Endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir síðustu pylsuna Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2024 22:13 Óskar Mikael pylsusali í hlutverki Jesú Krists. Vísir/Arnar Nemendur við Listaháskóla Íslands ráku endahnút á áralanga hefð í dag. Þá fengu þau sér sína hundruðustu, og jafnframt síðustu, pylsu sem nemendur skólans. Á hverjum mánudegi skólaársins í tæp þrjú ár hafa nemendur við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands gengið frá skólanum við Laugarnesveg og að pylsuvagninum við Laugardalslaug og fengið sér pylsu saman. Í dag var komið að tímamótum fyrir bekkinn sem útskrifast í vor. „Þetta hittist vel á að núna er þetta síðasta pylsan á meðan við erum í skólanum. Við erum að klára núna. Þetta er síðasti mánudagurinn okkar í skólanum og þetta verður pylsa númer hundrað,“ segja Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir, nemendur við sviðshöfundabrautina. Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir fengu sér í dag sína síðustu pylsu sem nemendur við Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Bekkurinn hefur ferðast saman víða um heim og pylsuferðirnar verið farnar í sjö mismunandi löndum. Þeim finnst þó best að ganga að Laugardalslaug og meirihluti pylsanna 600, sem þau hafa snætt á sem hópur þessi tæpu þrjú ár, verið borðaður þar. „Mikill partur af þessu er að við löbbum í pulsuna,“ segir Egill. „Við erum í sviðslistanámi og erum meira og minna í svörtum, gluggalausum rýmum allan daginn þannig það er mjög hressandi að byrja vikuna á því að fara í göngutúr í pylsuvagninn. Það gerir vikuna,“ segir Elínborg. Fjöldi fólks mætti og fagnaði deginum. Sungið var alla leið að vagninum þar sem pylsusalinn tók á móti þeim í síðasta sinn en hann hefur afgreitt hópinn í langan tíma. „Það er dálítið erfitt. Þau eru skemmtileg,“ segir Óskar Mikael, pylsusali. Það er gaman að fá þau hvern mánudag? „Já, alltaf. Ég kann sumar pantanir utan af meira að segja orðið,“ Mikil gleði var meðal gesta og mynd númer hundrað stíliseruð á táknrænan hátt. Þau endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo Da Vinci með pylsusalann í miðjunni í hlutverki Jesú Krists. Háskólar Grín og gaman Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira
Á hverjum mánudegi skólaársins í tæp þrjú ár hafa nemendur við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands gengið frá skólanum við Laugarnesveg og að pylsuvagninum við Laugardalslaug og fengið sér pylsu saman. Í dag var komið að tímamótum fyrir bekkinn sem útskrifast í vor. „Þetta hittist vel á að núna er þetta síðasta pylsan á meðan við erum í skólanum. Við erum að klára núna. Þetta er síðasti mánudagurinn okkar í skólanum og þetta verður pylsa númer hundrað,“ segja Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir, nemendur við sviðshöfundabrautina. Egill Andrason og Elínborg Una Einarsdóttir fengu sér í dag sína síðustu pylsu sem nemendur við Listaháskóla Íslands.Vísir/Arnar Bekkurinn hefur ferðast saman víða um heim og pylsuferðirnar verið farnar í sjö mismunandi löndum. Þeim finnst þó best að ganga að Laugardalslaug og meirihluti pylsanna 600, sem þau hafa snætt á sem hópur þessi tæpu þrjú ár, verið borðaður þar. „Mikill partur af þessu er að við löbbum í pulsuna,“ segir Egill. „Við erum í sviðslistanámi og erum meira og minna í svörtum, gluggalausum rýmum allan daginn þannig það er mjög hressandi að byrja vikuna á því að fara í göngutúr í pylsuvagninn. Það gerir vikuna,“ segir Elínborg. Fjöldi fólks mætti og fagnaði deginum. Sungið var alla leið að vagninum þar sem pylsusalinn tók á móti þeim í síðasta sinn en hann hefur afgreitt hópinn í langan tíma. „Það er dálítið erfitt. Þau eru skemmtileg,“ segir Óskar Mikael, pylsusali. Það er gaman að fá þau hvern mánudag? „Já, alltaf. Ég kann sumar pantanir utan af meira að segja orðið,“ Mikil gleði var meðal gesta og mynd númer hundrað stíliseruð á táknrænan hátt. Þau endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir Leonardo Da Vinci með pylsusalann í miðjunni í hlutverki Jesú Krists.
Háskólar Grín og gaman Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Sjá meira