Nú getum við brotið blað Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 4. maí 2024 09:01 Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta - að minnsta kosti til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan stendur sem hæst og þá fer að bera á alls konar ófrægingarorðræðu sem beinist aðallega gegn þeim sem best standa að vígi, skv. skoðanakönnunum. Þá fer ekki hjá því að mér verði hugsað til forsetakosninganna 1980 þegar við, sem studdum Vigdísi Finnbogadóttur, upplifðum. Þá var ég starfandi í lögreglunni og fékk daglega að heyra upplognar kjaftasögur um minn frambjóðanda. Þessar sögusagnir voru auðvitað uppspuni frá rótum. Vigdís var kosin forseti Íslands og þá gerðist það ótrúlega. Þeir sem hæst höfðu bugtuðu sig og beygðu fyrir nýjum forseta. Sjálf var ég send til að standa í öllum dyrum og gefa “honnor” fyrir nýjum forseta - þeim hinum sama og hafði mátt sæta illvígum óhróðri frá vinnuveitendum mínum. Enginn efast í dag um þau stórkostlegu áhrif sem Vigdís hafði - ekki bara hérlendis - heldur líka á alheimsvísu. Ísland mun njóta alheimsathygli verði það raunin Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta sem getur brotið blað í sögunni; frambjóðanda sem er fyrsti samkynhneigði forsetinn sem er lýðræðislega kosinn. Verði það raunin, mun Ísland aftur njóta alheimsathygli og verða fremst meðal jafningja í réttindabaráttu hinsegin fólks. Og það sem meira er - einstaklingur sem þekkir stjórnkerfi Íslands í þaula. Hvað er hægt að biðja um meira? Þess vegna segi ég: Í boði er Baldur Þórhallsson, vel giftur maður með yfirburða þekkingu á stjórnskipun Íslands sem er svo lánsamur að eiga mjög hæfileikaríkan maka sem er tilbúinn að vinna að málefnum barna og unglinga. Í guðanna bænum látið ekki óhróður og illmælgi hafa áhrif á skoðanir ykkar. Kjósið með hjartanu í kjörklefanum. Höfundur er fyrrum lögreglumaður og forvarnarfulltrúi og sat i kosningateymi Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta - að minnsta kosti til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan stendur sem hæst og þá fer að bera á alls konar ófrægingarorðræðu sem beinist aðallega gegn þeim sem best standa að vígi, skv. skoðanakönnunum. Þá fer ekki hjá því að mér verði hugsað til forsetakosninganna 1980 þegar við, sem studdum Vigdísi Finnbogadóttur, upplifðum. Þá var ég starfandi í lögreglunni og fékk daglega að heyra upplognar kjaftasögur um minn frambjóðanda. Þessar sögusagnir voru auðvitað uppspuni frá rótum. Vigdís var kosin forseti Íslands og þá gerðist það ótrúlega. Þeir sem hæst höfðu bugtuðu sig og beygðu fyrir nýjum forseta. Sjálf var ég send til að standa í öllum dyrum og gefa “honnor” fyrir nýjum forseta - þeim hinum sama og hafði mátt sæta illvígum óhróðri frá vinnuveitendum mínum. Enginn efast í dag um þau stórkostlegu áhrif sem Vigdís hafði - ekki bara hérlendis - heldur líka á alheimsvísu. Ísland mun njóta alheimsathygli verði það raunin Nú stöndum við frammi fyrir því að kjósa forseta sem getur brotið blað í sögunni; frambjóðanda sem er fyrsti samkynhneigði forsetinn sem er lýðræðislega kosinn. Verði það raunin, mun Ísland aftur njóta alheimsathygli og verða fremst meðal jafningja í réttindabaráttu hinsegin fólks. Og það sem meira er - einstaklingur sem þekkir stjórnkerfi Íslands í þaula. Hvað er hægt að biðja um meira? Þess vegna segi ég: Í boði er Baldur Þórhallsson, vel giftur maður með yfirburða þekkingu á stjórnskipun Íslands sem er svo lánsamur að eiga mjög hæfileikaríkan maka sem er tilbúinn að vinna að málefnum barna og unglinga. Í guðanna bænum látið ekki óhróður og illmælgi hafa áhrif á skoðanir ykkar. Kjósið með hjartanu í kjörklefanum. Höfundur er fyrrum lögreglumaður og forvarnarfulltrúi og sat i kosningateymi Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun