Áttatíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í viðbót Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 15:56 Bernie Sanders segir kosningarnar í nóvember vera einhverjar þær mikilvægustu á hans lífskeiði. AP/Mariam Zuhaib Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að bjóða sig fram aftur í kosningunum í nóvember. Sanders, sem er 82 ára gamall, hefur þegar verið annar tveggja öldungadeildarþingmanna Vermont-ríkis í þrjú kjörtímabil, eða átján ár. Sanders fer fram sem óháður þingmaður en hann var í Demókrataflokknum í sextán ár og er í þingflokk Demókrataflokksins. Í tæplega níu mínútna ávarpi sem Sanders birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann að kosningarnar í nóvember væru meðal þeirra afdrifaríkustu á hans líftíð. Þær snerust um það hvort Bandaríkin myndi áfram vera lýðræði eða ekki. Hann velti einnig vöngum yfir því hvort einhvern tímann yrði hægt að brúa sífellt breikkandi gjá milli auðmanna og fátækra og hvort hægt væri að skapa yfirvöld sem hefðu velferð allra í huga í stað kerfis þar sem auðugir bakhjarlar stjórnmálamanna hefðu mikil ítök. Í ávarpinu nefndi hann einnig innrás Ísraela á Gasaströndina. Hann sagði Ísraela eiga rétt á því að verja sig eftir árásirnar 7. október en þeir hefðu ekki rétt á því að heyja stríð gegn allri palestínsku þjóðinni, sem þeir væru að gera. Hann sagði að hans skoðun væri sú að ekki ætti að verja bandarísku skattfé til hernaðar Ísraela. Let me thank the people of Vermont, from the bottom of my heart, for giving me the opportunity to serve them in the United States Senate. It has been the honor of my life.Today, I am announcing my intention to seek another term. Here is why: pic.twitter.com/cfO8MF4Cep— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 6, 2024 Sanders hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann barðist fyrst um tilnefningu Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton árið 2016 og svo gegn Joe Biden árið 2020. Í bæði skiptin bar hann ekki sigur úr býtum. Sanders er næst elsti þingmaður öldungadeildarinnar, á eftir Repúblikananum Chuck Grassley, sem verður 91 ára á þessu ári. Við upphaf þessa kjörtímabils, í janúar í fyrra, var meðalaldurinn í öldungadeildinni 65,3 ár og hafði hann aukist úr 64,8 tveimur árum áður. Árið 2019 fékk Sanders hjartaáfall og þurfti hann að gera hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðarstíflu. Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Sanders fer fram sem óháður þingmaður en hann var í Demókrataflokknum í sextán ár og er í þingflokk Demókrataflokksins. Í tæplega níu mínútna ávarpi sem Sanders birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann að kosningarnar í nóvember væru meðal þeirra afdrifaríkustu á hans líftíð. Þær snerust um það hvort Bandaríkin myndi áfram vera lýðræði eða ekki. Hann velti einnig vöngum yfir því hvort einhvern tímann yrði hægt að brúa sífellt breikkandi gjá milli auðmanna og fátækra og hvort hægt væri að skapa yfirvöld sem hefðu velferð allra í huga í stað kerfis þar sem auðugir bakhjarlar stjórnmálamanna hefðu mikil ítök. Í ávarpinu nefndi hann einnig innrás Ísraela á Gasaströndina. Hann sagði Ísraela eiga rétt á því að verja sig eftir árásirnar 7. október en þeir hefðu ekki rétt á því að heyja stríð gegn allri palestínsku þjóðinni, sem þeir væru að gera. Hann sagði að hans skoðun væri sú að ekki ætti að verja bandarísku skattfé til hernaðar Ísraela. Let me thank the people of Vermont, from the bottom of my heart, for giving me the opportunity to serve them in the United States Senate. It has been the honor of my life.Today, I am announcing my intention to seek another term. Here is why: pic.twitter.com/cfO8MF4Cep— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 6, 2024 Sanders hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann barðist fyrst um tilnefningu Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton árið 2016 og svo gegn Joe Biden árið 2020. Í bæði skiptin bar hann ekki sigur úr býtum. Sanders er næst elsti þingmaður öldungadeildarinnar, á eftir Repúblikananum Chuck Grassley, sem verður 91 ára á þessu ári. Við upphaf þessa kjörtímabils, í janúar í fyrra, var meðalaldurinn í öldungadeildinni 65,3 ár og hafði hann aukist úr 64,8 tveimur árum áður. Árið 2019 fékk Sanders hjartaáfall og þurfti hann að gera hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðarstíflu.
Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira