Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2024 06:35 Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta á árinu. Getty Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýju yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar. Eins og áður hefur komið fram er þetta í fyrsta sinn sem kíghósti greinist hér á landi frá árinu 2019. Þá greindust nýlega tvö tilvik mislinga, einnig í fyrsta sinn frá árinu 2019. „Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Á fyrsta ári ævinnar er börnum sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum, sem geta valdið öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið lífshættulegur. Hjá eldri börnum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af kvefeinkennum og langvarandi og þrálátum hósta,“ segir í samantektinni. Bólusetning sé mikilvæg til að draga úr hættulegum veikindum hjá ungum börnum og á næstu vikum ætti hún að beinast sérstaklega að óbólusettum og vanbólusettum börnum, barnshafandi konum og að einstaklingum á heimili þar sem von er á barni, þar sem er að finna barn undir sex mánaða aldri eða þar sem ónæmisbældir búa. „Kíghósti er mjög smitandi og smitast á milli fólks með úða frá öndunarfærum eins og við hósta eða hnerra. Yfirleitt líða um 2–3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef en eftir um tvær vikur færast einkennin í vöxt, oft með áköfum hóstaköstum sem fylgir einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta varað í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, s.s. ef sýkingin veldur lungnabólgu,“ segir í samantektinni. 20 til 35 legið inni vegna öndunarfærasýkinga Engin frekari smit hafa greinst út frá mislingatilfellunum sem greind voru í febrúar og apríl en báðir einstalingar voru á miðjum aldri og fengu mögulega eina bólusetningu sem börn. Inflúensa er enn í töluverðri dreifingu en fjöldi tilfella sveiflast eftir vikum. Í viku 16, upp úr miðjum apríl, greindist 41 einstaklingur með inflúensu en sextán í viku 17. Var það í fyrsta sinn frá því í nóvember sem fjöldi tilfella fór undir 20. Átta greindust með Covid-19 í viku 16 og fjórir í viku 17. Enginn greindist með RS-veirusýkingu á þessum tíma en 171 með aðrar öndunarfæraveirur. Í samantektinni segir að frá miðjum janúar hafi á bilinu 20 til 35 einstaklingar legið á Landspítala í viku hverri með eina af sex algengustu öndunarfærasýkingunum. Í viku 16 lágu 36 inni og í viku 17 lágu 23 inni. Landlæknir minnir á persónulegar sóttvarnir til að forðast sýkingar. „Við minnum öll á að: Fylgja tilmælum um bólusetningar. Halda sig til hlés í veikindum. Forðast umgengni við ung börn og aðra viðkvæma ef með einkenni. Hylja nef og munn við hósta og hnerra. Sinna reglulegum handþvotti. Nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum. Lofta út.“ Samantekt landlæknisembættisins. Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar. Eins og áður hefur komið fram er þetta í fyrsta sinn sem kíghósti greinist hér á landi frá árinu 2019. Þá greindust nýlega tvö tilvik mislinga, einnig í fyrsta sinn frá árinu 2019. „Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Á fyrsta ári ævinnar er börnum sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum, sem geta valdið öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið lífshættulegur. Hjá eldri börnum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af kvefeinkennum og langvarandi og þrálátum hósta,“ segir í samantektinni. Bólusetning sé mikilvæg til að draga úr hættulegum veikindum hjá ungum börnum og á næstu vikum ætti hún að beinast sérstaklega að óbólusettum og vanbólusettum börnum, barnshafandi konum og að einstaklingum á heimili þar sem von er á barni, þar sem er að finna barn undir sex mánaða aldri eða þar sem ónæmisbældir búa. „Kíghósti er mjög smitandi og smitast á milli fólks með úða frá öndunarfærum eins og við hósta eða hnerra. Yfirleitt líða um 2–3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef en eftir um tvær vikur færast einkennin í vöxt, oft með áköfum hóstaköstum sem fylgir einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta varað í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, s.s. ef sýkingin veldur lungnabólgu,“ segir í samantektinni. 20 til 35 legið inni vegna öndunarfærasýkinga Engin frekari smit hafa greinst út frá mislingatilfellunum sem greind voru í febrúar og apríl en báðir einstalingar voru á miðjum aldri og fengu mögulega eina bólusetningu sem börn. Inflúensa er enn í töluverðri dreifingu en fjöldi tilfella sveiflast eftir vikum. Í viku 16, upp úr miðjum apríl, greindist 41 einstaklingur með inflúensu en sextán í viku 17. Var það í fyrsta sinn frá því í nóvember sem fjöldi tilfella fór undir 20. Átta greindust með Covid-19 í viku 16 og fjórir í viku 17. Enginn greindist með RS-veirusýkingu á þessum tíma en 171 með aðrar öndunarfæraveirur. Í samantektinni segir að frá miðjum janúar hafi á bilinu 20 til 35 einstaklingar legið á Landspítala í viku hverri með eina af sex algengustu öndunarfærasýkingunum. Í viku 16 lágu 36 inni og í viku 17 lágu 23 inni. Landlæknir minnir á persónulegar sóttvarnir til að forðast sýkingar. „Við minnum öll á að: Fylgja tilmælum um bólusetningar. Halda sig til hlés í veikindum. Forðast umgengni við ung börn og aðra viðkvæma ef með einkenni. Hylja nef og munn við hósta og hnerra. Sinna reglulegum handþvotti. Nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum. Lofta út.“ Samantekt landlæknisembættisins.
Heilbrigðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira