Áttatíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í viðbót Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 15:56 Bernie Sanders segir kosningarnar í nóvember vera einhverjar þær mikilvægustu á hans lífskeiði. AP/Mariam Zuhaib Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að bjóða sig fram aftur í kosningunum í nóvember. Sanders, sem er 82 ára gamall, hefur þegar verið annar tveggja öldungadeildarþingmanna Vermont-ríkis í þrjú kjörtímabil, eða átján ár. Sanders fer fram sem óháður þingmaður en hann var í Demókrataflokknum í sextán ár og er í þingflokk Demókrataflokksins. Í tæplega níu mínútna ávarpi sem Sanders birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann að kosningarnar í nóvember væru meðal þeirra afdrifaríkustu á hans líftíð. Þær snerust um það hvort Bandaríkin myndi áfram vera lýðræði eða ekki. Hann velti einnig vöngum yfir því hvort einhvern tímann yrði hægt að brúa sífellt breikkandi gjá milli auðmanna og fátækra og hvort hægt væri að skapa yfirvöld sem hefðu velferð allra í huga í stað kerfis þar sem auðugir bakhjarlar stjórnmálamanna hefðu mikil ítök. Í ávarpinu nefndi hann einnig innrás Ísraela á Gasaströndina. Hann sagði Ísraela eiga rétt á því að verja sig eftir árásirnar 7. október en þeir hefðu ekki rétt á því að heyja stríð gegn allri palestínsku þjóðinni, sem þeir væru að gera. Hann sagði að hans skoðun væri sú að ekki ætti að verja bandarísku skattfé til hernaðar Ísraela. Let me thank the people of Vermont, from the bottom of my heart, for giving me the opportunity to serve them in the United States Senate. It has been the honor of my life.Today, I am announcing my intention to seek another term. Here is why: pic.twitter.com/cfO8MF4Cep— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 6, 2024 Sanders hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann barðist fyrst um tilnefningu Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton árið 2016 og svo gegn Joe Biden árið 2020. Í bæði skiptin bar hann ekki sigur úr býtum. Sanders er næst elsti þingmaður öldungadeildarinnar, á eftir Repúblikananum Chuck Grassley, sem verður 91 ára á þessu ári. Við upphaf þessa kjörtímabils, í janúar í fyrra, var meðalaldurinn í öldungadeildinni 65,3 ár og hafði hann aukist úr 64,8 tveimur árum áður. Árið 2019 fékk Sanders hjartaáfall og þurfti hann að gera hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðarstíflu. Bandaríkin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sanders fer fram sem óháður þingmaður en hann var í Demókrataflokknum í sextán ár og er í þingflokk Demókrataflokksins. Í tæplega níu mínútna ávarpi sem Sanders birti á samfélagsmiðlum í dag sagði hann að kosningarnar í nóvember væru meðal þeirra afdrifaríkustu á hans líftíð. Þær snerust um það hvort Bandaríkin myndi áfram vera lýðræði eða ekki. Hann velti einnig vöngum yfir því hvort einhvern tímann yrði hægt að brúa sífellt breikkandi gjá milli auðmanna og fátækra og hvort hægt væri að skapa yfirvöld sem hefðu velferð allra í huga í stað kerfis þar sem auðugir bakhjarlar stjórnmálamanna hefðu mikil ítök. Í ávarpinu nefndi hann einnig innrás Ísraela á Gasaströndina. Hann sagði Ísraela eiga rétt á því að verja sig eftir árásirnar 7. október en þeir hefðu ekki rétt á því að heyja stríð gegn allri palestínsku þjóðinni, sem þeir væru að gera. Hann sagði að hans skoðun væri sú að ekki ætti að verja bandarísku skattfé til hernaðar Ísraela. Let me thank the people of Vermont, from the bottom of my heart, for giving me the opportunity to serve them in the United States Senate. It has been the honor of my life.Today, I am announcing my intention to seek another term. Here is why: pic.twitter.com/cfO8MF4Cep— Bernie Sanders (@BernieSanders) May 6, 2024 Sanders hefur tvisvar sinnum boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann barðist fyrst um tilnefningu Demókrataflokksins gegn Hillary Clinton árið 2016 og svo gegn Joe Biden árið 2020. Í bæði skiptin bar hann ekki sigur úr býtum. Sanders er næst elsti þingmaður öldungadeildarinnar, á eftir Repúblikananum Chuck Grassley, sem verður 91 ára á þessu ári. Við upphaf þessa kjörtímabils, í janúar í fyrra, var meðalaldurinn í öldungadeildinni 65,3 ár og hafði hann aukist úr 64,8 tveimur árum áður. Árið 2019 fékk Sanders hjartaáfall og þurfti hann að gera hlé á kosningabaráttu sinni vegna slagæðarstíflu.
Bandaríkin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira