstu mínútu“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. maí 2024 22:31 Finnur Freyr íbygginn á hliðarlínunni Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var mættur í viðtal hjá Andra Má Eggertssyni eftir eins stigs sigur á Njarðvík, 68-67. Hann var feginn því hvoru megin sigurinn lenti í jöfnum leik. „Þetta var eiginlega frá fyrstu mínútu gamaldags boxbardagi. Það náttúrulega gat allt gerst hérna undir lokin og vinnst á einhverjum vítaskotum og einhverjum mistökum hér og þar. Stundum hefur maður farið í leiki þar sem allt fer niður og allt gengur upp sóknarlega hjá báðum liðum og varnirnar ekkert að smella en í dag voru báðar varnirnar frábærar.“ „Njarðvíkurvörnin frábær í fjórða leikhluta og við náðum hvergi að finna skot og þegar við fengum þau þá settum við þau ekki. Stór „móment“ hér og þar og sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld.“ Kristófer Acox og Taiwo Badmus voru að tengja vel á opnum velli í fyrri hálfleik og var Finnur ánægður með leikinn framan af. „Ánægður líka með hvernig Justas kemur inn í þriðja leikhluta. Svo einhvern veginn bara, eins og hefur kannski verið vandamálið hjá okkur í vetur, við náum ekki að tengja áfram það sem hefur gengið vel eða vörnin gerir eitthvað á móti okkur og við náum ekki að svara því.“ Hann sagði að síðasta víti leiksins hefði verið alveg eins og hann óskaði eftir. „Við vorum að klikka á vítaskotum þegar við vorum með forystuna en svo þegar við lendum undir þá gerði Kiddi vel að setja þessi víti niður og vel gert hjá Aroni að klikka á seinna, eins og við töluðum um.“ Valsliðið skoraði aðeins þrjú stig fyrstu átta mínútur síðasta leikhlutans. Andri spurði hvort það væri ekki óvenjulegt á þessu stigi mótsins en Finnur taldi það eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Er það ekki bara akkúrat það? Að við séum á þessu stigi keppninnar og helling undir og við að reyna að „grænda“ í gegnum þetta. Eins og við erum búnir að reyna að gera í allan vetur. Þetta var slakur sóknarleikur hjá okkur í fjórða leikhluta. Það fór mikil orka í varnarleikinn.“ „Ég veit ekki hvað það er en við eigum mikið inni sóknarlega. Ég hef talað um það að við séum ekki besta sóknarliðið en við erum töluvert betri en þetta. Við þurfum að skoða okkar mál og mæta betur tengdir sóknarlega á laugardaginn. En að sama skapi, ekkert nema virðing á vörnina hjá Njarðvík.“ Finnur gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar Andra um að mögulega væri einhver þreyta að hrjá Valsmenn. „Þetta er úrslitakeppnin bara. Það eru þrír dagar á milli þannig að manni hundleiðist á milli leikja. Vanir að spila með tveggja daga millibili og núna er mótið með þriggja daga millibili þannig að þreyta er það síðasta sem við getum kvartað yfir.“ Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
„Þetta var eiginlega frá fyrstu mínútu gamaldags boxbardagi. Það náttúrulega gat allt gerst hérna undir lokin og vinnst á einhverjum vítaskotum og einhverjum mistökum hér og þar. Stundum hefur maður farið í leiki þar sem allt fer niður og allt gengur upp sóknarlega hjá báðum liðum og varnirnar ekkert að smella en í dag voru báðar varnirnar frábærar.“ „Njarðvíkurvörnin frábær í fjórða leikhluta og við náðum hvergi að finna skot og þegar við fengum þau þá settum við þau ekki. Stór „móment“ hér og þar og sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld.“ Kristófer Acox og Taiwo Badmus voru að tengja vel á opnum velli í fyrri hálfleik og var Finnur ánægður með leikinn framan af. „Ánægður líka með hvernig Justas kemur inn í þriðja leikhluta. Svo einhvern veginn bara, eins og hefur kannski verið vandamálið hjá okkur í vetur, við náum ekki að tengja áfram það sem hefur gengið vel eða vörnin gerir eitthvað á móti okkur og við náum ekki að svara því.“ Hann sagði að síðasta víti leiksins hefði verið alveg eins og hann óskaði eftir. „Við vorum að klikka á vítaskotum þegar við vorum með forystuna en svo þegar við lendum undir þá gerði Kiddi vel að setja þessi víti niður og vel gert hjá Aroni að klikka á seinna, eins og við töluðum um.“ Valsliðið skoraði aðeins þrjú stig fyrstu átta mínútur síðasta leikhlutans. Andri spurði hvort það væri ekki óvenjulegt á þessu stigi mótsins en Finnur taldi það eðlilegt í ljósi stöðunnar. „Er það ekki bara akkúrat það? Að við séum á þessu stigi keppninnar og helling undir og við að reyna að „grænda“ í gegnum þetta. Eins og við erum búnir að reyna að gera í allan vetur. Þetta var slakur sóknarleikur hjá okkur í fjórða leikhluta. Það fór mikil orka í varnarleikinn.“ „Ég veit ekki hvað það er en við eigum mikið inni sóknarlega. Ég hef talað um það að við séum ekki besta sóknarliðið en við erum töluvert betri en þetta. Við þurfum að skoða okkar mál og mæta betur tengdir sóknarlega á laugardaginn. En að sama skapi, ekkert nema virðing á vörnina hjá Njarðvík.“ Finnur gaf ekki mikið fyrir hugleiðingar Andra um að mögulega væri einhver þreyta að hrjá Valsmenn. „Þetta er úrslitakeppnin bara. Það eru þrír dagar á milli þannig að manni hundleiðist á milli leikja. Vanir að spila með tveggja daga millibili og núna er mótið með þriggja daga millibili þannig að þreyta er það síðasta sem við getum kvartað yfir.“
Körfubolti Valur Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira