Alþjóðanemar neyðist til að vinna svart á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 6. maí 2024 22:41 Nana Bruhn Rasmussen er alþjóðafulltrúi SHÍ. Aðsend Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) skorar á ráðherra að breyta lögum þannig að námsmenn sem koma hingað en eru frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) fái atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi sínu. Í áskorun til ráðherra segir að það gæti bætt lífsgæði nemenda og geti dregið úr álagi hjá Útlendinga- og Vinnumálastofnun. Tíu tillögur eru lagðar fram í áskorun SHÍ. Þar er lagt til að atvinnuleyfi sé veitt samhliða dvalarleyfi, að það sé bundið við einstakling en ekki starf. Að umsækjandi í stað vinnuveitanda leggi umsóknina fram og að atvinnuleyfið sé endurnýjað sjálfkrafa ef skilyrði eru óbreytt. Þá er lagt til að umsóknir séu sendar á Vinnumálastofnun en ekki Útlendingastofnun og að búin sé til rafræn umsóknargátt. Þá er einnig lagt til að ferlið sé útskýrt í myndböndum og það tryggt að starfsmenn hafi þekkingu á málinu. Tillögurnar eru lagðar fram í skýrslu sem gefin er út samhliða áskorun SHÍ. Flestir vilja vinna Áskorunin og tillögurnar eru byggðar á vinnu Alþjóðanefndar SHÍ en í janúar gerðu þau könnun meðal námsmanna sem koma utan EES og spurðu um þær áskoranir sem þau mæta þegar þau sækja um atvinnuleyfi á Íslandi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá SHÍ skilaði könnunin 266 svörum og sýna niðurstöðurnar með „skýru móti að íslensk stjórnvöld verða að ráðast í endurskoðun á löggjöf um atvinnuleyfi.“ „Við sendum áskorunina á ráðherra og rektor í dag,“ segir Nana Bruhn Rasmussen alþjóðafulltrúi SHÍ. Hún segir samtökin búin að vinna að þessu lengi og vonist eftir góðum viðbrögðum. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm og Arnar Samkvæmt því sem kemur fram í skýrslu Stúdentaráðs eru reglurnar þannig í öllum löndum Evrópusambandsins nema sex að atvinnuleyfið fylgir dvalarleyfinu. Löndin sex eru Spánn, Austurríki, Holland, Lúxemborg, Kýpur og Malta. „Þetta er stórt vandamál fyrir alþjóðanema. Það er ekkert mikið talað um þetta því alþjóðanemar eru hér í stuttan tíma og fara svo heim,“ segir Nana en fæstir þessara nema geta sótt um námslán hér á landi. Hún segir það hafa komið skýrt fram í svörum alþjóðanemanna að þau vilji vinna. „Ég hef ekki hitt alþjóðanema sem ekki vill vinna á meðan þau eru hérna. Það er oft dýrara fyrir þau að lifa hér en í heimalandi þeirra og þau vita oft ekki af því, áður en þau koma, að atvinnuleyfið fylgi ekki dvalarleyfinu,“ segir Nana. Auk þess sé ferlið óþarflega flókið. Fyrst þurfi þau að finna vinnu og fá hana, svo þurfi atvinnuveitandi að sækja um leyfið fyrir þau og leyfið gildi svo bara fyrir þessa einu vinnu sem þau eru í. „Það er ekki mjög aðlaðandi staða fyrir vinnuveitendur að vera í,“ segir Nana. Slæm áhrif á heilsu að bíða Fram kemur í skýrslu SHÍ að um 64 prósent þeirra sem svöruðu sögðu biðina eftir atvinnuleyfinu setja þau í erfiða stöðu fjárhagslega. Um 56 prósent sögðu biðina hafa áhrif á frammistöðu þeirra í námi og um 48 prósent sögðu biðina hafa áhrif á ákvörðun þeirra um hvort þau héldu námi sínu áfram á Íslandi eða ekki. Þá sögðu um 73 prósent að biðin hefði slæm áhrif á andlega heilsu þeirra og sögðu einhverjir að þau hefðu upplifað kvíða, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir á meðan biðinni stóð. „Þessar tölur eru mjög ógnvekjandi og tala inn á lífsgæði alþjóðanema á Íslandi,“ segir í skýrslunni og að stjórnvöld verði að taka þessar upplýsingar alvarlega. Nana segir erfitt fyrir fólk að vera bundið við eina vinnu. „Ég hef ekki hitt alþjóðanema sem ekki vill vinna Það er oft þannig að útlendingar eru í erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og það er komið illa fram við þá. Það lenda margir í því að þurfa að vinna ólöglega, eða svart. Þá borga þau engan skatt og eru ekki í stéttarfélagi.“ Nana segir að þetta þrýsti alþjóðanemum einnig í þær aðstæður að neyðast til að vinna svart. „Vandinn við þetta ferli er að það ýtir nemendum inn á óregluvætt hagkerfi og gerir þau berskjölduð fyrir því að viðhalda atvinnusambandi við ofbeldisfulla atvinnuveitendur, því þau þurfa á þeim að halda,“ er haft eftir einum alþjóðanema í skýrslunni. Hægt er að kynna sér skýrsluna í heild sinni hér á vef Stúdentaráðs. Evrópusambandið Háskólar Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Tíu tillögur eru lagðar fram í áskorun SHÍ. Þar er lagt til að atvinnuleyfi sé veitt samhliða dvalarleyfi, að það sé bundið við einstakling en ekki starf. Að umsækjandi í stað vinnuveitanda leggi umsóknina fram og að atvinnuleyfið sé endurnýjað sjálfkrafa ef skilyrði eru óbreytt. Þá er lagt til að umsóknir séu sendar á Vinnumálastofnun en ekki Útlendingastofnun og að búin sé til rafræn umsóknargátt. Þá er einnig lagt til að ferlið sé útskýrt í myndböndum og það tryggt að starfsmenn hafi þekkingu á málinu. Tillögurnar eru lagðar fram í skýrslu sem gefin er út samhliða áskorun SHÍ. Flestir vilja vinna Áskorunin og tillögurnar eru byggðar á vinnu Alþjóðanefndar SHÍ en í janúar gerðu þau könnun meðal námsmanna sem koma utan EES og spurðu um þær áskoranir sem þau mæta þegar þau sækja um atvinnuleyfi á Íslandi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá SHÍ skilaði könnunin 266 svörum og sýna niðurstöðurnar með „skýru móti að íslensk stjórnvöld verða að ráðast í endurskoðun á löggjöf um atvinnuleyfi.“ „Við sendum áskorunina á ráðherra og rektor í dag,“ segir Nana Bruhn Rasmussen alþjóðafulltrúi SHÍ. Hún segir samtökin búin að vinna að þessu lengi og vonist eftir góðum viðbrögðum. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm og Arnar Samkvæmt því sem kemur fram í skýrslu Stúdentaráðs eru reglurnar þannig í öllum löndum Evrópusambandsins nema sex að atvinnuleyfið fylgir dvalarleyfinu. Löndin sex eru Spánn, Austurríki, Holland, Lúxemborg, Kýpur og Malta. „Þetta er stórt vandamál fyrir alþjóðanema. Það er ekkert mikið talað um þetta því alþjóðanemar eru hér í stuttan tíma og fara svo heim,“ segir Nana en fæstir þessara nema geta sótt um námslán hér á landi. Hún segir það hafa komið skýrt fram í svörum alþjóðanemanna að þau vilji vinna. „Ég hef ekki hitt alþjóðanema sem ekki vill vinna á meðan þau eru hérna. Það er oft dýrara fyrir þau að lifa hér en í heimalandi þeirra og þau vita oft ekki af því, áður en þau koma, að atvinnuleyfið fylgi ekki dvalarleyfinu,“ segir Nana. Auk þess sé ferlið óþarflega flókið. Fyrst þurfi þau að finna vinnu og fá hana, svo þurfi atvinnuveitandi að sækja um leyfið fyrir þau og leyfið gildi svo bara fyrir þessa einu vinnu sem þau eru í. „Það er ekki mjög aðlaðandi staða fyrir vinnuveitendur að vera í,“ segir Nana. Slæm áhrif á heilsu að bíða Fram kemur í skýrslu SHÍ að um 64 prósent þeirra sem svöruðu sögðu biðina eftir atvinnuleyfinu setja þau í erfiða stöðu fjárhagslega. Um 56 prósent sögðu biðina hafa áhrif á frammistöðu þeirra í námi og um 48 prósent sögðu biðina hafa áhrif á ákvörðun þeirra um hvort þau héldu námi sínu áfram á Íslandi eða ekki. Þá sögðu um 73 prósent að biðin hefði slæm áhrif á andlega heilsu þeirra og sögðu einhverjir að þau hefðu upplifað kvíða, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir á meðan biðinni stóð. „Þessar tölur eru mjög ógnvekjandi og tala inn á lífsgæði alþjóðanema á Íslandi,“ segir í skýrslunni og að stjórnvöld verði að taka þessar upplýsingar alvarlega. Nana segir erfitt fyrir fólk að vera bundið við eina vinnu. „Ég hef ekki hitt alþjóðanema sem ekki vill vinna Það er oft þannig að útlendingar eru í erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og það er komið illa fram við þá. Það lenda margir í því að þurfa að vinna ólöglega, eða svart. Þá borga þau engan skatt og eru ekki í stéttarfélagi.“ Nana segir að þetta þrýsti alþjóðanemum einnig í þær aðstæður að neyðast til að vinna svart. „Vandinn við þetta ferli er að það ýtir nemendum inn á óregluvætt hagkerfi og gerir þau berskjölduð fyrir því að viðhalda atvinnusambandi við ofbeldisfulla atvinnuveitendur, því þau þurfa á þeim að halda,“ er haft eftir einum alþjóðanema í skýrslunni. Hægt er að kynna sér skýrsluna í heild sinni hér á vef Stúdentaráðs.
Evrópusambandið Háskólar Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira