Ég kýs… Gísli Ásgeirsson skrifar 4. maí 2024 18:01 Ég kaus fyrst forseta árið 1980 og var þá barnung dóttir okkar hjóna með í för á kjörstað og hafði uppi áróður. Hún hafði heyrt á tal okkar og endurtók reglulega allan tímann í röðinni: “Kjósa Vigdísi”, með sínum barnslega framburði. Ég hef oft sagt þessa sögu og vil gjarna vera jafn stoltur og ánægður eftir kjördag eins og ég var þetta vor. Enn og aftur er kosið að vori og líkt og fyrir 44 árum er minn hugur ljós. Að vísu verðum við barnlaus í þetta sinn, börnin orðin fullorðin og kjósa sjálf en næst yngsta barnabarnið gæti verið með áróður að sínum hætti, spurt afa sinn öðru hverju hvað við værum að gera þarna og endurtekið svarið með tilþrifum. Við, sem búum þar sem áður stóð Sædýrasafnið í Hafnarfirði, hjeldum nefnilega til fundar í Bæjarbíói 20. mars s.l. Eftir þann fund er er ég jafn öruggur í afstöðu minni og þetta títtnefnda vor. Þar stóð á sviðinu Baldur Þórhallsson, skýrmæltur og skorinorður, gagnorður og málefnalegur og ég hreifst svo að ég hef ekki verið í vafa síðan. Hann verður frábær forseti og ég legg mitt af mörkum, sem er eitt atkvæði. Ef fleiri gera það, verður hægt að fagna sigri í júníbyrjun. Höfundur er þýðandi, barnakennari og eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég kaus fyrst forseta árið 1980 og var þá barnung dóttir okkar hjóna með í för á kjörstað og hafði uppi áróður. Hún hafði heyrt á tal okkar og endurtók reglulega allan tímann í röðinni: “Kjósa Vigdísi”, með sínum barnslega framburði. Ég hef oft sagt þessa sögu og vil gjarna vera jafn stoltur og ánægður eftir kjördag eins og ég var þetta vor. Enn og aftur er kosið að vori og líkt og fyrir 44 árum er minn hugur ljós. Að vísu verðum við barnlaus í þetta sinn, börnin orðin fullorðin og kjósa sjálf en næst yngsta barnabarnið gæti verið með áróður að sínum hætti, spurt afa sinn öðru hverju hvað við værum að gera þarna og endurtekið svarið með tilþrifum. Við, sem búum þar sem áður stóð Sædýrasafnið í Hafnarfirði, hjeldum nefnilega til fundar í Bæjarbíói 20. mars s.l. Eftir þann fund er er ég jafn öruggur í afstöðu minni og þetta títtnefnda vor. Þar stóð á sviðinu Baldur Þórhallsson, skýrmæltur og skorinorður, gagnorður og málefnalegur og ég hreifst svo að ég hef ekki verið í vafa síðan. Hann verður frábær forseti og ég legg mitt af mörkum, sem er eitt atkvæði. Ef fleiri gera það, verður hægt að fagna sigri í júníbyrjun. Höfundur er þýðandi, barnakennari og eftirlaunaþegi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar