Hetja Keflvíkinga hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 10:00 Leikmenn Keflavíkur fagna hér Urban Oman eftir sigurkörfu hans á móti Grindavík í gær. Stöð 2 Sport Slóveninn Urban Oman var maður kvöldsins í Blue höllinni í Keflavík í gær þegar hann tryggði liði sínu 84-83 sigur á Grindavík með því að skora þriggja stiga flautukörfu um leið og leiktíminn rann út. Hann sá til þess að staðan er 1-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Suðbway Körfuboltakvöld valdi Urban PlayAir leiksins þrátt fyrir að hann væri aðeins búinn að skora fimm stig nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Sigurkarfan hans breytti hins vegar öllu fyrir lið hans og undanúrslitaeinvígið. Stefán Árni Pálsson spurði hetju kvöldsins hvernig honum liði aðeins nokkrum mínútum eftir þessa ótrúlegu körfu. Búinn á því „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég tilfinningalega búinn á því. Þetta var erfiður leikur, bæði líkamlega og andlega. Við vissum hvað var mikið undir hjá báðum liðum og það var mjög erfitt að spila þennan leik. Ég er samt svo ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna okkar sem hjálpuðu okkur svo mikið í kvöld,“ sagði Urban Oman. Urban Oman á ferðinni með boltann í leik Keflavíkur og Grindavíkur í gær.Vísir/Hulda Margrét „Við verðum bara að mæta aftur af krafti í næsta leik og taka þetta skref fyrir skref. Við munum sjá til hverju það skilar okkur,“ sagði Urban. Hann segir að lokakefið hafi ekki verið teiknað upp fyrir sig. „Það var mikið um að vera á vellinum og ég reyndi bara að finna mér opinn stað á vellinum. Varnarmaðurinn týndi mér og skotið fór í körfuna. Það var yndisleg tilfinning að sjá hann fara í körfuna. Ég er svo ánægður,“ sagði Urban. Átti ekki mitt besta kvöld Hann var eins og áður sagði bara með fimm stig fyrir þetta lokaskot og endaði því með átta stig. „Ég átti ekki mitt besta kvöld og þá sérstaklega hvað það varðar að skjóta boltanum. Þegar við horfum á þetta lokaskot þá var það mikilvægasta í leiknum og ég er ánægður að hafa sett það niður fyrir allt Keflavíkurfélagið og allt samfélagið hér. Nú er bara að halda áfram í næsta leik,“ sagði Urban. Urban segir að hans helsti styrkleiki inn á vellinum sé að spila góða vörn. Þessi sigur var fyrir Remy Hvernig var að koma inn í þennan leik án Remy Martin? „Við vissum að við þurfum að vinna fyrir hann. Allir í liðnu gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að taka eitt skref upp á við til að fylla í hans skarð. Okkur tókst það og þessi sigur var fyrir hann,“ sagði Urban sem viðurkennir að hann hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum. Vanalega tekin út af í lokasóknunum „Ég er vanalega sá sem spila vörn og er oft tekinn út af í sókninni á lokasekúndum leikja. Þá fer ég oft út og það er skotmaður sendur inn á völlinn. Ég kem síðan aftur inn í vörnina. Það er góð tilfinning að ná þessu,“ sagði Urban. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Urban Oman Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Suðbway Körfuboltakvöld valdi Urban PlayAir leiksins þrátt fyrir að hann væri aðeins búinn að skora fimm stig nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Sigurkarfan hans breytti hins vegar öllu fyrir lið hans og undanúrslitaeinvígið. Stefán Árni Pálsson spurði hetju kvöldsins hvernig honum liði aðeins nokkrum mínútum eftir þessa ótrúlegu körfu. Búinn á því „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég tilfinningalega búinn á því. Þetta var erfiður leikur, bæði líkamlega og andlega. Við vissum hvað var mikið undir hjá báðum liðum og það var mjög erfitt að spila þennan leik. Ég er samt svo ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna okkar sem hjálpuðu okkur svo mikið í kvöld,“ sagði Urban Oman. Urban Oman á ferðinni með boltann í leik Keflavíkur og Grindavíkur í gær.Vísir/Hulda Margrét „Við verðum bara að mæta aftur af krafti í næsta leik og taka þetta skref fyrir skref. Við munum sjá til hverju það skilar okkur,“ sagði Urban. Hann segir að lokakefið hafi ekki verið teiknað upp fyrir sig. „Það var mikið um að vera á vellinum og ég reyndi bara að finna mér opinn stað á vellinum. Varnarmaðurinn týndi mér og skotið fór í körfuna. Það var yndisleg tilfinning að sjá hann fara í körfuna. Ég er svo ánægður,“ sagði Urban. Átti ekki mitt besta kvöld Hann var eins og áður sagði bara með fimm stig fyrir þetta lokaskot og endaði því með átta stig. „Ég átti ekki mitt besta kvöld og þá sérstaklega hvað það varðar að skjóta boltanum. Þegar við horfum á þetta lokaskot þá var það mikilvægasta í leiknum og ég er ánægður að hafa sett það niður fyrir allt Keflavíkurfélagið og allt samfélagið hér. Nú er bara að halda áfram í næsta leik,“ sagði Urban. Urban segir að hans helsti styrkleiki inn á vellinum sé að spila góða vörn. Þessi sigur var fyrir Remy Hvernig var að koma inn í þennan leik án Remy Martin? „Við vissum að við þurfum að vinna fyrir hann. Allir í liðnu gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að taka eitt skref upp á við til að fylla í hans skarð. Okkur tókst það og þessi sigur var fyrir hann,“ sagði Urban sem viðurkennir að hann hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum. Vanalega tekin út af í lokasóknunum „Ég er vanalega sá sem spila vörn og er oft tekinn út af í sókninni á lokasekúndum leikja. Þá fer ég oft út og það er skotmaður sendur inn á völlinn. Ég kem síðan aftur inn í vörnina. Það er góð tilfinning að ná þessu,“ sagði Urban. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Urban Oman
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira